Telja réttarhöldin vegna Khashoggi ógegnsæ Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2020 10:43 Jamal Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum en fór til Istanbúl til að sækja sér gögn fyrir brúðkaup sitt. Unnusta hans beið fyrir utan á meðan hann fór inn á ræðisskrifstofu Sáda í borginni en þaðan sneri hann ekki lifandi. Vísir/AP Réttarhöld vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem fóru fram í Sádi-Arabíu skorti gegnsæi og drógu ekki þá seku til ábyrgðar, að mati mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Átta manns voru dæmdir í fangelsi fyrir meinta aðild að morðinu. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið skipun um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Sveit manna sem var send frá Sádi-Arabíu tók á móti honum á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þegar Khashoggi kom að sækja skjöl fyrir brúðkaup sitt í október árið 2018. Talið er að Khashoggi hafi verið myrtur á ræðisskrifstofunni og lík hans hlutað niður. Líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Enginn sem var grunaður um að skipa fyrir um morðið var dæmdur í málinu í Sádi-Arabíu. Átta ónefndir einstaklingar voru sakfelldir fyrir þátt í því en dauðadómi yfir fimm þeirra var snúið við eftir að einn sona Khashoggi fyrirgaf þeim fyrir hönd fjölskyldunnar. Rupert Colville, talsmaður mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sagði að gegnsæi um málsferðina hefði verið ábótavant, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hvatti hann til þess að þeir seku væru dregnir til ábyrgðar og þeim gerð refsing í hlutfalli við glæpinn. Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. 7. september 2020 15:43 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Réttarhöld vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem fóru fram í Sádi-Arabíu skorti gegnsæi og drógu ekki þá seku til ábyrgðar, að mati mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Átta manns voru dæmdir í fangelsi fyrir meinta aðild að morðinu. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið skipun um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Sveit manna sem var send frá Sádi-Arabíu tók á móti honum á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þegar Khashoggi kom að sækja skjöl fyrir brúðkaup sitt í október árið 2018. Talið er að Khashoggi hafi verið myrtur á ræðisskrifstofunni og lík hans hlutað niður. Líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Enginn sem var grunaður um að skipa fyrir um morðið var dæmdur í málinu í Sádi-Arabíu. Átta ónefndir einstaklingar voru sakfelldir fyrir þátt í því en dauðadómi yfir fimm þeirra var snúið við eftir að einn sona Khashoggi fyrirgaf þeim fyrir hönd fjölskyldunnar. Rupert Colville, talsmaður mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sagði að gegnsæi um málsferðina hefði verið ábótavant, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hvatti hann til þess að þeir seku væru dregnir til ábyrgðar og þeim gerð refsing í hlutfalli við glæpinn.
Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. 7. september 2020 15:43 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. 7. september 2020 15:43