Við ætlum að halda áfram Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 4. september 2020 12:00 Þegar við verðum fyrir áfalli getur vonin um betri tíma haft mikið um það að segja hver krafturinn til að takast á við áfallið verður. Í því samhengi fundust mér lágstemmd skilaboð Gylfa Zoega í Silfrinu síðasta vetur svo sterk. Gylfi sagði þar: „Þegar þessi pest er gengin yfir, þá höldum við bara áfram.“ Einföld setning sem viðurkennir að við erum að glíma við bráðsmitandi veiru en minnir líka á að hún vandinn verður ekki eilífur eða óyfirstíganlegur. Og eftir það ætlum við að halda áfram. Í orðunum felst viðurkenning á stöðunni. Afleiðingar veirunnar bíta ákveðnar atvinnugreinar fast en önnur svið lítið, hún bitnar á því fólki sem missir vinnuna og önnur afleiðing er samfélagsleg. Veiran hefur áhrif á heilbrigði, efnahag og líðan þjóðar. Og þetta eru þau verkefni sem stjórnvöld og samfélagið allt stendur frammi fyrir. Fólk sem upplifir áföll stendur auðvitað ekki sjálfkrafa sterkara á eftir. Samfélög sem ganga í gegnum áföll og hremmingar standa ekki heldur alltaf sterkari á eftir, öðru nær. En það á við um samfélög eins og fólk að þau sem eiga góðan stuðning og leggja í vinnu við að byggja upp verða reynslunni ríkari, öðlast stundum aðra sýn og standa í einhverjum tilvikum sterkari á eftir. Við höfum sem þjóð upplifað snjóflóð, eldgos og efnahagshrun og aðrar hremmingar. Við höfum líka upplifað samstöðu en við þekkjum líka útbreidda reiði í samfélaginu í kjölfar efnahagslegs áfalls. Og við eigum öll reynslu af persónulegum áföllum, en atvinnumissir er meðal þeirra sem reynast fólki þung. Margir finna fyrir óvissu og kvíða um það sem fram undan er. Fyrstu viðbrögð okkar sem þjóðar við veirunni einkenndust af fallegri samstöðu og þakklæti. Það reyndist ríkisstjórninni meira að segja gerlegt að þiggja framlag einkafyrirtækis, með samstarfi við Íslenska erfðagreiningu í greiningum á smitum. (Kannski að það verði ein afleiðing þessa ástands að stjórnvöld hætti að senda fólk til útlanda að sækja sér lækningar sem læknar hér heima geta sinnt?) Reynsla af áföllum kennir okkur að fyrst kemur oft fram einhver kraftur þegar erfitt verkefni blasir við. Það er hins vegar ekki gefið að krafturinn endist eða að samfélagið standi sterkara á eftir. Og samstaðan er að minnka. Þar ber ríkisstjórnin mikla ábyrgð. Stjórnin hefur verið óskýr í svörum og stundum ósamstiga um aðgerðir. Hún opnaði landið í sumar án þess að greiningar virtust liggja fyrir um áhrifin og það sama gerðist aftur þegar hún lokaði landinu. Þess vegna hafa myndast andstæðar fylkingar í landinu, þegar sameiginlegur óvinur er hin bráðsmitandi veira. Auðvitað er staðan sú að enginn kostur er auðveldur, en þá skiptir hins vegar öllu að stjórnvöld séu skýr um aðgerðir og ástæður að baki. Ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar er ekki skýr um planið. Ef ríkisstjórnin er að veðja á að áfallið sé tímabundið eins og fjármálaráðherra segir, hvers vegna þá að draga aðgerðir á langinn? Hvers vegna ekki að bregðast hratt við? Skrefin eru enn of lítil og taktur stjórnarinnar er of hægur. Allt sem er hvetjandi fyrir störf er af hinu góða. Það er ekki bara það mannlega í stöðunni heldur ábyrgt efnahagslega. Núna á að auðvelda fólki að skapa sér tækifæri og tekjur, lækka álögur á vinnuveitendur og skapa fyrirtækjum hvata til að ráða fólk. Ábyrg efnahagsstjórn þegar tímabundið ástand gengur yfir er að hafa kjarkinn til að standa með fólki og fyrirtækjum. Leiðarljós Viðreisnar um okkar tillögur er að fólk og fyrirtæki sem hefur væntingar um tímabundna kreppu fái verkfærin til að standa af sér áfallið. Við viljum að ríkisstjórnin geri meira og hraðar en hún hefur boðað. Það mun verða okkur öllum til góðs. Þegar afleiðingar og erfiðleikar þessa ástands eru að veruleika þá reynir nefnilega fyrst á samstöðuna. Áhersla var í fyrstu eðlilega fyrst og fremst á heilbrigðisþáttinn og nú stöndum við frammi fyrir alvarlegri efnahagskrísu, með því að verja fólk frá atvinnuleysi og verja fyrirtæki og þau svið sem verða fyrir höggi í kjölfarið. Þá þarf að muna að horfa til líðan þjóðarinnar, skynja hana og skilja. Það verður til lengri tíma ekki síður mælistika á árangurinn, hvort tókst að tala til þjóðarinnar með þeim hætti að við höldum áfram að ganga sem einn maður. Með það markmið að leiðarljósi að við ætlum að halda áfram. