Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 10. september 2020 17:46 Krabbameinsfélagið hefur farið yfir 2.500 sýni af um 6.000. Vísir/Vilhelm Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. Komið hefur í ljós að konurnar hafi verið með vægar frumubreytingar árið 2018 en höfðu fengið ranga niðurstöðu. Ekki fengust upplýsingar um hvort einhver þeirra væri nú komin með alvarlegar frumubreytingar. Búið er að yfirfara 2500 sýni af sex þúsund sem á að skoða, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu. Í lok síðasta mánaðar var greint frá því að kona um fimmtugt hafi fengið rangar niðurstöður úr leghálsskimun hjá félaginu. Hún greindist síðar með ólæknandi krabbamein sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Konan undirbýr nú skaðabótamál á hendur Krabbameinsfélaginu ásamt lögmanni sínum, en fleiri konur hafa leitað til lögmannsins vegna málsins. Í síðustu viku sagði hann til skoðunar að hann tæki að sér tvö sambærileg mál. Krabbameinsfélagið kveðst harma málið og hefur embætti landlæknis hafið vinnu við að fá aðila erlendis frá til þess að taka út skoðun félagsins á leghálssýnum. Markmið úttektarinnar er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár félagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sér þætti sárt að fylgjast með umræðu um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá félaginu. Á Íslandi væri ein lægsta dánartíðni af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 8. september 2020 16:16 Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. 9. september 2020 07:00 „Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. Komið hefur í ljós að konurnar hafi verið með vægar frumubreytingar árið 2018 en höfðu fengið ranga niðurstöðu. Ekki fengust upplýsingar um hvort einhver þeirra væri nú komin með alvarlegar frumubreytingar. Búið er að yfirfara 2500 sýni af sex þúsund sem á að skoða, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu. Í lok síðasta mánaðar var greint frá því að kona um fimmtugt hafi fengið rangar niðurstöður úr leghálsskimun hjá félaginu. Hún greindist síðar með ólæknandi krabbamein sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Konan undirbýr nú skaðabótamál á hendur Krabbameinsfélaginu ásamt lögmanni sínum, en fleiri konur hafa leitað til lögmannsins vegna málsins. Í síðustu viku sagði hann til skoðunar að hann tæki að sér tvö sambærileg mál. Krabbameinsfélagið kveðst harma málið og hefur embætti landlæknis hafið vinnu við að fá aðila erlendis frá til þess að taka út skoðun félagsins á leghálssýnum. Markmið úttektarinnar er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár félagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sér þætti sárt að fylgjast með umræðu um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá félaginu. Á Íslandi væri ein lægsta dánartíðni af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 8. september 2020 16:16 Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. 9. september 2020 07:00 „Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 8. september 2020 16:16
Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. 9. september 2020 07:00
„Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26