Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2020 11:07 Álfheiður Ingadóttir var heilbrigðisráðherra árin 2009 og 2010. Samsett/Alþingi/Vísir/Vilhelm Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. Forsvarsmenn gangist ekki við mistökunum heldur varpi í stað þess ábyrgðinni á fyrrverandi starfsmann. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur fjallað ítarlega um mál Krabbameinsfélagsins síðustu daga. Ágúst Ingi Ágústsson sviðsstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mannleg mistök hefðu verið gerð árið 2018 við greiningu á leghálssýni konu sem nú er með ólæknandi krabbamein. Starfsmaður félagsins sem sinnti því að greina sýnin á þessum tíma hafi verið andlega veikur. Fram kom í máli Ágústs í kvöldfréttum að félagið hefði haft áhyggjur af starfsmanninum. Álfheiður Ingadóttir var heilbrigðisráðherra árin 2009-2010. Hún segir í færslu á Facebook-síðu sinni sem birtist í gærkvöldi að hún eigi aðeins eitt orð yfir framgöngu forsvarsmanna Krabbameinsfélagsins í málinu: Siðleysi. „Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni á þeirri staðreynd að allt að 150 konur hafi fengið rangar niðurstöður á Leitarstöðinni, er sök varpað á einn fyrrverandi (og nánast nafngreindan) starfsmann – og það vegna veikinda hans!“ skrifar Álfheiður. „En til að forðast einnig að taka ábyrgð á þeirri ásökun er skýrt tekið fram í yfirlýsingu félagsins að „ekki sé hægt að fullyrða um hvort heilsubrestur viðkomandi hefði stuðlað að því sem gerðist.“ Siðleysi!“ „Mannleg mistök sem alltaf geta orðið“ mikil einföldun Álfheiður tekur fram að sér hafi verið annt um Krabbameinsfélagið en sjálf fór hún í krabbameinsmeðferð árin 1999 og 2007. Hún hafi stutt við félagið eins og henni var unnt í embætti sínu sem heilbrigðisráðherra. En nú vandar hún félaginu ekki kveðjurnar. „Nú er ég lömuð og öskureið yfir aumingjadómnum sem birtist í kattarþvotti stjórnenda KÍ. Og get ekki fyrirgefið hversu grátt þeir hafa leikið hugsjónir þeirra sem byggðu upp þetta merka félag, en þeirra á meðal var faðir minn, sem var gjaldkeri KÍ um árabil og sat í vísindaráði þess. Það urðu hörmuleg mistök. Það er hægt að kalla þau „mannleg mistök sem alltaf geta orðið“. En eftir kvöldið í kvöld er ljóst að það er mikil einföldun. Ég get ekki orða bundist.“ Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verið væri að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Sjá meira
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. Forsvarsmenn gangist ekki við mistökunum heldur varpi í stað þess ábyrgðinni á fyrrverandi starfsmann. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur fjallað ítarlega um mál Krabbameinsfélagsins síðustu daga. Ágúst Ingi Ágústsson sviðsstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mannleg mistök hefðu verið gerð árið 2018 við greiningu á leghálssýni konu sem nú er með ólæknandi krabbamein. Starfsmaður félagsins sem sinnti því að greina sýnin á þessum tíma hafi verið andlega veikur. Fram kom í máli Ágústs í kvöldfréttum að félagið hefði haft áhyggjur af starfsmanninum. Álfheiður Ingadóttir var heilbrigðisráðherra árin 2009-2010. Hún segir í færslu á Facebook-síðu sinni sem birtist í gærkvöldi að hún eigi aðeins eitt orð yfir framgöngu forsvarsmanna Krabbameinsfélagsins í málinu: Siðleysi. „Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni á þeirri staðreynd að allt að 150 konur hafi fengið rangar niðurstöður á Leitarstöðinni, er sök varpað á einn fyrrverandi (og nánast nafngreindan) starfsmann – og það vegna veikinda hans!“ skrifar Álfheiður. „En til að forðast einnig að taka ábyrgð á þeirri ásökun er skýrt tekið fram í yfirlýsingu félagsins að „ekki sé hægt að fullyrða um hvort heilsubrestur viðkomandi hefði stuðlað að því sem gerðist.“ Siðleysi!“ „Mannleg mistök sem alltaf geta orðið“ mikil einföldun Álfheiður tekur fram að sér hafi verið annt um Krabbameinsfélagið en sjálf fór hún í krabbameinsmeðferð árin 1999 og 2007. Hún hafi stutt við félagið eins og henni var unnt í embætti sínu sem heilbrigðisráðherra. En nú vandar hún félaginu ekki kveðjurnar. „Nú er ég lömuð og öskureið yfir aumingjadómnum sem birtist í kattarþvotti stjórnenda KÍ. Og get ekki fyrirgefið hversu grátt þeir hafa leikið hugsjónir þeirra sem byggðu upp þetta merka félag, en þeirra á meðal var faðir minn, sem var gjaldkeri KÍ um árabil og sat í vísindaráði þess. Það urðu hörmuleg mistök. Það er hægt að kalla þau „mannleg mistök sem alltaf geta orðið“. En eftir kvöldið í kvöld er ljóst að það er mikil einföldun. Ég get ekki orða bundist.“ Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verið væri að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Sjá meira
Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16
Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21
Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31