Kvikmyndirnar átta sem keppa í Vitranaflokki RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 7. september 2020 15:14 Úr kvikmyndinni Slalom. Átta myndir keppa í Vitranaflokki RIFF í ár sem er aðal keppnisflokkur hátíðarinnar og hafa kvikmyndir innan hans margar farið sigurför um heiminn undanfarin ár. Flokkurinn er einkennandi fyrir hátíðina þar sem kynntar eru framsæknar kvikmyndir eftir upprennandi leikstjóra sem tefla fram sinni fyrstu eða annari mynd. Aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullni lundinn, eru veitt fyrir bestu myndina í flokknum og hefur sú mynd í framhaldinu verið sýnd í ótal löndum. Í ár hafa átta splunkunýjar kvikmyndir verið sérvaldar í flokkinn af dagskrárstjóranum Frédéric Boyer. Viðfangsefni þeirra er afar fjölbreytt allt frá ungri stúlku sem er að hefja skólavist í krefjandi skíðaskóla í frönsku ölpunum, lífsbaráttunni á argentíska hálendinu, örlagaríkri sögustund í alræmdu fangelsi á Fílabeinsströndinni, örvæntingafullri ást háskólanema sem ekki er endurgoldin og flóknu, dönsku fjölskyldudrama. Einmanna klettur/Lonely Rock Norðurlandafrumsýning á fyrstu kvikmynd hins upprennandi, argentíska kvikmyndagerðarmanns Alejandro Telémaco Tarraf í fullri lengd. Myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam fyrr á árinu. Í myndinni segir frá lamadýrahirðinum Fidel sem býr uppi á argentíska hálendinu 4000 metra yfir sjávarmáli og ferðalagi hans til að verja lífsviðurværi sitt. Hrjóstugt landslagið og óhefðbundar tökur ramma inn þessa áhugaverðu mynd. Nótt Konunganna/Night of The Kings Nótt Konunganna kemur beint af kvikmyndahátíðinni í Feneyjum elstu og einni virtustu hátíð í heimi. Leikstjóri myndarinnar Philippe Lacote ólst upp í Abidjan á Fílabeinsströndinni þar sem myndin gerist en sögusvið hennar er hið alræmda La Maca fangelsi þar sem fangarnir ráða ríkjum. Í Nótt Konunganna segir frá ungum manni sem lendir í fangelsinu og er úthlutað hlutverki sögumanns. Samkvæmt reglum í La Maca mun hann ekki geta flúið örlög sín en reynir hvað hann getur með því að láta söguna endast til morguns. watch on YouTube Skítapleis/Shithouse Hinn kornungi leikstjóri Cooper Raiff frá Dallas, Texas, gerði sér lítið fyrir og skrifaði, leikstýrði, klippti og lék í Skítapleisi, sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Hér segir af Alex einmanna fyrsta árs nema í háskóla sem dreymir um það eitt að flytjast nær fjölskyldu sinni. Honum hefur ekki tekist að fóta sig í háskólalífinu og hefur einangrað sig með öllu en eitt kvöldið ákveður hann að slá til og fara í partý í hið alræmda Skítapleis háskólasvæðisins. Hann eyðir nóttinni með Maggie, nemendafulltrúa heimavistarinnar, og verður hugfanginn af henni. Tilfinningar hennar eru hins vegar ekki endurgoldnar og Alex leitar örvæntingarfyllra leiða til að ná athygli hennar. Svig/Slalom Fyrsta mynd leikstjórans Charléne Favier í fullri lengd kemur beint af kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hér segir af hinni 15 ára gömlu Lyz semnýlega hefur hlotið skólavist í eftirsóttum skíðaskóla með það fyrir augum að gerast atvinnu skíðakona. Þar misnotar einn kennaranna vald sitt gagnvart Lyz en myndin þykir gefa óvenju raunsæja sýn á kynferðislegt ofbeldi í keppnisíþróttum. Favier hefur framleitt bæði stuttmyndir og heimildamyndir og var mynd hennar Odol Gorro tilefnd til César verðlaunanna 2020 sem besta stuttmyndin. Þetta er ekki jarðaför, þetta er upprisa/This is not a burial, its a resurrection Mynd leikstjórans Lemohang Jeremiah Mosese sem hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni og kvikmyndahátíðinni í Portland og aðalverðlaun á Taipei Kvikmyndahátíðinni. Leikstjórinn er handritshöfundur, leikstjóri og listamaður frá Lesótó sem búsettur er í Berlín. Í myndnni segir af áttræðu ekkjunni Mantoa sem fer að undirbúa eigin dauðdaga eftir að hún missir eina eftirlifandi son sinn í námuslysi. Áform hennar um friðsæl ævilok fara hins vegar á annan veg þegar hún kemst að því að byggja eigi uppistöðulón í þorpinu, sem mun setja kirkjugarðinn á flot. Í kjölfar þess fær Mantoa bæjarbúa með sér í lið til að berjast gegn framkvæmdum og síðustu ævidagarnir verða eftirminnilegri en hún hafði gert sér í hugarlund. watch on YouTube Hold og blóð/Wildland Danska myndin Hold og blóð er í leikstjórn Jeanette Nordahl sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn síðastliðin ár en hún var m.a. var aðstoðarleikstjóri hinnar margverðlaunuðu sjónvarpsseríu Borgen. Útskriftarmynd hennar Waiting for Phil var tilnefnd til Dönsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta stuttmyndin árið 2013. Hold og blóð er hennar fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Wildland er fyrsta mynd Jeanette í fullri lengd þar sem áhorfandinn er látinn kljást við þá áleitnu spurningu hverju hann sé tilbúinn að fórna fyrir fjölskyldu sína? watch on YouTube Síðustu vordagarnir/Last Days of Spring Kvikmyndir leikstjórans Isabel Lamberti eru á mörkum heimildamynda og leikinna mynda. Nýjasta kvikmynd hennar, Síðustu Vordagarnir, verður frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni á Spáni sem er afar virt hátíð um miðjan september. Í myndinni er sögð saga fjölskyldu sem býr í hinu ólöglega La Cañada Real í Madríd og lifir lífi sínu í biðstöðu. Í myndinni er teflt saman raunverulegu umhverfi og fólki í anda heimildamynda en tvinnað saman söguþræði sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum. watch on YouTube 200 Metres/200 Metrar Beina leið frá heimsfrumsýningu á Feneyjarhátíðínni, elstu og einni virtustu hátíð í heimi mun RIFF sýna kvikmynd palestínska handritahöfundarins og leikstjórans Ameen Nayfeh 200 metrar. Í myndinni segir frá átakanlegu ferðlagi hins palestínska Mustafa, sem býr á vinstri bakkanum, við að sameinast syni sínum sem liggur á sjúkrahúsi á hægri bakkanum. Aðeins 200 metra ferðalag verður að 200 km þrautagöngu þar sem smyglarar og aðrir vafasamir ferðalangar verða á vegi föðursins. Snilldarverk sem beðið hefur verið eftir. RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett í 17. sinn þann 24. september næstkomandi. Myndirnar verða sýndar á vefnum riff.is þar sem hægt verður að kaupa sér miða og allir landsmenn geta nú notið dagskrár og aðrir sem ekki eiga heimangengt. RIFF Menning Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Átta myndir keppa í Vitranaflokki RIFF í ár sem er aðal keppnisflokkur hátíðarinnar og hafa kvikmyndir innan hans margar farið sigurför um heiminn undanfarin ár. Flokkurinn er einkennandi fyrir hátíðina þar sem kynntar eru framsæknar kvikmyndir eftir upprennandi leikstjóra sem tefla fram sinni fyrstu eða annari mynd. Aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullni lundinn, eru veitt fyrir bestu myndina í flokknum og hefur sú mynd í framhaldinu verið sýnd í ótal löndum. Í ár hafa átta splunkunýjar kvikmyndir verið sérvaldar í flokkinn af dagskrárstjóranum Frédéric Boyer. Viðfangsefni þeirra er afar fjölbreytt allt frá ungri stúlku sem er að hefja skólavist í krefjandi skíðaskóla í frönsku ölpunum, lífsbaráttunni á argentíska hálendinu, örlagaríkri sögustund í alræmdu fangelsi á Fílabeinsströndinni, örvæntingafullri ást háskólanema sem ekki er endurgoldin og flóknu, dönsku fjölskyldudrama. Einmanna klettur/Lonely Rock Norðurlandafrumsýning á fyrstu kvikmynd hins upprennandi, argentíska kvikmyndagerðarmanns Alejandro Telémaco Tarraf í fullri lengd. Myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam fyrr á árinu. Í myndinni segir frá lamadýrahirðinum Fidel sem býr uppi á argentíska hálendinu 4000 metra yfir sjávarmáli og ferðalagi hans til að verja lífsviðurværi sitt. Hrjóstugt landslagið og óhefðbundar tökur ramma inn þessa áhugaverðu mynd. Nótt Konunganna/Night of The Kings Nótt Konunganna kemur beint af kvikmyndahátíðinni í Feneyjum elstu og einni virtustu hátíð í heimi. Leikstjóri myndarinnar Philippe Lacote ólst upp í Abidjan á Fílabeinsströndinni þar sem myndin gerist en sögusvið hennar er hið alræmda La Maca fangelsi þar sem fangarnir ráða ríkjum. Í Nótt Konunganna segir frá ungum manni sem lendir í fangelsinu og er úthlutað hlutverki sögumanns. Samkvæmt reglum í La Maca mun hann ekki geta flúið örlög sín en reynir hvað hann getur með því að láta söguna endast til morguns. watch on YouTube Skítapleis/Shithouse Hinn kornungi leikstjóri Cooper Raiff frá Dallas, Texas, gerði sér lítið fyrir og skrifaði, leikstýrði, klippti og lék í Skítapleisi, sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Hér segir af Alex einmanna fyrsta árs nema í háskóla sem dreymir um það eitt að flytjast nær fjölskyldu sinni. Honum hefur ekki tekist að fóta sig í háskólalífinu og hefur einangrað sig með öllu en eitt kvöldið ákveður hann að slá til og fara í partý í hið alræmda Skítapleis háskólasvæðisins. Hann eyðir nóttinni með Maggie, nemendafulltrúa heimavistarinnar, og verður hugfanginn af henni. Tilfinningar hennar eru hins vegar ekki endurgoldnar og Alex leitar örvæntingarfyllra leiða til að ná athygli hennar. Svig/Slalom Fyrsta mynd leikstjórans Charléne Favier í fullri lengd kemur beint af kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hér segir af hinni 15 ára gömlu Lyz semnýlega hefur hlotið skólavist í eftirsóttum skíðaskóla með það fyrir augum að gerast atvinnu skíðakona. Þar misnotar einn kennaranna vald sitt gagnvart Lyz en myndin þykir gefa óvenju raunsæja sýn á kynferðislegt ofbeldi í keppnisíþróttum. Favier hefur framleitt bæði stuttmyndir og heimildamyndir og var mynd hennar Odol Gorro tilefnd til César verðlaunanna 2020 sem besta stuttmyndin. Þetta er ekki jarðaför, þetta er upprisa/This is not a burial, its a resurrection Mynd leikstjórans Lemohang Jeremiah Mosese sem hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni og kvikmyndahátíðinni í Portland og aðalverðlaun á Taipei Kvikmyndahátíðinni. Leikstjórinn er handritshöfundur, leikstjóri og listamaður frá Lesótó sem búsettur er í Berlín. Í myndnni segir af áttræðu ekkjunni Mantoa sem fer að undirbúa eigin dauðdaga eftir að hún missir eina eftirlifandi son sinn í námuslysi. Áform hennar um friðsæl ævilok fara hins vegar á annan veg þegar hún kemst að því að byggja eigi uppistöðulón í þorpinu, sem mun setja kirkjugarðinn á flot. Í kjölfar þess fær Mantoa bæjarbúa með sér í lið til að berjast gegn framkvæmdum og síðustu ævidagarnir verða eftirminnilegri en hún hafði gert sér í hugarlund. watch on YouTube Hold og blóð/Wildland Danska myndin Hold og blóð er í leikstjórn Jeanette Nordahl sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn síðastliðin ár en hún var m.a. var aðstoðarleikstjóri hinnar margverðlaunuðu sjónvarpsseríu Borgen. Útskriftarmynd hennar Waiting for Phil var tilnefnd til Dönsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta stuttmyndin árið 2013. Hold og blóð er hennar fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Wildland er fyrsta mynd Jeanette í fullri lengd þar sem áhorfandinn er látinn kljást við þá áleitnu spurningu hverju hann sé tilbúinn að fórna fyrir fjölskyldu sína? watch on YouTube Síðustu vordagarnir/Last Days of Spring Kvikmyndir leikstjórans Isabel Lamberti eru á mörkum heimildamynda og leikinna mynda. Nýjasta kvikmynd hennar, Síðustu Vordagarnir, verður frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni á Spáni sem er afar virt hátíð um miðjan september. Í myndinni er sögð saga fjölskyldu sem býr í hinu ólöglega La Cañada Real í Madríd og lifir lífi sínu í biðstöðu. Í myndinni er teflt saman raunverulegu umhverfi og fólki í anda heimildamynda en tvinnað saman söguþræði sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum. watch on YouTube 200 Metres/200 Metrar Beina leið frá heimsfrumsýningu á Feneyjarhátíðínni, elstu og einni virtustu hátíð í heimi mun RIFF sýna kvikmynd palestínska handritahöfundarins og leikstjórans Ameen Nayfeh 200 metrar. Í myndinni segir frá átakanlegu ferðlagi hins palestínska Mustafa, sem býr á vinstri bakkanum, við að sameinast syni sínum sem liggur á sjúkrahúsi á hægri bakkanum. Aðeins 200 metra ferðalag verður að 200 km þrautagöngu þar sem smyglarar og aðrir vafasamir ferðalangar verða á vegi föðursins. Snilldarverk sem beðið hefur verið eftir. RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett í 17. sinn þann 24. september næstkomandi. Myndirnar verða sýndar á vefnum riff.is þar sem hægt verður að kaupa sér miða og allir landsmenn geta nú notið dagskrár og aðrir sem ekki eiga heimangengt.
RIFF Menning Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira