Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 22:48 Paul Rusesabagina og Don Cheadle sem fór með hlutverk Rusesabagina í kvikmyndinni Hótel Rúanda. Getty/Sean Gallup Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. Fjölskylda Paul Rusesabagina segir honum hafa verið rænt í Dubai og hann fluttur til Rúanda þar sem hann var handtekinn. Rusesabagina hefur verið útlægur frá landi sínu frá því eftir þjóðarmorðin en hann var í liðinni viku ítrekað færður fyrir fréttafólk í handjárnum þar sem af honum voru teknar myndir og myndskeið. Paul Kagame, forseti Rúanda, segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt.EPA-EFE/Daniel Irungu Kagame segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt, eins og fjölskylda hans heldur fram, heldur hafi hann snúið aftur sjálfviljugur. Rusesabagina hafi ekki verið mismunað eða hann beittur neinu ranglæti í ferlinu. Frænka Rusesabagina, sem hann ættleiddi og ól upp sem dóttur, segir hins vegar ólíklegt að hann hafi sjálfur farið til Rúanda. Hann hafi verði á fundum í Dubai en hafi svo allt í einu verið kominn til Rúanda þar sem hann var í járnum. „Ég veit ekki hvernig hann komst til Rúanda,“ sagði hún í samtali við fréttastofu AFP. „Ég veit hins vegar að hann hefði aldrei gert þetta af sjálfsdáðum, vegna þess að hann veit að í Rúanda vilja þau sjá hann deyja.“ Segja björgunaraðgerðir Rusesabagina stórlega ýktar Rusesabagina hefur verið ásakaður um að hafa stutt uppreisnarmenn í Rúanda í áraraðir, til dæmis með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmyndin Hotel Rwanda, sem gefin var út árið 2004, er byggð á störfum Rusesabagina á meðan á borgarastyrjöldinni stóð árið 1994. Hann starfaði þá sem hótelstjóri. Rusesabagina er af ætt Hútúa en hann bjargaði hundruðum Tútsa frá vígasveitum Hútúa sem myrtu um 800 þúsund Tútsa í átökunum. Paul Rusesabagina hlaut Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Hér sést George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veita Rusesabagina orðuna.EPA/SHAWN THEW Þjóðarmorðið stóð yfir á meðan öfgahópur Hútúa var við stjórn, í um hundrað daga, en þeim var steypt af valdastóli af Kagame og Rwandan Patriotic Front, sem samanstendur að mestu leiti af Tútsum. Í dag segja yfirvöld í Rúanda að hlutverk Rusesabagina í átökunum, sem er 66 ára gamall, hafa verið ýkt gífurlega í kvikmyndinni. Hann hefur hins vegar fengið alþjóðlegt lof, hlotið fjölda mannréttindaverðlauna, þar á meðal Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Rúanda Hollywood Tengdar fréttir Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. 31. ágúst 2020 21:05 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. Fjölskylda Paul Rusesabagina segir honum hafa verið rænt í Dubai og hann fluttur til Rúanda þar sem hann var handtekinn. Rusesabagina hefur verið útlægur frá landi sínu frá því eftir þjóðarmorðin en hann var í liðinni viku ítrekað færður fyrir fréttafólk í handjárnum þar sem af honum voru teknar myndir og myndskeið. Paul Kagame, forseti Rúanda, segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt.EPA-EFE/Daniel Irungu Kagame segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt, eins og fjölskylda hans heldur fram, heldur hafi hann snúið aftur sjálfviljugur. Rusesabagina hafi ekki verið mismunað eða hann beittur neinu ranglæti í ferlinu. Frænka Rusesabagina, sem hann ættleiddi og ól upp sem dóttur, segir hins vegar ólíklegt að hann hafi sjálfur farið til Rúanda. Hann hafi verði á fundum í Dubai en hafi svo allt í einu verið kominn til Rúanda þar sem hann var í járnum. „Ég veit ekki hvernig hann komst til Rúanda,“ sagði hún í samtali við fréttastofu AFP. „Ég veit hins vegar að hann hefði aldrei gert þetta af sjálfsdáðum, vegna þess að hann veit að í Rúanda vilja þau sjá hann deyja.“ Segja björgunaraðgerðir Rusesabagina stórlega ýktar Rusesabagina hefur verið ásakaður um að hafa stutt uppreisnarmenn í Rúanda í áraraðir, til dæmis með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmyndin Hotel Rwanda, sem gefin var út árið 2004, er byggð á störfum Rusesabagina á meðan á borgarastyrjöldinni stóð árið 1994. Hann starfaði þá sem hótelstjóri. Rusesabagina er af ætt Hútúa en hann bjargaði hundruðum Tútsa frá vígasveitum Hútúa sem myrtu um 800 þúsund Tútsa í átökunum. Paul Rusesabagina hlaut Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Hér sést George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veita Rusesabagina orðuna.EPA/SHAWN THEW Þjóðarmorðið stóð yfir á meðan öfgahópur Hútúa var við stjórn, í um hundrað daga, en þeim var steypt af valdastóli af Kagame og Rwandan Patriotic Front, sem samanstendur að mestu leiti af Tútsum. Í dag segja yfirvöld í Rúanda að hlutverk Rusesabagina í átökunum, sem er 66 ára gamall, hafa verið ýkt gífurlega í kvikmyndinni. Hann hefur hins vegar fengið alþjóðlegt lof, hlotið fjölda mannréttindaverðlauna, þar á meðal Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005.
Rúanda Hollywood Tengdar fréttir Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. 31. ágúst 2020 21:05 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. 31. ágúst 2020 21:05
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila