Innlent

Ljósleiðari Mílu í Siglufjarðarskarði í sundur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Viðgerðateymi á vegum Mílu vinnur nú að því að laga ljósleiðarann sem fór í sundur í Siglufjarðarskarði.
Viðgerðateymi á vegum Mílu vinnur nú að því að laga ljósleiðarann sem fór í sundur í Siglufjarðarskarði. Vísir/Egill

Uppfært: Viðgerð lauk 18:15 og allt er komið í lag.

Ljósleiðari Mílu sem staðsettur er í Siglufjarðarskarði slitnaði í sundur um klukkan 14:15 í dag og er viðgerðateymi á leið á vettvang.

Sigurrós Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Mílu, segir að aðilar sem séu í framkvæmdum á svæðinu hafi grafið niður og strenginn og slitið en hún hafi ekki upplýsingar um hverjir þessir framkvæmdaaðilar. Strengurinn hafi farið í sundur og þess vegna sé skert þjónusta í gegnum hann á Siglufirði og svæðinu þar í kring.

Guðmundur Jóhannsson, upplýsingafulltrúi Símans, segir bilunina ekki hafa áhrif á internet- og sjónvarpsþjónustu á svæðinu þar sem Siglufjörður sé hringtengdur. Umferð um ljósleiðara sé því beint hinu megin frá en tveir farsímasendar hafi dottið út, annars vegar í Haganesvík og hins vegar í Skeiðsfossvirkjun.

Magnús Hafliðason, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs Vodafone, segir að viðskiptavinir Vodafone ættu ekki að finna fyrir neinum truflunum vegna ljósleiðarans sem fór í sundur.

Vodafone er í eigu Sýnar hf. líkt og Vísir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×