Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa sofið í netöryggismálum Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2020 19:20 Öll fjarskipti Íslendinga fara um þrjá sæstrengi sem allir fara um danskt yfirráðasvæði. Danir hafa veitt Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna aðgang að sínum kerfum. Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa verið sofandi í netöryggismálum. En þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í dag að Danir hefðu veitt Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna aðgang að sæstrengjum sem tengdust öllum netsamskiptum Íslendinga. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að þessar nýlegu upplýsingar um samantekin ráð tveggja vinaþjóða væru óþægilegar fréttir þar sem málið snerti Íslendinga beint. Smári McCarthy segir Bandaríkjamenn hafa sýnt að þeir séu tilbúnir til að hlera vini sína og Íslendingar ættu ekki að halda að þeir væru þar undanskildir.Vísir/Vilhelm „Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara um þessa þrjá sæstrengi,“ sagði Smári. Bandaríkjamenn hafi sýnt að þeir væru tilbúnir til að njósna um vini sína eins og kanslara Þýskalands. Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa sofið á verðinum í netöryggismálum. Auðvelt getur verið að hlera öll samskipti Íslendinga að mati Smára McCarthy.Getty/Christoph Burgstedt „Þannig að mér finnst eðlilegt að spyrja hæstvirtan utanríkisráðherra: Hefur hann rætt við dönsk eða bandarísk stjórnvöld um þessar tilteknu njósnir. Hafa bandarísk stjórnvöld farið fram á að fá að njósna hér á landi með beinum hætti eins og þau hafa gert í Danmörku. Og hefur hann leitast eftir upplýsingum um þessa áhættu og hvernig hægt sé að meta hana til að koma í veg fyrir hana,“ spurði Smári. „Þetta einstaka mál sem háttvirtur þingmaður nefnir hér er því miður ekkert einsdæmi. Maður þarf að fá betri upplýsigar hvað það varðar. Ég þarf ekki að taka fram að það hefur enginn komið til mín, hvorki frá því landi sem háttvirtur þingmaður nefndi eða öðrum, og beðið mig um að fá að njósna um Íslendinga. Þa hefur ekki dottið inn hjá mér,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Bandaríkjamenn hafa sýnt Íslandi mikinn áhug undanfarin misseri eins og heimsóknir Mike Pence varaforseta og Mike Pompeo uranríkisráðherra eru til staðfestingar um.Vísir/ Vilhelm Framundan væru fundir með utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem þessi mál verði rædd. Íslendingar hafi ekki verið nógu vakandi í þessum málaflokki sem ætti að vera í forgangi. „Og ég hef vakið athygli á því hvað eftir annað að þetta eru mikilvæg mál. Öryggismál eru ekki bara þessi hefðbundnu öryggismál sem við þekkjum síðustu áratugi. Heimurinn er að breytast. Tækninni hefur fleygt mjög fram og við erum að sjá ógnir sem við höfum ekki séð áður,“ sagði Guðlaugur Þór. Bandaríkin Danmörk Netöryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa verið sofandi í netöryggismálum. En þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í dag að Danir hefðu veitt Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna aðgang að sæstrengjum sem tengdust öllum netsamskiptum Íslendinga. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að þessar nýlegu upplýsingar um samantekin ráð tveggja vinaþjóða væru óþægilegar fréttir þar sem málið snerti Íslendinga beint. Smári McCarthy segir Bandaríkjamenn hafa sýnt að þeir séu tilbúnir til að hlera vini sína og Íslendingar ættu ekki að halda að þeir væru þar undanskildir.Vísir/Vilhelm „Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara um þessa þrjá sæstrengi,“ sagði Smári. Bandaríkjamenn hafi sýnt að þeir væru tilbúnir til að njósna um vini sína eins og kanslara Þýskalands. Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa sofið á verðinum í netöryggismálum. Auðvelt getur verið að hlera öll samskipti Íslendinga að mati Smára McCarthy.Getty/Christoph Burgstedt „Þannig að mér finnst eðlilegt að spyrja hæstvirtan utanríkisráðherra: Hefur hann rætt við dönsk eða bandarísk stjórnvöld um þessar tilteknu njósnir. Hafa bandarísk stjórnvöld farið fram á að fá að njósna hér á landi með beinum hætti eins og þau hafa gert í Danmörku. Og hefur hann leitast eftir upplýsingum um þessa áhættu og hvernig hægt sé að meta hana til að koma í veg fyrir hana,“ spurði Smári. „Þetta einstaka mál sem háttvirtur þingmaður nefnir hér er því miður ekkert einsdæmi. Maður þarf að fá betri upplýsigar hvað það varðar. Ég þarf ekki að taka fram að það hefur enginn komið til mín, hvorki frá því landi sem háttvirtur þingmaður nefndi eða öðrum, og beðið mig um að fá að njósna um Íslendinga. Þa hefur ekki dottið inn hjá mér,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Bandaríkjamenn hafa sýnt Íslandi mikinn áhug undanfarin misseri eins og heimsóknir Mike Pence varaforseta og Mike Pompeo uranríkisráðherra eru til staðfestingar um.Vísir/ Vilhelm Framundan væru fundir með utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem þessi mál verði rædd. Íslendingar hafi ekki verið nógu vakandi í þessum málaflokki sem ætti að vera í forgangi. „Og ég hef vakið athygli á því hvað eftir annað að þetta eru mikilvæg mál. Öryggismál eru ekki bara þessi hefðbundnu öryggismál sem við þekkjum síðustu áratugi. Heimurinn er að breytast. Tækninni hefur fleygt mjög fram og við erum að sjá ógnir sem við höfum ekki séð áður,“ sagði Guðlaugur Þór.
Bandaríkin Danmörk Netöryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira