Dæmi um að fólk sé óvinnufært vegna síþreytu eftir kórónuveirusmit Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. september 2020 20:30 Guðrún Sæmundsdóttir er formaður ME félagsins. BALDUR HRAFNKELL Þrjátíu sem fengu aðeins væg einkenni covid-19 eru á biðlista eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi. Dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu og vísbendingar eru um að veiran geti valdið ólæknandi sjúkdómnum síþreytu. Sérfræðingar um allan heim velta fyrir sér mögulegum afleiðingum Covid-19 á þá sem hafa smitast. Því er meðal annars velt upp hvort Covid-19 geti valdið ME sjúkdómnum sem á íslensku hefur verið kallaður síþreyta. „Þetta er fjölþættur sjúkdómur sem sameiginlegt einkenni er mikil yfirgengileg þreyta en svo er fjöldi annarra einkenna sem kemur fram. Ég held ég treysti mér ekki til að ræða ennþá samhengi þarna við en hins vegar þá eru ákveðnar vísbendingar komnar fram í þá átt að þarna geti verið tengsl á milli þannig það er alla vegana ljóst að covid er miklu meira en venjuleg flensa eins og kannski margir voru að gera ráð fyrri í upphafi,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar.BALDUR HRAFNKELL Fjórir sem fengu aðeins væg einkenni kórónuveirunnar eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Fjórir til viðbótar fara í endurhæfingu á næstunni og tæplega þrjátíu manns bíða eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi vegna þreytu og mikils úthaldsleysis eftir kórónuveirusmit. Fólk óvinnufært vegna síþreytu Formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu. „Fólk er eitthvað að vakna til meðvitundar um að það geti verið að það fái ME sjúkdóminn í kjölfar Covid19,“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Einkenni ME sjúkdómsins er örmögnun eftir álag eða áreinslu. „Batteríið í fólki er í raun og veru bilað. Það er kannski bara með 20% orku á meðan aðrir eru með hundrað prósent orku og hún verður að duga allan daginn. Ef farið er yfir þolmörkin þá fær fólk yfirleitt heilaþoku,“ sagði Guðrún. Þeir sem hafa haft samband við ykkur í kölfar kórónuveirufaraldursins, eru dæmi um að fólk sé óvinnufært? „Já það er algjörlega óvinnufært,“ sagði Guðrún. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greindist innanlands Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 5. september 2020 11:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Þrjátíu sem fengu aðeins væg einkenni covid-19 eru á biðlista eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi. Dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu og vísbendingar eru um að veiran geti valdið ólæknandi sjúkdómnum síþreytu. Sérfræðingar um allan heim velta fyrir sér mögulegum afleiðingum Covid-19 á þá sem hafa smitast. Því er meðal annars velt upp hvort Covid-19 geti valdið ME sjúkdómnum sem á íslensku hefur verið kallaður síþreyta. „Þetta er fjölþættur sjúkdómur sem sameiginlegt einkenni er mikil yfirgengileg þreyta en svo er fjöldi annarra einkenna sem kemur fram. Ég held ég treysti mér ekki til að ræða ennþá samhengi þarna við en hins vegar þá eru ákveðnar vísbendingar komnar fram í þá átt að þarna geti verið tengsl á milli þannig það er alla vegana ljóst að covid er miklu meira en venjuleg flensa eins og kannski margir voru að gera ráð fyrri í upphafi,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar.BALDUR HRAFNKELL Fjórir sem fengu aðeins væg einkenni kórónuveirunnar eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Fjórir til viðbótar fara í endurhæfingu á næstunni og tæplega þrjátíu manns bíða eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi vegna þreytu og mikils úthaldsleysis eftir kórónuveirusmit. Fólk óvinnufært vegna síþreytu Formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu. „Fólk er eitthvað að vakna til meðvitundar um að það geti verið að það fái ME sjúkdóminn í kjölfar Covid19,“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Einkenni ME sjúkdómsins er örmögnun eftir álag eða áreinslu. „Batteríið í fólki er í raun og veru bilað. Það er kannski bara með 20% orku á meðan aðrir eru með hundrað prósent orku og hún verður að duga allan daginn. Ef farið er yfir þolmörkin þá fær fólk yfirleitt heilaþoku,“ sagði Guðrún. Þeir sem hafa haft samband við ykkur í kölfar kórónuveirufaraldursins, eru dæmi um að fólk sé óvinnufært? „Já það er algjörlega óvinnufært,“ sagði Guðrún. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greindist innanlands Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 5. september 2020 11:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Einn greindist innanlands Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 5. september 2020 11:00