„Fáum símtöl á hverjum einasta degi frá örvæntingarfullu fólki sem hefur engin úrræði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2020 12:36 Forsvarsmenn ADHD-samtakanna segja verulegan skort á geðlæknum hér á landi sem bitni illa bæði á börnum og fullorðnum sem greinast með ADHD. Vísir/Getty Elín Hinriksdóttir, formaður ADHD-samtakanna, segir alltof fáa geðlækna í landinu. Hún segir bæði langa bið eftir greiningu barna og eftir greiningu sé skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Þetta kom fram í viðtali við Elínu og Vilhjálm Hjálmarsson, varaformann ADHD-samtakanna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við móður drengs sem greindur er með ADHD sem sagði kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Enga hjálp væri að fá þar sem mikil vöntun væri á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Hún hefði hringt til margra lækna en alls staðar komið að lokuðum dyrum þar sem þeir væru ekki að taka við nýjum skjólstæðingum. „Þetta er málefni sem við hjá ADHD-samtökunum höfum bent á í mörg ár. Við vitum það að það er löng bið eftir greiningu barna og eftir greiningu þá er skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Mig langar í rauninni líka að nefna ástandið hjá fullorðnum sem er ennþá verra. Við fáum símtöl á hverjum einasta degi frá örvæntingarfullu fólki sem hefur engin úrræði,“ sagði Elín í Bítinu í morgun. Fólk kæmist ekki til geðlæknis eftir greiningu vegna mikils skorts á læknum og langrar biðar. „Margir geðlæknar taka ekki nýja skjólstæðinga sem skilur fólk algjörlega í lausu lofti,“ sagði Elín. Aðspurð hvort fólk gæti þá ekki gert neitt sjálft sagði Vilhjálmur svo ekki vera ef viðkomandi vill íhuga lyfjameðferð. „Það eru til önnur úrræði og mörg góð. Lyfjameðferðin hentar bara flestum og skilar langbestum árangri. Best er samt að gera fleira en eitt í einu,“ sagði Vilhjálmur. Þá benti Elín á að geðlæknar væru þeir einu sem gætu ávísað lyfjum við ADHD og bætti Vilhjálmur við geðlæknar væru þeir sem tækju ákvörðun um hvort ástæða væri til að setja fólk í lyfjameðferð; hjá þeim færi fram faglegt mat á því. Viðtalið við Elínu og Vilhjálm má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. 8. september 2020 20:55 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira
Elín Hinriksdóttir, formaður ADHD-samtakanna, segir alltof fáa geðlækna í landinu. Hún segir bæði langa bið eftir greiningu barna og eftir greiningu sé skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Þetta kom fram í viðtali við Elínu og Vilhjálm Hjálmarsson, varaformann ADHD-samtakanna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við móður drengs sem greindur er með ADHD sem sagði kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Enga hjálp væri að fá þar sem mikil vöntun væri á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Hún hefði hringt til margra lækna en alls staðar komið að lokuðum dyrum þar sem þeir væru ekki að taka við nýjum skjólstæðingum. „Þetta er málefni sem við hjá ADHD-samtökunum höfum bent á í mörg ár. Við vitum það að það er löng bið eftir greiningu barna og eftir greiningu þá er skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Mig langar í rauninni líka að nefna ástandið hjá fullorðnum sem er ennþá verra. Við fáum símtöl á hverjum einasta degi frá örvæntingarfullu fólki sem hefur engin úrræði,“ sagði Elín í Bítinu í morgun. Fólk kæmist ekki til geðlæknis eftir greiningu vegna mikils skorts á læknum og langrar biðar. „Margir geðlæknar taka ekki nýja skjólstæðinga sem skilur fólk algjörlega í lausu lofti,“ sagði Elín. Aðspurð hvort fólk gæti þá ekki gert neitt sjálft sagði Vilhjálmur svo ekki vera ef viðkomandi vill íhuga lyfjameðferð. „Það eru til önnur úrræði og mörg góð. Lyfjameðferðin hentar bara flestum og skilar langbestum árangri. Best er samt að gera fleira en eitt í einu,“ sagði Vilhjálmur. Þá benti Elín á að geðlæknar væru þeir einu sem gætu ávísað lyfjum við ADHD og bætti Vilhjálmur við geðlæknar væru þeir sem tækju ákvörðun um hvort ástæða væri til að setja fólk í lyfjameðferð; hjá þeim færi fram faglegt mat á því. Viðtalið við Elínu og Vilhjálm má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. 8. september 2020 20:55 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira
Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. 8. september 2020 20:55