Róbert segist ekki ætla að tjá sig frekar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2020 22:52 Róbert Spanó og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Róbert Spanó forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segist ekki ætla að tjá sig frekar um heimsókn sína til Tyrklands. Róbert hefur verið gagnrýndur harðlega úr ýmsum áttum vegna heimsóknarinnar í vikunni. Heimsókn Róberts til Tyrklands var í boði dómsmálaráðuneytis landsins. Hann heimsótti þar m.a. dómaraskólann í Ankara og hitti Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í forsetahöllinni. Þá þáði Róbert heiðursnafnbót við Háskólann í Istanbúl, sem margir hafa tekið sérstaklega fyrir í gagnrýni sinni. Þannig tók Kenneth Roth framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch það sérstaklega fram í Twitter-færslu í morgun að Róbert hefði þegið nafnbót við „háskóla sem rak fjölda fræðimanna úr starfi á ólöglegan hátt“. Það grafi undan boðskap Róberts til Erdogan um að virða lög og reglu. The head of the European Court of Human Rights, Robert Spano, accepts an honorary degree from a Turkish university that unlawfully dismissed scores of academics, undercutting his message to Pres Erdogan to respect the rule of law. https://t.co/ncSGvwT4ZF pic.twitter.com/2FaI1PSwhh— Kenneth Roth (@KenRoth) September 6, 2020 Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Róberti vegna gagnrýninnar sem fjölmiðlar hafa tekið til umfjöllunar í dag. Róbert kveðst ekki munu tjá sig frekar um málið en vísar í ummæli sem höfð voru eftir honum í Fréttablaðinu á föstudag. Þar segir Róbert að sterk rök hafi verið bæði með og á móti því að hafna heiðursnafnbótinni vegna ástandsins í Tyrklandi í ljósi þess að eftir valdaránstilraunina 2016 hafi tugir þúsunda dómara, lögmanna, blaðamanna, kennara og aðrir verið dæmdir í fangelsi eða vikið úr störfum sínum. „Að hafna þessu hefði líka verið gagnrýnt harðlega í hina áttina og stjórnvöld sakað dómstólinn um að vera pólitískan,“ er haft eftir Róberti í Fréttablaðinu. Þá hafi forverar hans í embætti forseta Mannréttindadómstólsins nýlega þegið sambærilega titla frá ríkjum á borð við Armeníu, Póllandi og Tékklandi. Í þeim tilvikum hafi ekki verið litið svo á að forsetarnir tækju efnislega afstöðu. Mannréttindi Tyrkland Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Gagnrýni rignir yfir Róbert Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. 6. september 2020 17:48 Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó Róbert Spanó, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. 6. september 2020 10:18 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Fleiri fréttir Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Sjá meira
Róbert Spanó forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segist ekki ætla að tjá sig frekar um heimsókn sína til Tyrklands. Róbert hefur verið gagnrýndur harðlega úr ýmsum áttum vegna heimsóknarinnar í vikunni. Heimsókn Róberts til Tyrklands var í boði dómsmálaráðuneytis landsins. Hann heimsótti þar m.a. dómaraskólann í Ankara og hitti Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í forsetahöllinni. Þá þáði Róbert heiðursnafnbót við Háskólann í Istanbúl, sem margir hafa tekið sérstaklega fyrir í gagnrýni sinni. Þannig tók Kenneth Roth framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch það sérstaklega fram í Twitter-færslu í morgun að Róbert hefði þegið nafnbót við „háskóla sem rak fjölda fræðimanna úr starfi á ólöglegan hátt“. Það grafi undan boðskap Róberts til Erdogan um að virða lög og reglu. The head of the European Court of Human Rights, Robert Spano, accepts an honorary degree from a Turkish university that unlawfully dismissed scores of academics, undercutting his message to Pres Erdogan to respect the rule of law. https://t.co/ncSGvwT4ZF pic.twitter.com/2FaI1PSwhh— Kenneth Roth (@KenRoth) September 6, 2020 Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Róberti vegna gagnrýninnar sem fjölmiðlar hafa tekið til umfjöllunar í dag. Róbert kveðst ekki munu tjá sig frekar um málið en vísar í ummæli sem höfð voru eftir honum í Fréttablaðinu á föstudag. Þar segir Róbert að sterk rök hafi verið bæði með og á móti því að hafna heiðursnafnbótinni vegna ástandsins í Tyrklandi í ljósi þess að eftir valdaránstilraunina 2016 hafi tugir þúsunda dómara, lögmanna, blaðamanna, kennara og aðrir verið dæmdir í fangelsi eða vikið úr störfum sínum. „Að hafna þessu hefði líka verið gagnrýnt harðlega í hina áttina og stjórnvöld sakað dómstólinn um að vera pólitískan,“ er haft eftir Róberti í Fréttablaðinu. Þá hafi forverar hans í embætti forseta Mannréttindadómstólsins nýlega þegið sambærilega titla frá ríkjum á borð við Armeníu, Póllandi og Tékklandi. Í þeim tilvikum hafi ekki verið litið svo á að forsetarnir tækju efnislega afstöðu.
Mannréttindi Tyrkland Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Gagnrýni rignir yfir Róbert Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. 6. september 2020 17:48 Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó Róbert Spanó, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. 6. september 2020 10:18 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Fleiri fréttir Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Sjá meira
Gagnrýni rignir yfir Róbert Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. 6. september 2020 17:48
Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó Róbert Spanó, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. 6. september 2020 10:18