Segir stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2020 07:46 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, virðist ekki gefa mikið skrif Jóns Ívars Einarssonar, kvensjúkdómalæknis og prófessors við Harvard-háskóla, um kórónuveirufaraldurinn og aðgerðirnar sem stjórnvöld hafa gripið til hér á landi, bæði innanlands og við landamærin. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. Ástæðan sé sú að heimkomusmitgát sé skilgreind þannig að enginn möguleiki sé á því að ákvarða hvort fólk framfylgi henni eða ekki. Grein Kára er svar við grein Jóns Ívars Einarssonar, kvensjúkdómalæknis og prófessors við Harvard-háskóla sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði Jón Ívar að honum þættu aðgerðir á landamærum ekki í samræmi við þá stöðu sem er uppi hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og utan meðalhófs. Hann skoraði á stjórnvöld að endurmeta ákvarðanir um hvernig málum er háttað á landamærunum en tók það skýrt fram að hann væri ekki að tala fyrir því að tala fyrir því að opna landið upp á gátt „heldur halda áfram með tvöfalda skimun í bili og taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar.“ Þá sagði Jón Ívar áfram mjög mikilvægt að halda áfram aðgerðum innanlands: „[…] þ.e.a.s. iðka smitvarnir, vernda viðkvæma hópa, o.s.frv. Mér finnst raunar sums staðar að ekki hafi verið nægilega langt gengið, t.d. ættu þeir sem sinna aðhlynningu á hjúkrunarheimilum alltaf að vera með grímu í vinnunni. Það var ekki gert lengi vel en hefur vonandi breyst.“ „Opið bréf til Garðars Hólm“ Svargrein Kára í dag ber yfirskriftina „Opið bréf til Garðars Hólm“. Garðar Hólm úr Brekkukotsannál Halldórs Laxness er án efa ein eftirminnilegasta persóna íslenskra bókmennta og hefur honum meðal annars verið lýst á eftirfarandi hátt af Óttari Guðmundssyni, geðlækni, í grein í Stundinni: „Hann er fulltrúi þeirra Íslendinga á erlendri grund sem eru alltaf við það að slá í gegn. Þjóðin bíður í ofvæni eftir því að hann springi út eins fífill í hlaðvarpa og syngi jafn vel og sagt er að hann geri. En söngvarinn kemur sér alltaf undan væntingum og hverfur af landi brott þegar hæst stendur í stönginni.“ Það má segja að bæði yfirskrift greinar Kára og svo greinin sjálf bendi ekki til annars en að honum þyki ekki mikið til skrifa Jóns Ívars koma. Kári segir að Jón Ívar snúi dæminu á hvolf með því að gefa í skyn að ástandið á Íslandi sé gott og þess vegna eigi að slaka á kröfum við landamærin en herða aðgerðir innanlands. Ástandið hér sé gott og fari batnandi sem geri það mögulegt að slaka á sóttvarnakröfum innanlands svo lífið færist í nokkuð eðlilegt horf. Ef hins vegar yrði slakað á kröfum við landamærin sé ljóst að smitum myndi fjölga; gögnin sýni það. Væri engin ástæða til að verja landamærin ef mikið væri um smit í landinu Fjölgun smita myndi svo þýða það að herða þyrfti tökin innanlands með tilheyrandi takmörkunum fyrir til dæmis skóla og menningarlíf. „Vegna þess að lítið er um smit á Íslandi viljum við koma í veg fyrir að þau berist inn frá öðrum löndum. Ef mikið væri um smit í landinu væri engin ástæða til þess að verja landamærin með skimunum og sóttkví. Þú leggur meira að segja til að fimm daga sóttkví verði skipt út fyrir heimasmitgát sem væri stórhættulegt vegna þess að hún er skilgreind þannig að það er enginn möguleiki að ákvarða hvort fólk framfylgir henni,“ segir Kári í grein sinni sem hann lýkur svo á þessum orðum: „Jón Ívar, þannig er mál með vexti að þótt þú hefðir rétt fyrir þér og Boston væri nafli alheimsins veitir það þér ekki réttinn til þess að halda því fram að ö sé á undan a í stafrófinu. Það er nefnilega fyrir löngu búið að sýna fram á að þótt maður hafi heimsótt mikil óperuhús veitir það enga vissu fyrir því að hann kunni að syngja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. Ástæðan sé sú að heimkomusmitgát sé skilgreind þannig að enginn möguleiki sé á því að ákvarða hvort fólk framfylgi henni eða ekki. Grein Kára er svar við grein Jóns Ívars Einarssonar, kvensjúkdómalæknis og prófessors við Harvard-háskóla sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði Jón Ívar að honum þættu aðgerðir á landamærum ekki í samræmi við þá stöðu sem er uppi hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og utan meðalhófs. Hann skoraði á stjórnvöld að endurmeta ákvarðanir um hvernig málum er háttað á landamærunum en tók það skýrt fram að hann væri ekki að tala fyrir því að tala fyrir því að opna landið upp á gátt „heldur halda áfram með tvöfalda skimun í bili og taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar.“ Þá sagði Jón Ívar áfram mjög mikilvægt að halda áfram aðgerðum innanlands: „[…] þ.e.a.s. iðka smitvarnir, vernda viðkvæma hópa, o.s.frv. Mér finnst raunar sums staðar að ekki hafi verið nægilega langt gengið, t.d. ættu þeir sem sinna aðhlynningu á hjúkrunarheimilum alltaf að vera með grímu í vinnunni. Það var ekki gert lengi vel en hefur vonandi breyst.“ „Opið bréf til Garðars Hólm“ Svargrein Kára í dag ber yfirskriftina „Opið bréf til Garðars Hólm“. Garðar Hólm úr Brekkukotsannál Halldórs Laxness er án efa ein eftirminnilegasta persóna íslenskra bókmennta og hefur honum meðal annars verið lýst á eftirfarandi hátt af Óttari Guðmundssyni, geðlækni, í grein í Stundinni: „Hann er fulltrúi þeirra Íslendinga á erlendri grund sem eru alltaf við það að slá í gegn. Þjóðin bíður í ofvæni eftir því að hann springi út eins fífill í hlaðvarpa og syngi jafn vel og sagt er að hann geri. En söngvarinn kemur sér alltaf undan væntingum og hverfur af landi brott þegar hæst stendur í stönginni.“ Það má segja að bæði yfirskrift greinar Kára og svo greinin sjálf bendi ekki til annars en að honum þyki ekki mikið til skrifa Jóns Ívars koma. Kári segir að Jón Ívar snúi dæminu á hvolf með því að gefa í skyn að ástandið á Íslandi sé gott og þess vegna eigi að slaka á kröfum við landamærin en herða aðgerðir innanlands. Ástandið hér sé gott og fari batnandi sem geri það mögulegt að slaka á sóttvarnakröfum innanlands svo lífið færist í nokkuð eðlilegt horf. Ef hins vegar yrði slakað á kröfum við landamærin sé ljóst að smitum myndi fjölga; gögnin sýni það. Væri engin ástæða til að verja landamærin ef mikið væri um smit í landinu Fjölgun smita myndi svo þýða það að herða þyrfti tökin innanlands með tilheyrandi takmörkunum fyrir til dæmis skóla og menningarlíf. „Vegna þess að lítið er um smit á Íslandi viljum við koma í veg fyrir að þau berist inn frá öðrum löndum. Ef mikið væri um smit í landinu væri engin ástæða til þess að verja landamærin með skimunum og sóttkví. Þú leggur meira að segja til að fimm daga sóttkví verði skipt út fyrir heimasmitgát sem væri stórhættulegt vegna þess að hún er skilgreind þannig að það er enginn möguleiki að ákvarða hvort fólk framfylgir henni,“ segir Kári í grein sinni sem hann lýkur svo á þessum orðum: „Jón Ívar, þannig er mál með vexti að þótt þú hefðir rétt fyrir þér og Boston væri nafli alheimsins veitir það þér ekki réttinn til þess að halda því fram að ö sé á undan a í stafrófinu. Það er nefnilega fyrir löngu búið að sýna fram á að þótt maður hafi heimsótt mikil óperuhús veitir það enga vissu fyrir því að hann kunni að syngja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira