Vill ekki draga of víðtækar ályktanir af tilraun Rússa með bóluefni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. september 2020 12:56 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. Allir þátttakendur í frumtilraun bóluefnis sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn kórónuveirunni án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í breska læknatímaritinu Lancet. Í úrtakinu voru 76 manns. Fylgst með þeim í fjörutíu daga og höfðu flestir myndað mótefni við veirunni innan þriggja virkna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir varhugavert að draga ályktanir af tilrauninni á þessu stigi. „Þessar rannsóknir eru ekki komnar mjög langt. Þetta eru nokkrir einstaklingar. Allt of fáir einstaklingar til að hægt sé að draga nokkra ályktun af slíkri rannsókn. Það verður að rannsaka þúsundir og tugi þúsunda einsaklinga áður en maður fer að leggja mark á niðurstöðunar, en þetta kannski er ágætis byrjun,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Rannsaka þurfi stóra hópa svo hægt sé að taka mark á niðurstöðum. „Það þarf að rannsaka mjög stóra hópa til þess að hægt sé að leggja mark á það, þannig maður er ekkert að velta sér upp úr þessu umfram rannsókn á öðrum bóluefnum núna. Það eru fullt af öðrum bóluefnum á svipuðum stað,“ sagði Þórólfur. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40 þúsund þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefni fyrir lok árs. Búast ekki við bólusetningum fyrr en á næsta ári Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar segjast ekki búast við bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. „Ég held að menn þurfi bara að sjá hverju fram vindur. Við eigum eftir að fá niðurstöður úr þessum rannsóknum. Það getur vel verið að stórar rannsóknir sýni að bóluefni virki ekki alveg eins vel og menn héldu eða að það komi fram alvarleg aukaverkun og þá dettur það bara upp fyrir sig, þá er ekkert meira gert.“ „Þannig það er langt í það að maður geti sagt eitthvað endanlegt. En auðvitað lofar þetta góðu að menn skuli vera komnir svona langt. Það er bara mjög ánægjulegt,“ sagði Þórólfur. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum. 88 eru í einangrun og fækkar þeim um átta á milli daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. Allir þátttakendur í frumtilraun bóluefnis sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn kórónuveirunni án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í breska læknatímaritinu Lancet. Í úrtakinu voru 76 manns. Fylgst með þeim í fjörutíu daga og höfðu flestir myndað mótefni við veirunni innan þriggja virkna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir varhugavert að draga ályktanir af tilrauninni á þessu stigi. „Þessar rannsóknir eru ekki komnar mjög langt. Þetta eru nokkrir einstaklingar. Allt of fáir einstaklingar til að hægt sé að draga nokkra ályktun af slíkri rannsókn. Það verður að rannsaka þúsundir og tugi þúsunda einsaklinga áður en maður fer að leggja mark á niðurstöðunar, en þetta kannski er ágætis byrjun,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Rannsaka þurfi stóra hópa svo hægt sé að taka mark á niðurstöðum. „Það þarf að rannsaka mjög stóra hópa til þess að hægt sé að leggja mark á það, þannig maður er ekkert að velta sér upp úr þessu umfram rannsókn á öðrum bóluefnum núna. Það eru fullt af öðrum bóluefnum á svipuðum stað,“ sagði Þórólfur. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40 þúsund þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefni fyrir lok árs. Búast ekki við bólusetningum fyrr en á næsta ári Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar segjast ekki búast við bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. „Ég held að menn þurfi bara að sjá hverju fram vindur. Við eigum eftir að fá niðurstöður úr þessum rannsóknum. Það getur vel verið að stórar rannsóknir sýni að bóluefni virki ekki alveg eins vel og menn héldu eða að það komi fram alvarleg aukaverkun og þá dettur það bara upp fyrir sig, þá er ekkert meira gert.“ „Þannig það er langt í það að maður geti sagt eitthvað endanlegt. En auðvitað lofar þetta góðu að menn skuli vera komnir svona langt. Það er bara mjög ánægjulegt,“ sagði Þórólfur. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum. 88 eru í einangrun og fækkar þeim um átta á milli daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13