Sjáðu markaregnið úr leikjunum fimm í Pepsi Max deild kvenna Anton Ingi Leifsson skrifar 7. september 2020 17:28 Agla María Albertsdóttir skoraði tvö af mörkum Blika í gær. vísir/vilhelm Mörkunum rigndi í Pepsi Max deild kvenna í gærkvöldi er heil umferð fór fram. Þetta var 13. umferðin en nokkur lið eiga inni leiki vegna sóttkví og frestaðra leikja. Valur er áfram á toppi deildarinnar eftir 4-0 sigur á ÍBV. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir gerði tvö mörk, Arna Eiríksdóttir eitt og eitt markanna var sjálfsmark. Valur er með einu stigi meira en Breiðablik sem á þó leik til góða. Breiðablik vann 4-0 sigur á Þrótti á útivelli. Alexandra Jóhannsdóttir og Agla María Albertsdóttir gerðu sitt hvor tvö mörkin en Þróttur er í 8. sætinu, stigi frá fallsæti. Stjarnan gerði sér lítið fyrir og skellti bikarmeisturunum á Selfossi í gær. Betsy Hassett og Aníta Ýr Þorvaldsdóttir komu Stjörnunni í 2-0 en Barbára Sól Gísladóttir minnkaði muninn fyrir heimastúlkur. Shameeka Nikoda Fishley kom Stjörnunni í 3-1 á 40. mínútu. Í uppbótartíma minnkaði Helena Hekla Hlynsdóttir muninn fyrir Selfoss en nær komust þær ekki og afar öflugur sigur Stjörnunnar sem er í 6. sætinu. Selfoss er í því fjórða. FH vann botnslaginn gegn KR, 4-2. Phoenetia Maiya Lureen Browne og Helena Ósk Hálfdánardóttir komu FH í 2-0 áður en Ingunn Haraldsdóttir minnkaði muninn eftir klukkutíma leik. Madison Santana Gonzalez kom FH í 3-1 en aftur minnkaði KR muninn. Nú var það Alma Mathiasen á 70. mínútu en Andrea Mist Pálsdóttir tryggði FH sigurinn með fjórða marki Fimleikafélagsins á 82. mínútu. FH er í 9. sætinu með níu stig eftir tólf leiki en KR er í tíunda sætinu með sjö stig eftir níu leiki. Fylkir vann 4-2 sigur á Þór/KA í Árbænum og er í 3. sætinu. Bryndís Arna Níelsdóttir tryggði Fylki sigurinn með tveimur mörkum á siðustu tuttugu mínútunum en Akureyrastúlkur voru einum færri frá 50. mínútu er Margrét Árnadóttir fékk beint rautt spjald. Klippa: Mörkin í Pepsi Max kvenna Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Mörkunum rigndi í Pepsi Max deild kvenna í gærkvöldi er heil umferð fór fram. Þetta var 13. umferðin en nokkur lið eiga inni leiki vegna sóttkví og frestaðra leikja. Valur er áfram á toppi deildarinnar eftir 4-0 sigur á ÍBV. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir gerði tvö mörk, Arna Eiríksdóttir eitt og eitt markanna var sjálfsmark. Valur er með einu stigi meira en Breiðablik sem á þó leik til góða. Breiðablik vann 4-0 sigur á Þrótti á útivelli. Alexandra Jóhannsdóttir og Agla María Albertsdóttir gerðu sitt hvor tvö mörkin en Þróttur er í 8. sætinu, stigi frá fallsæti. Stjarnan gerði sér lítið fyrir og skellti bikarmeisturunum á Selfossi í gær. Betsy Hassett og Aníta Ýr Þorvaldsdóttir komu Stjörnunni í 2-0 en Barbára Sól Gísladóttir minnkaði muninn fyrir heimastúlkur. Shameeka Nikoda Fishley kom Stjörnunni í 3-1 á 40. mínútu. Í uppbótartíma minnkaði Helena Hekla Hlynsdóttir muninn fyrir Selfoss en nær komust þær ekki og afar öflugur sigur Stjörnunnar sem er í 6. sætinu. Selfoss er í því fjórða. FH vann botnslaginn gegn KR, 4-2. Phoenetia Maiya Lureen Browne og Helena Ósk Hálfdánardóttir komu FH í 2-0 áður en Ingunn Haraldsdóttir minnkaði muninn eftir klukkutíma leik. Madison Santana Gonzalez kom FH í 3-1 en aftur minnkaði KR muninn. Nú var það Alma Mathiasen á 70. mínútu en Andrea Mist Pálsdóttir tryggði FH sigurinn með fjórða marki Fimleikafélagsins á 82. mínútu. FH er í 9. sætinu með níu stig eftir tólf leiki en KR er í tíunda sætinu með sjö stig eftir níu leiki. Fylkir vann 4-2 sigur á Þór/KA í Árbænum og er í 3. sætinu. Bryndís Arna Níelsdóttir tryggði Fylki sigurinn með tveimur mörkum á siðustu tuttugu mínútunum en Akureyrastúlkur voru einum færri frá 50. mínútu er Margrét Árnadóttir fékk beint rautt spjald. Klippa: Mörkin í Pepsi Max kvenna
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira