Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2020 19:46 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/baldur Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. Erindi félagsins sjálfs verði þó að sjálfsögðu svarað. Krabbameinsfélag Íslands hefur óskað eftir því við SÍ að afhent verði gögn sem styðja ummæli læknisins Tryggva Björns Stefánssonar, þar sem því var haldið fram að félagið stæðist ekki ákveðnar gæðakröfur. Krabbameinsfélagið segir í yfirlýsingu í dag að leggi SÍ fram slík gögn verði ekki hjá því komist að loka starfsemi Leitarstöðvarinnar umsvifalaust. Gögnin hafi þó ekki borist félaginu þrátt fyrir óskir þar um. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir í samtali við Vísi að formleg beiðni Krabbameinsfélagsins um gögn hafi borist Sjúkratryggingum seint á laugardag og beiðnin svo ítrekuð seint í dag, sunnudag. „Þessum erindum verður að sjálfsögðu svarað en eðlilega setjum við það í forgang að svara óskum Landlæknis um gögn,“ segir María. SÍ hafi unnið að því alla helgina að taka saman þau gögn málsins sem óskað hefur verið eftir. Fram kemur í tilkynningu Krabbameinsfélagsins að geti SÍ ekki afhent gögn sem ummæli Tryggva byggjast á líti félagið svo á að þau séu ekki til og að „ummæli fulltrúa Sjúkratrygginga og starfsemi félagsins séu staðlausir stafir“. Innt eftir því hvort umrædd gögn séu til segir María að SÍ sé að taka saman þau gögn sem málið varðar. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Starfsfólk félagsins afar slegið yfir hinu „afdrifaríka atviki“ Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að starfsfólk félagsins sé afar slegið yfir því „afdrifaríka atviki“ sem varð á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018. 6. september 2020 19:03 Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. Erindi félagsins sjálfs verði þó að sjálfsögðu svarað. Krabbameinsfélag Íslands hefur óskað eftir því við SÍ að afhent verði gögn sem styðja ummæli læknisins Tryggva Björns Stefánssonar, þar sem því var haldið fram að félagið stæðist ekki ákveðnar gæðakröfur. Krabbameinsfélagið segir í yfirlýsingu í dag að leggi SÍ fram slík gögn verði ekki hjá því komist að loka starfsemi Leitarstöðvarinnar umsvifalaust. Gögnin hafi þó ekki borist félaginu þrátt fyrir óskir þar um. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir í samtali við Vísi að formleg beiðni Krabbameinsfélagsins um gögn hafi borist Sjúkratryggingum seint á laugardag og beiðnin svo ítrekuð seint í dag, sunnudag. „Þessum erindum verður að sjálfsögðu svarað en eðlilega setjum við það í forgang að svara óskum Landlæknis um gögn,“ segir María. SÍ hafi unnið að því alla helgina að taka saman þau gögn málsins sem óskað hefur verið eftir. Fram kemur í tilkynningu Krabbameinsfélagsins að geti SÍ ekki afhent gögn sem ummæli Tryggva byggjast á líti félagið svo á að þau séu ekki til og að „ummæli fulltrúa Sjúkratrygginga og starfsemi félagsins séu staðlausir stafir“. Innt eftir því hvort umrædd gögn séu til segir María að SÍ sé að taka saman þau gögn sem málið varðar.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Starfsfólk félagsins afar slegið yfir hinu „afdrifaríka atviki“ Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að starfsfólk félagsins sé afar slegið yfir því „afdrifaríka atviki“ sem varð á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018. 6. september 2020 19:03 Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24
Starfsfólk félagsins afar slegið yfir hinu „afdrifaríka atviki“ Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að starfsfólk félagsins sé afar slegið yfir því „afdrifaríka atviki“ sem varð á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018. 6. september 2020 19:03
Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58