Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2020 11:05 Forsetakosningarnar byrja í raun í dag þar sem hundruð þúsunda kjörseðla eru sendir til kjósenda í Norður-Karólínu. AP/Nati Harnik Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. Líklegt sé að kosningakortið verði rauðara en oft áður til að byrja með en muni blána á næstu dögum og vikum eftir kosningarnar. Það er, að Donald Trump, forseti, muni í fyrstu líta út fyrir að hafa unnið, áður en búið er að telja öll atkvæðin, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, vinni að endingu. Trump, sem hefur ítrekað ranglega haldið því fram að póstatkvæðum fylgi umfangsmikið kosningasvindl, gæti því lýst yfir sigri eða reynt að gera mögulegan sigur Biden ótrúverðugan. Fréttakona Axios, tók nýverið viðtal við framkvæmdastjóra greiningarfyrirtækisins Hawkfish, sem stofnað var af Michael Bloomberg og hefur unnið fyrir Demókrataflokkinn. Hann sagði þetta raunverulegan möguleika í nóvember og kallaði þessa sviðsmynd „Rauða hillingu“. Rauður er litur Repúblikana en blár er litur Demókrata. Hér má sjá viðtalið við Josh Mendelsohn. Í forsetakosningum 2016 greiddu fjórðungur kjósenda atkvæði í pósti en nú er búist við því að rúmlega helmingur kjósenda geri það. Nokkur ríki hafa um árabil sent kjörseðla til allra kjósenda og víða annars staðar hefur verið umræðu að gera kjósendum auðveldara að fá atkvæði í pósti vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Forsetakosningarnar eru í raun byrjaðar þar sem kjósendur í Norður-Karólínu geta byrjað að senda inn atkvæði sín í dag. Þar byrja embættismenn á því að senda út kjörseðla til 600 þúsund kjósenda. Það er, samkvæmt AP fréttaveitunni, rúmlega sextán sinnum fleiri kjörseðlar en sendir voru út í forsetakosningunum 2016. Víðast hvar í Bandaríkjunum hafa mun fleiri beðið um kjörseðil í pósti en gert hefur verið áður. Það tekur lengri tíma að telja póstatkvæði og víða í Bandaríkjunum eru atkvæði gild, ef þau eru send fyrir eða á kjördag og berast til kjörstjórna eftir kjördag. Demókratar mun líklegri til að biðja um póstatkvæði Vísbendingar eru um að kjósendur Demókrataflokksins séu mun líklegri til að biðja um kjörseðil í pósti. Allt þetta gefur til kynna að á kosninganóttinni sjálfri, 3. nóvember, muni staða Biden líta mun verr út en hún verður í rauninni. Það sama gerðist í raun árið 2016, eins og rifjað er upp í frétt CNN. Þegar Trump hélt sigurræðu sína var hann um 950 þúsund atkvæðum yfir Hillary Clinton. Þegar talningu var lokið var ljóst að hún hafði fengið um 2,9 milljónum fleiri atkvæði en hann. Í þingkosningunum 2018 var Repúblikaninn Martha McSally með 15.403 atkvæða forskot á mótframbjóðanda sinn til öldungadeildarinnar fyrir Arizona á kosninganóttinni sjálfri. Nokkrum dögum síðar, þegar búið var að telja póst- og utankjörfundaratkvæði, var Demókratinn Kyrsten Sinema, sigurvegari kosninganna og vann hún með 71.303 atkvæðum. Trump og stuðningsmenn hans hafa varið miklu púðri í að grafa undan trúverðugleika póstatkvæða að undanförnu. Hann hefur meðal annars ranglega sakað Demókrata um að vilja senda kjörseðla til allra skráðra kjósenda og haldið því fram að öll atkvæði sem berist eftir kjördag, sama hvenær þau eru send, eigi ekki að gilda. Samhliða því að grafa undan póstatkvæðum hefur Trump verið sakaður um að grafa undan bandaríska Póstinum. Hann viðurkenndi nýverið að hann væri mótfallin auknu fjármagni til Póstsins svo stofnunin ætti erfiðara með að bregðast við auknu álagi í tengslum við kosningarnar. Eftir að Axios birti viðtalið við framkvæmdastjóra Hawkfish, hefur forsetinn gefið í skyn að það sé til marks um að verið sé að svindla á honum. Að kosningarnar, sem eru framkvæmdar af hans eigin stjórnvöldum, séu ósanngjarnar gegn. Að verið sé að svindla á honum. Sérfræðingar segja kosningasvik tengt póstatkvæðum mjög sjaldgæft. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, var spurður að því í síðasta mánuði hvort hann gæti vísað til sönnunar eða dæmis um umfangsmikil kosningasvik sem tengjast póstatkvæðum. Hann gat það ekki en sagði: „Það eru heldur engar sannanir fyrir því að svik hafi ekki átt sér stað.“ CNN s @jakestapper: "There is no evidence of widespread voter fraud."White House chief of staff Mark Meadows: "There s no evidence that there s not either. That s the definition of fraud, Jake." #CNNSOTU https://t.co/F6hQkaEele pic.twitter.com/g9XXgz2ZBS— CNN Politics (@CNNPolitics) August 16, 2020 Trump deildi tísti frá Raheem Kassam, ritstjóra hægri sinnaða miðilsins National Pulse, sem sagði spár Hawkfish til marks um að Demókratar og fjölmiðlar vestanhafs væru að undirbúa sig fyrir það að hafna sigri Trump. Með deilingu sinni velti Trump fyrir sér hvort búið væri að hagræða kosningunum. Hann gerði það einnig ítrekað í aðdraganda kosninganna 2016. Rigged Election? https://t.co/LK0gp40luC— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 2, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Facebook ætlar að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Facebook mun hætta að birta nýjar pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þar að auki er verið að undirbúa sérstakar merkingar fyrir færslur þar sem stjórnmálamenn eða framboð reyna að eigna sér sigur áður en niðurstöður liggja fyrir. 3. september 2020 15:55 Hvatti kjósendur sína til að fremja kosningasvik Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. 2. september 2020 23:55 Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. Líklegt sé að kosningakortið verði rauðara en oft áður til að byrja með en muni blána á næstu dögum og vikum eftir kosningarnar. Það er, að Donald Trump, forseti, muni í fyrstu líta út fyrir að hafa unnið, áður en búið er að telja öll atkvæðin, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, vinni að endingu. Trump, sem hefur ítrekað ranglega haldið því fram að póstatkvæðum fylgi umfangsmikið kosningasvindl, gæti því lýst yfir sigri eða reynt að gera mögulegan sigur Biden ótrúverðugan. Fréttakona Axios, tók nýverið viðtal við framkvæmdastjóra greiningarfyrirtækisins Hawkfish, sem stofnað var af Michael Bloomberg og hefur unnið fyrir Demókrataflokkinn. Hann sagði þetta raunverulegan möguleika í nóvember og kallaði þessa sviðsmynd „Rauða hillingu“. Rauður er litur Repúblikana en blár er litur Demókrata. Hér má sjá viðtalið við Josh Mendelsohn. Í forsetakosningum 2016 greiddu fjórðungur kjósenda atkvæði í pósti en nú er búist við því að rúmlega helmingur kjósenda geri það. Nokkur ríki hafa um árabil sent kjörseðla til allra kjósenda og víða annars staðar hefur verið umræðu að gera kjósendum auðveldara að fá atkvæði í pósti vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Forsetakosningarnar eru í raun byrjaðar þar sem kjósendur í Norður-Karólínu geta byrjað að senda inn atkvæði sín í dag. Þar byrja embættismenn á því að senda út kjörseðla til 600 þúsund kjósenda. Það er, samkvæmt AP fréttaveitunni, rúmlega sextán sinnum fleiri kjörseðlar en sendir voru út í forsetakosningunum 2016. Víðast hvar í Bandaríkjunum hafa mun fleiri beðið um kjörseðil í pósti en gert hefur verið áður. Það tekur lengri tíma að telja póstatkvæði og víða í Bandaríkjunum eru atkvæði gild, ef þau eru send fyrir eða á kjördag og berast til kjörstjórna eftir kjördag. Demókratar mun líklegri til að biðja um póstatkvæði Vísbendingar eru um að kjósendur Demókrataflokksins séu mun líklegri til að biðja um kjörseðil í pósti. Allt þetta gefur til kynna að á kosninganóttinni sjálfri, 3. nóvember, muni staða Biden líta mun verr út en hún verður í rauninni. Það sama gerðist í raun árið 2016, eins og rifjað er upp í frétt CNN. Þegar Trump hélt sigurræðu sína var hann um 950 þúsund atkvæðum yfir Hillary Clinton. Þegar talningu var lokið var ljóst að hún hafði fengið um 2,9 milljónum fleiri atkvæði en hann. Í þingkosningunum 2018 var Repúblikaninn Martha McSally með 15.403 atkvæða forskot á mótframbjóðanda sinn til öldungadeildarinnar fyrir Arizona á kosninganóttinni sjálfri. Nokkrum dögum síðar, þegar búið var að telja póst- og utankjörfundaratkvæði, var Demókratinn Kyrsten Sinema, sigurvegari kosninganna og vann hún með 71.303 atkvæðum. Trump og stuðningsmenn hans hafa varið miklu púðri í að grafa undan trúverðugleika póstatkvæða að undanförnu. Hann hefur meðal annars ranglega sakað Demókrata um að vilja senda kjörseðla til allra skráðra kjósenda og haldið því fram að öll atkvæði sem berist eftir kjördag, sama hvenær þau eru send, eigi ekki að gilda. Samhliða því að grafa undan póstatkvæðum hefur Trump verið sakaður um að grafa undan bandaríska Póstinum. Hann viðurkenndi nýverið að hann væri mótfallin auknu fjármagni til Póstsins svo stofnunin ætti erfiðara með að bregðast við auknu álagi í tengslum við kosningarnar. Eftir að Axios birti viðtalið við framkvæmdastjóra Hawkfish, hefur forsetinn gefið í skyn að það sé til marks um að verið sé að svindla á honum. Að kosningarnar, sem eru framkvæmdar af hans eigin stjórnvöldum, séu ósanngjarnar gegn. Að verið sé að svindla á honum. Sérfræðingar segja kosningasvik tengt póstatkvæðum mjög sjaldgæft. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, var spurður að því í síðasta mánuði hvort hann gæti vísað til sönnunar eða dæmis um umfangsmikil kosningasvik sem tengjast póstatkvæðum. Hann gat það ekki en sagði: „Það eru heldur engar sannanir fyrir því að svik hafi ekki átt sér stað.“ CNN s @jakestapper: "There is no evidence of widespread voter fraud."White House chief of staff Mark Meadows: "There s no evidence that there s not either. That s the definition of fraud, Jake." #CNNSOTU https://t.co/F6hQkaEele pic.twitter.com/g9XXgz2ZBS— CNN Politics (@CNNPolitics) August 16, 2020 Trump deildi tísti frá Raheem Kassam, ritstjóra hægri sinnaða miðilsins National Pulse, sem sagði spár Hawkfish til marks um að Demókratar og fjölmiðlar vestanhafs væru að undirbúa sig fyrir það að hafna sigri Trump. Með deilingu sinni velti Trump fyrir sér hvort búið væri að hagræða kosningunum. Hann gerði það einnig ítrekað í aðdraganda kosninganna 2016. Rigged Election? https://t.co/LK0gp40luC— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 2, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Facebook ætlar að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Facebook mun hætta að birta nýjar pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þar að auki er verið að undirbúa sérstakar merkingar fyrir færslur þar sem stjórnmálamenn eða framboð reyna að eigna sér sigur áður en niðurstöður liggja fyrir. 3. september 2020 15:55 Hvatti kjósendur sína til að fremja kosningasvik Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. 2. september 2020 23:55 Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00
Facebook ætlar að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Facebook mun hætta að birta nýjar pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þar að auki er verið að undirbúa sérstakar merkingar fyrir færslur þar sem stjórnmálamenn eða framboð reyna að eigna sér sigur áður en niðurstöður liggja fyrir. 3. september 2020 15:55
Hvatti kjósendur sína til að fremja kosningasvik Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. 2. september 2020 23:55
Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00
Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08