Vill ekki draga of víðtækar ályktanir af tilraun Rússa með bóluefni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. september 2020 12:56 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. Allir þátttakendur í frumtilraun bóluefnis sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn kórónuveirunni án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í breska læknatímaritinu Lancet. Í úrtakinu voru 76 manns. Fylgst með þeim í fjörutíu daga og höfðu flestir myndað mótefni við veirunni innan þriggja virkna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir varhugavert að draga ályktanir af tilrauninni á þessu stigi. „Þessar rannsóknir eru ekki komnar mjög langt. Þetta eru nokkrir einstaklingar. Allt of fáir einstaklingar til að hægt sé að draga nokkra ályktun af slíkri rannsókn. Það verður að rannsaka þúsundir og tugi þúsunda einsaklinga áður en maður fer að leggja mark á niðurstöðunar, en þetta kannski er ágætis byrjun,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Rannsaka þurfi stóra hópa svo hægt sé að taka mark á niðurstöðum. „Það þarf að rannsaka mjög stóra hópa til þess að hægt sé að leggja mark á það, þannig maður er ekkert að velta sér upp úr þessu umfram rannsókn á öðrum bóluefnum núna. Það eru fullt af öðrum bóluefnum á svipuðum stað,“ sagði Þórólfur. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40 þúsund þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefni fyrir lok árs. Búast ekki við bólusetningum fyrr en á næsta ári Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar segjast ekki búast við bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. „Ég held að menn þurfi bara að sjá hverju fram vindur. Við eigum eftir að fá niðurstöður úr þessum rannsóknum. Það getur vel verið að stórar rannsóknir sýni að bóluefni virki ekki alveg eins vel og menn héldu eða að það komi fram alvarleg aukaverkun og þá dettur það bara upp fyrir sig, þá er ekkert meira gert.“ „Þannig það er langt í það að maður geti sagt eitthvað endanlegt. En auðvitað lofar þetta góðu að menn skuli vera komnir svona langt. Það er bara mjög ánægjulegt,“ sagði Þórólfur. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum. 88 eru í einangrun og fækkar þeim um átta á milli daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. Allir þátttakendur í frumtilraun bóluefnis sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn kórónuveirunni án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í breska læknatímaritinu Lancet. Í úrtakinu voru 76 manns. Fylgst með þeim í fjörutíu daga og höfðu flestir myndað mótefni við veirunni innan þriggja virkna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir varhugavert að draga ályktanir af tilrauninni á þessu stigi. „Þessar rannsóknir eru ekki komnar mjög langt. Þetta eru nokkrir einstaklingar. Allt of fáir einstaklingar til að hægt sé að draga nokkra ályktun af slíkri rannsókn. Það verður að rannsaka þúsundir og tugi þúsunda einsaklinga áður en maður fer að leggja mark á niðurstöðunar, en þetta kannski er ágætis byrjun,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Rannsaka þurfi stóra hópa svo hægt sé að taka mark á niðurstöðum. „Það þarf að rannsaka mjög stóra hópa til þess að hægt sé að leggja mark á það, þannig maður er ekkert að velta sér upp úr þessu umfram rannsókn á öðrum bóluefnum núna. Það eru fullt af öðrum bóluefnum á svipuðum stað,“ sagði Þórólfur. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40 þúsund þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefni fyrir lok árs. Búast ekki við bólusetningum fyrr en á næsta ári Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar segjast ekki búast við bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. „Ég held að menn þurfi bara að sjá hverju fram vindur. Við eigum eftir að fá niðurstöður úr þessum rannsóknum. Það getur vel verið að stórar rannsóknir sýni að bóluefni virki ekki alveg eins vel og menn héldu eða að það komi fram alvarleg aukaverkun og þá dettur það bara upp fyrir sig, þá er ekkert meira gert.“ „Þannig það er langt í það að maður geti sagt eitthvað endanlegt. En auðvitað lofar þetta góðu að menn skuli vera komnir svona langt. Það er bara mjög ánægjulegt,“ sagði Þórólfur. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum. 88 eru í einangrun og fækkar þeim um átta á milli daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13