Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. september 2020 22:21 Áslaug sagði ekki koma til greina að gera reglugerðarbreytingu til að bjarga einstaka fjölskyldum. Vísir/Vilhelm Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í fréttum RÚV þar sem hún sagði ekki koma til greina að gera reglugerðarbreytingu til að „bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla.“ Vísaði Áslaug þar til máls egypskrar fjölskyldu sem dvalið hefur á Íslandi í 25 mánuði en stendur nú til að flytja úr landi í næstu viku. „Stjórn Solaris furðar sig á kaldlyndi og ónærgætni í ummælum ráðherra um fólk í neyð sem lýsa algjöru skilningsleysi á því óöryggi, ótta, örvæntingu og óvissu sem flóttafólk býr við,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Solaris harmar ummæli dómsmálaráðherra sem einkennast af kaldlyndi og ónærgætni! „Þá hafnar stjórn Solaris tilraun ráðherra til þess að frýja sig ábyrgð í málaflokki sem hann ber ábyrgð á og hvetur ráðherra til þess beita sér fyrir því strax að öll börn sem hafa verið hér í svo langan tíma eins og tvö ár eru fyrir börn fái hér skjól og vernd. Það á við um Abdalla, Rewida, Hamza og Mustafa eins og önnur börn í svipaðri stöðu sem hafa fest hér rætur og upplifa sig sem hluta af samfélaginu. Það er með öllu óásættanlegt að komið sé fram við börn í viðkvæmri stöðu með þeim ómannúðlega og óskiljanlega hætti sem brottvísun á slíkum tímapunkti er. Við hljótum öll að vera sammála um það,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Þá vill stjórn samtakanna koma því á framfæri við Áslaugu að „það væri óskandi að stjórnvöld settu sér stefnu í málefnum fólks á flótta sem byggir á mannúð, samkennd og mannréttindum. Það yrði ef til vill til þess að fólk neyddist ekki til þess að fara með sín viðkvæmu málefni í fjölmiðla, sem er staða sem enginn finnur sig í án þess að vera neyddur til þess af örvæntingu.“ Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 „Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í fréttum RÚV þar sem hún sagði ekki koma til greina að gera reglugerðarbreytingu til að „bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla.“ Vísaði Áslaug þar til máls egypskrar fjölskyldu sem dvalið hefur á Íslandi í 25 mánuði en stendur nú til að flytja úr landi í næstu viku. „Stjórn Solaris furðar sig á kaldlyndi og ónærgætni í ummælum ráðherra um fólk í neyð sem lýsa algjöru skilningsleysi á því óöryggi, ótta, örvæntingu og óvissu sem flóttafólk býr við,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Solaris harmar ummæli dómsmálaráðherra sem einkennast af kaldlyndi og ónærgætni! „Þá hafnar stjórn Solaris tilraun ráðherra til þess að frýja sig ábyrgð í málaflokki sem hann ber ábyrgð á og hvetur ráðherra til þess beita sér fyrir því strax að öll börn sem hafa verið hér í svo langan tíma eins og tvö ár eru fyrir börn fái hér skjól og vernd. Það á við um Abdalla, Rewida, Hamza og Mustafa eins og önnur börn í svipaðri stöðu sem hafa fest hér rætur og upplifa sig sem hluta af samfélaginu. Það er með öllu óásættanlegt að komið sé fram við börn í viðkvæmri stöðu með þeim ómannúðlega og óskiljanlega hætti sem brottvísun á slíkum tímapunkti er. Við hljótum öll að vera sammála um það,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Þá vill stjórn samtakanna koma því á framfæri við Áslaugu að „það væri óskandi að stjórnvöld settu sér stefnu í málefnum fólks á flótta sem byggir á mannúð, samkennd og mannréttindum. Það yrði ef til vill til þess að fólk neyddist ekki til þess að fara með sín viðkvæmu málefni í fjölmiðla, sem er staða sem enginn finnur sig í án þess að vera neyddur til þess af örvæntingu.“
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 „Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30
„Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29