Flugdrekaheilkennið Skúli Sigurður Ólafsson skrifar 7. september 2020 10:00 Nokkur orð um trans-Jesú Ég skil ekki enn af hverju þau birtu þessa mynd af Jesú með varalit og brjóst á auglýsingum fyrir barnastarf kirkjunnar. Markhópur barnastarfsins kallaði vart eftir slíku og ég sé ekki að hinsegin fólki sé hér einhver greiði gerður. Teikningin sýnir stereótýpu sem ég held að fáir tengi við auk þess sem hugmyndin virkar yfirborðsleg. Hvað ætlum við að gera með þessa mynd annars? Í sumar baðst biskup afsökunar á framgöngu kirkjunnar í garð samkynhneigðra. Full ástæða var til þess enda var einkar illa staðið að þeim málum á sínum tíma. Áfram hefði mátt vinna að samtali þjóðkirkju og hinsegin fólks án þess að færa viðkvæm málefni í þennan búning. Vissulega má tengja guðfræðina að baki þessari myndbirtingu við ákveðna hefð innan kristindómsins, þar sem Jesús er birtur sem fulltrúi úr minnihlutahópi. Sú túlkun hefur þó oftar en ekki komið frá einstaklingum sem tilheyra slíkum hópum. Hér kemur hún ofan frá sem kann að orka tvímælis. Kristin trú byggir vissulega á frelsi en því fylgir ábyrgð. Gæta þarf alúðar og hófs og sýna nærgætni í hvívetna. Margt bendir til þess að sá hópur sem undirbjó auglýsinguna hafi verið bæði þröngur og einsleitur. Reynslan sýnir að þegar svo er háttað er hætt við því að fólk geri mistök, alls óháð mannkostum þess og elju. Það telur sig hafa fundið snjallar lausnir án þess að kanna hvaða spurningar brenna á samfélaginu. Hér erum við því komin inn á ákveðið einkenni á mannlegum samfélögum sem nefna má „flugdrekaheilkennið“. Það lýsir sér í því að líkur sækir líkan heim og þess er ekki gætt að hlusta á og taka tillit til andstæðra sjónarmiða. Í þessu tilviki hefði verið betra að hafa jarðbundna og varkára hugsuði með í liði. Allir geta ekki svifið uppi í háloftum, einhver verður að standa á jörðinni og halda í spottann, annars ofrís drekinn og brotlendir! Til þess að fyrirbyggja það verður fólk að geta sýnt hluttekningu (empathy). Það þarf að geta sett sig í spor annarra. Hvaða þörf var annars fyrir hendi að birta þessa auglýsingu í barnastarfi? Ég kem ekki auga á hana. Þarna hefði mátt fara aðrar leiðir – t.d. sýna fjölbreytni mannlífsins í kringum Jesú eða kirkju. Kirkjan er jú sannarlega opin öllum. Markmiðinu hefði verið náð án þess að valda þeim úlfaþyt sem orðið hefur. Ég kalla eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. Höfum hugfast að þjóðkirkja er ekki smáhópur heldur breiðfylking fólks og taka þarf tillit til margs konar sjónarmiða. Höfundur er prestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Hinsegin Skúli S. Ólafsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nokkur orð um trans-Jesú Ég skil ekki enn af hverju þau birtu þessa mynd af Jesú með varalit og brjóst á auglýsingum fyrir barnastarf kirkjunnar. Markhópur barnastarfsins kallaði vart eftir slíku og ég sé ekki að hinsegin fólki sé hér einhver greiði gerður. Teikningin sýnir stereótýpu sem ég held að fáir tengi við auk þess sem hugmyndin virkar yfirborðsleg. Hvað ætlum við að gera með þessa mynd annars? Í sumar baðst biskup afsökunar á framgöngu kirkjunnar í garð samkynhneigðra. Full ástæða var til þess enda var einkar illa staðið að þeim málum á sínum tíma. Áfram hefði mátt vinna að samtali þjóðkirkju og hinsegin fólks án þess að færa viðkvæm málefni í þennan búning. Vissulega má tengja guðfræðina að baki þessari myndbirtingu við ákveðna hefð innan kristindómsins, þar sem Jesús er birtur sem fulltrúi úr minnihlutahópi. Sú túlkun hefur þó oftar en ekki komið frá einstaklingum sem tilheyra slíkum hópum. Hér kemur hún ofan frá sem kann að orka tvímælis. Kristin trú byggir vissulega á frelsi en því fylgir ábyrgð. Gæta þarf alúðar og hófs og sýna nærgætni í hvívetna. Margt bendir til þess að sá hópur sem undirbjó auglýsinguna hafi verið bæði þröngur og einsleitur. Reynslan sýnir að þegar svo er háttað er hætt við því að fólk geri mistök, alls óháð mannkostum þess og elju. Það telur sig hafa fundið snjallar lausnir án þess að kanna hvaða spurningar brenna á samfélaginu. Hér erum við því komin inn á ákveðið einkenni á mannlegum samfélögum sem nefna má „flugdrekaheilkennið“. Það lýsir sér í því að líkur sækir líkan heim og þess er ekki gætt að hlusta á og taka tillit til andstæðra sjónarmiða. Í þessu tilviki hefði verið betra að hafa jarðbundna og varkára hugsuði með í liði. Allir geta ekki svifið uppi í háloftum, einhver verður að standa á jörðinni og halda í spottann, annars ofrís drekinn og brotlendir! Til þess að fyrirbyggja það verður fólk að geta sýnt hluttekningu (empathy). Það þarf að geta sett sig í spor annarra. Hvaða þörf var annars fyrir hendi að birta þessa auglýsingu í barnastarfi? Ég kem ekki auga á hana. Þarna hefði mátt fara aðrar leiðir – t.d. sýna fjölbreytni mannlífsins í kringum Jesú eða kirkju. Kirkjan er jú sannarlega opin öllum. Markmiðinu hefði verið náð án þess að valda þeim úlfaþyt sem orðið hefur. Ég kalla eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. Höfum hugfast að þjóðkirkja er ekki smáhópur heldur breiðfylking fólks og taka þarf tillit til margs konar sjónarmiða. Höfundur er prestur í Neskirkju.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun