Segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. september 2020 19:00 Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. Undanfarið hefur mikil umræða um leitarstöð Krabbameinsfélagsins átt sér stað, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. „Svo hefur umræðan farið út í það að véfengja gæði skimunarinnar á Íslandi sem er mjög rangt. Hún er í hæsta flokki og við sjáum það bara á þessum lágu dánartölum, en það er sterkasti gæðavísirinn, það er dánartíðnin. Mér hefur þótt sárt að fylgjast með þessari umræðu sem er svo ómakleg og auðvitað hefur fólkinu hérna liðið afskaplega illa yfir þessu,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands. Sérfræðingar hjá Krabbameinsskrá birtu grein á Vísi í dag þar kemur fram að Ísland sé í hópi þeirra landa sem hafa lægstu dánartíðni í heiminum af völdum leghálskrabbameins, eða minna en 2 dauðsföll árlega á hverjar 100.000 konur, og deilum við þeim árangri með hinum Norðurlöndunum og Norður Ameríku. Í Evrópu er dánartíðnin tæplega 4 af 100.000, í Eyjaálfu 4,8, Asíu og Rómönsku Ameríku 6-7 og í Afríku er hún um 20 af 100.000. „Og afhverju erum við einmitt að birta þetta núna? það er náttúrulega í framhaldi af þessari erfiðu umræðu sem varð vegna þessa hörmulega atviks og mistaka sem geta því miður alltaf orðið í heilbrigðisþjónustu sem er auðvitað mjög sorglegt,“ segir Laufey. Málið megi þó ekki hafa þau áhrif að konur hætti að mæta í skimun, því þá tapast árangurinn. „Það væri bara það versta sem gæti gerst og það má ekki gerast. Og hvar sem leitin verður, og þegar hún fer til heilsugæslunnar, þá verðum við að treysta því að það verði áfram staðið svona vel að málum einS og hefur verið. Ef maður mætir ekki í leitina eru forstigsbreytingar ekki gripnar áður en það verður um seinan,“ segir Laufey. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. 9. september 2020 07:00 Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 8. september 2020 16:16 Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. Undanfarið hefur mikil umræða um leitarstöð Krabbameinsfélagsins átt sér stað, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. „Svo hefur umræðan farið út í það að véfengja gæði skimunarinnar á Íslandi sem er mjög rangt. Hún er í hæsta flokki og við sjáum það bara á þessum lágu dánartölum, en það er sterkasti gæðavísirinn, það er dánartíðnin. Mér hefur þótt sárt að fylgjast með þessari umræðu sem er svo ómakleg og auðvitað hefur fólkinu hérna liðið afskaplega illa yfir þessu,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands. Sérfræðingar hjá Krabbameinsskrá birtu grein á Vísi í dag þar kemur fram að Ísland sé í hópi þeirra landa sem hafa lægstu dánartíðni í heiminum af völdum leghálskrabbameins, eða minna en 2 dauðsföll árlega á hverjar 100.000 konur, og deilum við þeim árangri með hinum Norðurlöndunum og Norður Ameríku. Í Evrópu er dánartíðnin tæplega 4 af 100.000, í Eyjaálfu 4,8, Asíu og Rómönsku Ameríku 6-7 og í Afríku er hún um 20 af 100.000. „Og afhverju erum við einmitt að birta þetta núna? það er náttúrulega í framhaldi af þessari erfiðu umræðu sem varð vegna þessa hörmulega atviks og mistaka sem geta því miður alltaf orðið í heilbrigðisþjónustu sem er auðvitað mjög sorglegt,“ segir Laufey. Málið megi þó ekki hafa þau áhrif að konur hætti að mæta í skimun, því þá tapast árangurinn. „Það væri bara það versta sem gæti gerst og það má ekki gerast. Og hvar sem leitin verður, og þegar hún fer til heilsugæslunnar, þá verðum við að treysta því að það verði áfram staðið svona vel að málum einS og hefur verið. Ef maður mætir ekki í leitina eru forstigsbreytingar ekki gripnar áður en það verður um seinan,“ segir Laufey.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. 9. september 2020 07:00 Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 8. september 2020 16:16 Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. 9. september 2020 07:00
Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 8. september 2020 16:16
Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57