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við verðum fyrir áfalli getur vonin um betri tíma haft mikið um það að segja hver krafturinn til að takast á við áfallið verður. Í því samhengi fundust mér lágstemmd skilaboð Gylfa Zoega í Silfrinu síðasta vetur svo sterk. Gylfi sagði þar: „Þegar þessi pest er gengin yfir, þá höldum við bara áfram.“ Einföld setning sem viðurkennir að við erum að glíma við bráðsmitandi veiru en minnir líka á að hún vandinn verður ekki eilífur eða óyfirstíganlegur. Og eftir það ætlum við að halda áfram. Í orðunum felst viðurkenning á stöðunni. Afleiðingar veirunnar bíta ákveðnar atvinnugreinar fast en önnur svið lítið, hún bitnar á því fólki sem missir vinnuna og önnur afleiðing er samfélagsleg. Veiran hefur áhrif á heilbrigði, efnahag og líðan þjóðar. Og þetta eru þau verkefni sem stjórnvöld og samfélagið allt stendur frammi fyrir. Fólk sem upplifir áföll stendur auðvitað ekki sjálfkrafa sterkara á eftir. Samfélög sem ganga í gegnum áföll og hremmingar standa ekki heldur alltaf sterkari á eftir, öðru nær. En það á við um samfélög eins og fólk að þau sem eiga góðan stuðning og leggja í vinnu við að byggja upp verða reynslunni ríkari, öðlast stundum aðra sýn og standa í einhverjum tilvikum sterkari á eftir. Við höfum sem þjóð upplifað snjóflóð, eldgos og efnahagshrun og aðrar hremmingar. Við höfum líka upplifað samstöðu en við þekkjum líka útbreidda reiði í samfélaginu í kjölfar efnahagslegs áfalls. Og við eigum öll reynslu af persónulegum áföllum, en atvinnumissir er meðal þeirra sem reynast fólki þung. Margir finna fyrir óvissu og kvíða um það sem fram undan er. Fyrstu viðbrögð okkar sem þjóðar við veirunni einkenndust af fallegri samstöðu og þakklæti. Það reyndist ríkisstjórninni meira að segja gerlegt að þiggja framlag einkafyrirtækis, með samstarfi við Íslenska erfðagreiningu í greiningum á smitum. (Kannski að það verði ein afleiðing þessa ástands að stjórnvöld hætti að senda fólk til útlanda að sækja sér lækningar sem læknar hér heima geta sinnt?) Reynsla af áföllum kennir okkur að fyrst kemur oft fram einhver kraftur þegar erfitt verkefni blasir við. Það er hins vegar ekki gefið að krafturinn endist eða að samfélagið standi sterkara á eftir. Og samstaðan er að minnka. Þar ber ríkisstjórnin mikla ábyrgð. Stjórnin hefur verið óskýr í svörum og stundum ósamstiga um aðgerðir. Hún opnaði landið í sumar án þess að greiningar virtust liggja fyrir um áhrifin og það sama gerðist aftur þegar hún lokaði landinu. Þess vegna hafa myndast andstæðar fylkingar í landinu, þegar sameiginlegur óvinur er hin bráðsmitandi veira. Auðvitað er staðan sú að enginn kostur er auðveldur, en þá skiptir hins vegar öllu að stjórnvöld séu skýr um aðgerðir og ástæður að baki. Ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar er ekki skýr um planið. Ef ríkisstjórnin er að veðja á að áfallið sé tímabundið eins og fjármálaráðherra segir, hvers vegna þá að draga aðgerðir á langinn? Hvers vegna ekki að bregðast hratt við? Skrefin eru enn of lítil og taktur stjórnarinnar er of hægur. Allt sem er hvetjandi fyrir störf er af hinu góða. Það er ekki bara það mannlega í stöðunni heldur ábyrgt efnahagslega. Núna á að auðvelda fólki að skapa sér tækifæri og tekjur, lækka álögur á vinnuveitendur og skapa fyrirtækjum hvata til að ráða fólk. Ábyrg efnahagsstjórn þegar tímabundið ástand gengur yfir er að hafa kjarkinn til að standa með fólki og fyrirtækjum. Leiðarljós Viðreisnar um okkar tillögur er að fólk og fyrirtæki sem hefur væntingar um tímabundna kreppu fái verkfærin til að standa af sér áfallið. Við viljum að ríkisstjórnin geri meira og hraðar en hún hefur boðað. Það mun verða okkur öllum til góðs. Þegar afleiðingar og erfiðleikar þessa ástands eru að veruleika þá reynir nefnilega fyrst á samstöðuna. Áhersla var í fyrstu eðlilega fyrst og fremst á heilbrigðisþáttinn og nú stöndum við frammi fyrir alvarlegri efnahagskrísu, með því að verja fólk frá atvinnuleysi og verja fyrirtæki og þau svið sem verða fyrir höggi í kjölfarið. Þá þarf að muna að horfa til líðan þjóðarinnar, skynja hana og skilja. Það verður til lengri tíma ekki síður mælistika á árangurinn, hvort tókst að tala til þjóðarinnar með þeim hætti að við höldum áfram að ganga sem einn maður. Með það markmið að leiðarljósi að við ætlum að halda áfram. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar