Fyrst og fremst mjög þakklátur að fá þetta tækifæri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2020 19:15 Ísak Bergmann var hógvær með eindæmum er hann ræddi við Gaupa í dag. Mynd/Stöð 2 Nýjasta stjarna íslenska fótboltans - Ísak Bergmann Jóhannesson - ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Hann er þakklátur fyrir að hafa verið valinn í U21 árs landslið Íslands þrátt fyrir ungan aldur. Ísak Bergmann var aðeins 15 ára gamall þegar hann fór til Norrköping í Svíþjóð. Nú 17 ára gamall er hann orðinn fastamaður í liðinu sem er í efri hluta deildarinnar, þá var hann valinn í U21 árs landslið Íslands og æfði með þeim í dag. Viðtal hans við Gaupa í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Mjög þakklátur fyrir tækifærið og traustið sem ég hef fengið frá þjálfaranum. Það var náttúrulega gaman að geta hjálpað liðinu eins mikið og ég gat með því að leggja upp eða skora. En ég reyni bara alltaf að gera mitt besta,“ sagði Ísak Bergmann við Gaupa á Víkingsvelli í dag. Norrköping byrjaði tímabilið af krafti en situr nú í 5. sæti með 28 stig eftir 18 leiki en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Liðinu ekki gengið alveg eins og við viljum en tímabil eru upp og niður. Við þurfum bara að tækla það og koma til baka sterkari.“ „Ég fór inn í tímabilið með það að markmiði að vinna mér inn byrjunarliðssæti eins fljótt og ég gæti. Það tókst og núna er ég á þeim stað ég vill halda sætinu mínu og ég ætla mér að gera það,“ sagði Ísak um markmið sitt fyrir tímabilið. Þá spurði Gaupi hann út í alla þá athygli sem hann hefur fengið frá fjölmiðlum, bæði hér heima sem og ytra. „Ég reyni að pæla sem minnst í því. Ég hef lært að vera ekkert að spá í því þegar gengur vel og heldur ekki þegar gengur illa. Auðvitað er samt gaman að sjá í fjölmiðlum þegar gengur vel.“ „Ég er fyrst og fremst þakklátur að fá þetta tækifæri. Að fá að spila með U21 árs landsliðinu er geggjað svo nei ég spáði voða lítið í því. Var mjög þakklátur að fá að spila hér í þessu skemmtilega verkefni sem við fáum gegn Svíþjóð á morgun. Þekki nokkra í sænska liðinu svo þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak Bergmenn að lokum aðspurður hvort það hefði verið svekkjandi að fá ekki tækifæri með A-landsliðinu. Ísland mætir Svíþjóð á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumóts landsliða 21 árs og yngri á Víkingsvelli á morgun. Ísland þarf sigur til að komast nær toppliðum riðilsins sem og að hleypa sænska liðinu ekki upp fyrir sig. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsending þar klukkan 16:20. Klippa: Ísak Bergman þakklátur fyrir tækifærið Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Nýjasta stjarna íslenska fótboltans - Ísak Bergmann Jóhannesson - ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Hann er þakklátur fyrir að hafa verið valinn í U21 árs landslið Íslands þrátt fyrir ungan aldur. Ísak Bergmann var aðeins 15 ára gamall þegar hann fór til Norrköping í Svíþjóð. Nú 17 ára gamall er hann orðinn fastamaður í liðinu sem er í efri hluta deildarinnar, þá var hann valinn í U21 árs landslið Íslands og æfði með þeim í dag. Viðtal hans við Gaupa í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Mjög þakklátur fyrir tækifærið og traustið sem ég hef fengið frá þjálfaranum. Það var náttúrulega gaman að geta hjálpað liðinu eins mikið og ég gat með því að leggja upp eða skora. En ég reyni bara alltaf að gera mitt besta,“ sagði Ísak Bergmann við Gaupa á Víkingsvelli í dag. Norrköping byrjaði tímabilið af krafti en situr nú í 5. sæti með 28 stig eftir 18 leiki en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Liðinu ekki gengið alveg eins og við viljum en tímabil eru upp og niður. Við þurfum bara að tækla það og koma til baka sterkari.“ „Ég fór inn í tímabilið með það að markmiði að vinna mér inn byrjunarliðssæti eins fljótt og ég gæti. Það tókst og núna er ég á þeim stað ég vill halda sætinu mínu og ég ætla mér að gera það,“ sagði Ísak um markmið sitt fyrir tímabilið. Þá spurði Gaupi hann út í alla þá athygli sem hann hefur fengið frá fjölmiðlum, bæði hér heima sem og ytra. „Ég reyni að pæla sem minnst í því. Ég hef lært að vera ekkert að spá í því þegar gengur vel og heldur ekki þegar gengur illa. Auðvitað er samt gaman að sjá í fjölmiðlum þegar gengur vel.“ „Ég er fyrst og fremst þakklátur að fá þetta tækifæri. Að fá að spila með U21 árs landsliðinu er geggjað svo nei ég spáði voða lítið í því. Var mjög þakklátur að fá að spila hér í þessu skemmtilega verkefni sem við fáum gegn Svíþjóð á morgun. Þekki nokkra í sænska liðinu svo þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak Bergmenn að lokum aðspurður hvort það hefði verið svekkjandi að fá ekki tækifæri með A-landsliðinu. Ísland mætir Svíþjóð á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumóts landsliða 21 árs og yngri á Víkingsvelli á morgun. Ísland þarf sigur til að komast nær toppliðum riðilsins sem og að hleypa sænska liðinu ekki upp fyrir sig. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsending þar klukkan 16:20. Klippa: Ísak Bergman þakklátur fyrir tækifærið
Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira