Kletturinn og fjölskylda smituðust öll af kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 06:28 Leikarinn Dwayne Johnson er betur þekktur sem The Rock. Getty/Albert L. Ortega Bandaríski leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock eða Kletturinn, smitaðist á dögunum af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Þá smituðust eiginkona hans og tvær dætur einnig en Johnson tilkynnti um veikindi fjölskyldunnar á Instagram-síðu sinni. Fjallað er um málið á vef BBC. Hann sagði að það hefði verið líkt og að fá spark í magann að greinast jákvæður. „Nú erum við komin yfir þetta og ekki lengur smitandi. Þökk sé guði þá erum við heilbrigð,“ sagði Johnson. Fjölskyldan smitaðist af veirunni fyrir um tveimur og hálfri viku af nánum vinum sínum sem hafa ekki hugmynd um hvernig þeir smituðust. „Ég get sagt ykkur að þetta hefur verið eitt af því erfiðasta og mest krefjandi sem við fjölskyldan höfum gengið í gegnum. Að fá Covid-19 er miklu verra en að komast yfir slæm meiðsli, vera borinn út eða í fjárhagsvandræðum, sem ég hef verið oftar en einu sinni,“ sagði Johnson og bætti við að það væri alltaf efst á forgangslista hans að vernda fjölskylduna sína. Þá sagðist hann vera hissa á því hvernig stjórnmálamenn beiti umræðunni um grímunotkun í pólitískum tilgangi. „Þetta hefur ekkert með pólitík að gera. Vertu með grímu. Það er það sem er rétt að gera,“ sagði Johnson. View this post on Instagram Stay disciplined. Boost your immune system. Commit to wellness. Wear your mask. Protect your family. Be strict about having people over your house or gatherings. Stay positive. And care for your fellow human beings. Stay healthy, my friends. DJ #controlthecontrollables A post shared by therock (@therock) on Sep 2, 2020 at 3:26pm PDT Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Hollywood Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Sjá meira
Bandaríski leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock eða Kletturinn, smitaðist á dögunum af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Þá smituðust eiginkona hans og tvær dætur einnig en Johnson tilkynnti um veikindi fjölskyldunnar á Instagram-síðu sinni. Fjallað er um málið á vef BBC. Hann sagði að það hefði verið líkt og að fá spark í magann að greinast jákvæður. „Nú erum við komin yfir þetta og ekki lengur smitandi. Þökk sé guði þá erum við heilbrigð,“ sagði Johnson. Fjölskyldan smitaðist af veirunni fyrir um tveimur og hálfri viku af nánum vinum sínum sem hafa ekki hugmynd um hvernig þeir smituðust. „Ég get sagt ykkur að þetta hefur verið eitt af því erfiðasta og mest krefjandi sem við fjölskyldan höfum gengið í gegnum. Að fá Covid-19 er miklu verra en að komast yfir slæm meiðsli, vera borinn út eða í fjárhagsvandræðum, sem ég hef verið oftar en einu sinni,“ sagði Johnson og bætti við að það væri alltaf efst á forgangslista hans að vernda fjölskylduna sína. Þá sagðist hann vera hissa á því hvernig stjórnmálamenn beiti umræðunni um grímunotkun í pólitískum tilgangi. „Þetta hefur ekkert með pólitík að gera. Vertu með grímu. Það er það sem er rétt að gera,“ sagði Johnson. View this post on Instagram Stay disciplined. Boost your immune system. Commit to wellness. Wear your mask. Protect your family. Be strict about having people over your house or gatherings. Stay positive. And care for your fellow human beings. Stay healthy, my friends. DJ #controlthecontrollables A post shared by therock (@therock) on Sep 2, 2020 at 3:26pm PDT
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Hollywood Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila