Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2020 13:15 Phil Foden og Mason Greenwood æfðu ekki með enska landsliðinu á Laugardalsvelli í morgun og eru á leið aftur til Englands. getty/Mike Egerton Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Mason Greenwood og Phil Foden hafi verið teknir úr enska landsliðshópnum vegna brots á sóttvarnarreglum. Greenwood og Foden fengu íslenskar stelpur upp á hótelherbergi til sín um helgina, eftir að hafa leikið sinn fyrsta landsleik þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni. Frá þessu var greint á 433.is. Southgate sagði að leikmennirnir hefðu sýnt barnalega hegðun sem ekki væri hægt að afsaka með ungum aldri þeirra. Greenwood er átján ára en Foden tvítugur. „Í morgun var mér greint frá því að strákarnir hefðu brotið sóttvarnarreglur. Við þurftum fljótlega að ákveða að þeir mættu ekki eiga nein samskipti við aðra í liðinu né fara á æfingu,“ sagði Southgate og bætti við að Greenwood og Foden myndu fljúga sér aftur til Englands. Enska liðið heldur hins vegar til Kaupmannahafnar þar sem það mætir Dönum í Þjóðadeildinni annað kvöld. BREAKING: Gareth Southgate reveals Phil Foden and Mason Greenwood have broken Covid guidelines and will be travelling back to England pic.twitter.com/Fnwdq5F3bL— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 7, 2020 „Þetta er mjög alvarleg staða og við höfum tekist þannig á við hana. Þeir voru barnalegir og við höfum gripið til viðeigandi ráðstafana. Ég veit að þeir eru ungir en allur heimurinn er að glíma við þennan faraldur og allir bera ábyrgð.“ Southgate vildi ekki fara mikið út í það hvaða áhrif þetta hefði á framtíð þeirra Greenwoods og Fodens með enska landsliðinu. „Það er of snemmt að segja þar til við höfum allar upplýsingar. Ég er sjálfur faðir unglinga og veit að þeir geta gert mistök. Það er ekki afsökun og við þurfum að skoða allt í framhaldinu,“ sagði Southgate. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Mason Greenwood og Phil Foden hafa verið reknir úr enska landsliðshópnum. Þetta staðfesta enskir fjölmiðlar nú í hádeginu. 7. september 2020 11:51 Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Mason Greenwood og Phil Foden hafi verið teknir úr enska landsliðshópnum vegna brots á sóttvarnarreglum. Greenwood og Foden fengu íslenskar stelpur upp á hótelherbergi til sín um helgina, eftir að hafa leikið sinn fyrsta landsleik þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni. Frá þessu var greint á 433.is. Southgate sagði að leikmennirnir hefðu sýnt barnalega hegðun sem ekki væri hægt að afsaka með ungum aldri þeirra. Greenwood er átján ára en Foden tvítugur. „Í morgun var mér greint frá því að strákarnir hefðu brotið sóttvarnarreglur. Við þurftum fljótlega að ákveða að þeir mættu ekki eiga nein samskipti við aðra í liðinu né fara á æfingu,“ sagði Southgate og bætti við að Greenwood og Foden myndu fljúga sér aftur til Englands. Enska liðið heldur hins vegar til Kaupmannahafnar þar sem það mætir Dönum í Þjóðadeildinni annað kvöld. BREAKING: Gareth Southgate reveals Phil Foden and Mason Greenwood have broken Covid guidelines and will be travelling back to England pic.twitter.com/Fnwdq5F3bL— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 7, 2020 „Þetta er mjög alvarleg staða og við höfum tekist þannig á við hana. Þeir voru barnalegir og við höfum gripið til viðeigandi ráðstafana. Ég veit að þeir eru ungir en allur heimurinn er að glíma við þennan faraldur og allir bera ábyrgð.“ Southgate vildi ekki fara mikið út í það hvaða áhrif þetta hefði á framtíð þeirra Greenwoods og Fodens með enska landsliðinu. „Það er of snemmt að segja þar til við höfum allar upplýsingar. Ég er sjálfur faðir unglinga og veit að þeir geta gert mistök. Það er ekki afsökun og við þurfum að skoða allt í framhaldinu,“ sagði Southgate.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Mason Greenwood og Phil Foden hafa verið reknir úr enska landsliðshópnum. Þetta staðfesta enskir fjölmiðlar nú í hádeginu. 7. september 2020 11:51 Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Mason Greenwood og Phil Foden hafa verið reknir úr enska landsliðshópnum. Þetta staðfesta enskir fjölmiðlar nú í hádeginu. 7. september 2020 11:51
Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59