Blóðug slagsmál á Olísstöðinni á Sigló Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2020 16:52 Þegar lögreglu bar að garði var mesti atgangurinn búinn. Slagsmálahundunum var fylgt til skips en þar með var ekki sagan öll. Eldri Siglfirðingur, sem lagði leið sína í verslun Olís við höfnina á Siglufirði þar sem hann ætlaði að kaupa sér lottómiða, varð frá að hverfa. Inni í búðinni voru blóðug slagsmál. Fullorðnir karlmenn, sex talsins, létu hnefana tala. Svakalegur atgangur Þetta var seinnipart sunnudags. Vísir hefur rætt við nokkur vitni, sem vilja ekki láta nafns síns getið, en þeim ber saman um að atgangurinn hafi verið svakalegur. Lögreglunni var gert viðvart en hún kom seint og illa, eins og einn viðmælandi Vísis orðar það, og var þá tekið að sljákka í slagsmálahundunum. En lögreglan greip inn í og þar með var það búið. Bensínstöð Olís er starfrækt við höfnina á Siglufirði en á bensínstöðinni er þvottaplan og loftdæla. Þar er einnig hægt að fá sér ýmsan skyndibita, nammi og ís úr vél og voru þó nokkrir viðstaddir og horfðu upp á ósköpin. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir að á sunnudaginn korter yfir fjögur hafi tilkynning borist lögreglunni um átök sem eigi sér stað inná afgreiðslu Olís á Siglufirði. Óróaseggjunum fylgt til skips „Lögreglumenn sem fengu tilkynninguna og voru á vakt voru við störf á Dalvík.“ Umdæmið er víðfeðmt, tveir lögreglumenn eru að störfum hverju sinni á Tröllaskaganum. „Þeir snöruðu sér yfir á Siglufjörð, hringdu reyndar á undan sér og kölluðu út tvo lögreglumenn sem voru í fríi á Siglufirði.“ Siglufjörður er alla jafna friðsæll bær en á sunnudaginn létu menn hnefana tala, á Olísstöðinni. Gömlum manni var svo brugðið að hann þurfti frá að hverfa og fór seinna eftir lottómiðanum sínum.Visir/Jói K Að sögn Jóhannesar var talsvert af fólki á staðnum en engin átök. Jóhannes gluggar í dagbók lögreglu. Og segir að uppúr kafinu hafi komið að þarna voru sjómenn af erlendu bergi brotnir, skipverjar á skipi sem þarna var í höfn. „Nokkrir ölvaðir eða í annarlegu ástandi og hafði komið til handalögmála á milli þeirra. Það var nú sest rykið þegar lögreglan kom. Lendingin varð sú að þeim er fylgt til skips flestum og talað við ráðamenn um borð. Það endar svo þannig að allir þeir sem áttu hlut að máli fóru til skips aftur.“ Einn skipverja svaf úr sér í fangaklefa á Akureyri En, þar með er ekki sagan öll. Einn af þeim sem ekki var búinn að jafna sig lét ófriðlega um borð. Skipsstjórnendur kölluðu lögreglu til sem endaði með því að óróaseggurinn var fjarlægður og látinn sofa úr sér í fangaklefa á Akureyri. Jóhannes segir að ekkert liggi glögglega fyrir um tildrög og ástæður enda spila tungumálaörðuleikar þar inn í, erfitt er að fá greinargóðar lýsingar. „Þetta var einhver kýtíngur, byrjaði þannig eins og oft vill verða, stigmagnast og sem endaði með einhverjum hnefahöggum. Lögregla þurfti ekki að beita neinu valdi nema við handtöku á manninum í skipinu. Enginn sem þurfti að leita aðhlynningar hjá heilbrigðisstarfsfólki svo við vitum,“ segir Jóhannes. Lögreglumál Fjallabyggð Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Eldri Siglfirðingur, sem lagði leið sína í verslun Olís við höfnina á Siglufirði þar sem hann ætlaði að kaupa sér lottómiða, varð frá að hverfa. Inni í búðinni voru blóðug slagsmál. Fullorðnir karlmenn, sex talsins, létu hnefana tala. Svakalegur atgangur Þetta var seinnipart sunnudags. Vísir hefur rætt við nokkur vitni, sem vilja ekki láta nafns síns getið, en þeim ber saman um að atgangurinn hafi verið svakalegur. Lögreglunni var gert viðvart en hún kom seint og illa, eins og einn viðmælandi Vísis orðar það, og var þá tekið að sljákka í slagsmálahundunum. En lögreglan greip inn í og þar með var það búið. Bensínstöð Olís er starfrækt við höfnina á Siglufirði en á bensínstöðinni er þvottaplan og loftdæla. Þar er einnig hægt að fá sér ýmsan skyndibita, nammi og ís úr vél og voru þó nokkrir viðstaddir og horfðu upp á ósköpin. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir að á sunnudaginn korter yfir fjögur hafi tilkynning borist lögreglunni um átök sem eigi sér stað inná afgreiðslu Olís á Siglufirði. Óróaseggjunum fylgt til skips „Lögreglumenn sem fengu tilkynninguna og voru á vakt voru við störf á Dalvík.“ Umdæmið er víðfeðmt, tveir lögreglumenn eru að störfum hverju sinni á Tröllaskaganum. „Þeir snöruðu sér yfir á Siglufjörð, hringdu reyndar á undan sér og kölluðu út tvo lögreglumenn sem voru í fríi á Siglufirði.“ Siglufjörður er alla jafna friðsæll bær en á sunnudaginn létu menn hnefana tala, á Olísstöðinni. Gömlum manni var svo brugðið að hann þurfti frá að hverfa og fór seinna eftir lottómiðanum sínum.Visir/Jói K Að sögn Jóhannesar var talsvert af fólki á staðnum en engin átök. Jóhannes gluggar í dagbók lögreglu. Og segir að uppúr kafinu hafi komið að þarna voru sjómenn af erlendu bergi brotnir, skipverjar á skipi sem þarna var í höfn. „Nokkrir ölvaðir eða í annarlegu ástandi og hafði komið til handalögmála á milli þeirra. Það var nú sest rykið þegar lögreglan kom. Lendingin varð sú að þeim er fylgt til skips flestum og talað við ráðamenn um borð. Það endar svo þannig að allir þeir sem áttu hlut að máli fóru til skips aftur.“ Einn skipverja svaf úr sér í fangaklefa á Akureyri En, þar með er ekki sagan öll. Einn af þeim sem ekki var búinn að jafna sig lét ófriðlega um borð. Skipsstjórnendur kölluðu lögreglu til sem endaði með því að óróaseggurinn var fjarlægður og látinn sofa úr sér í fangaklefa á Akureyri. Jóhannes segir að ekkert liggi glögglega fyrir um tildrög og ástæður enda spila tungumálaörðuleikar þar inn í, erfitt er að fá greinargóðar lýsingar. „Þetta var einhver kýtíngur, byrjaði þannig eins og oft vill verða, stigmagnast og sem endaði með einhverjum hnefahöggum. Lögregla þurfti ekki að beita neinu valdi nema við handtöku á manninum í skipinu. Enginn sem þurfti að leita aðhlynningar hjá heilbrigðisstarfsfólki svo við vitum,“ segir Jóhannes.
Lögreglumál Fjallabyggð Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira