Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins.
Fundurinn hefst venju samkvæmt klukkan 14:03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. Hér að neðan má einnig fylgjast með beinni textalýsingu frá fundinum.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, þann 6. september, samkvæmt tölulegum upplýsingum á covid.is.
76 eru í einangrun og 307 í sóttkví. Nýgengi innanlandssmita er 12,5 og nýgengi smita við landamærin 7,4.
Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá að ofan.