Langflestir sáttir við sóttvarnaraðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2020 16:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi þar sem sóttvarnaraðgerðir voru kynntar. Í baksýn eru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Almenningur virðist almennt ánægður með sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem verið hafa í gildi undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Þá vilja fleiri harðari aðgerðir en vægari aðgerðir, bæði innanlands og á landamærum, en flestir eru sáttir við núverandi fyrirkomulag. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem birtar voru á Vísindavefnum í dag. Könnunin var lögð fyrir netpanel Félagsvísindastofnunar dagana 13. ágúst til 30. ágúst. Sendur var út spurningalisti á 500 einstaklinga á hverjum degi svo hægt væri að merkja mun á svörum milli daga ef einhver yrði. ágúst. Þátttakendur voru annars vegar spurðir um viðhorf til þeirra sóttvarnaraðgerða sem í gildi eru innanlands og hins vegar um viðhorf til sóttvarnaraðgerða sem í gildi eru á landamærum Íslands. Þátttakendur gátu svarað á þá leið að þeir vildu hertar aðgerðir, óbreyttar eða vægari aðgerðar. Samkvæmt könnuninni reyndist almenningur ánægður með þær aðgerðir sem settar voru um miðjan ágúst. Frá og með 19. ágúst hafa allir komufarþegar til landsins verið skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka er á landamærum og að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga fram að seinni sýnatöku. Þegar tímabilið í heild er skoðað kemur í ljós að um 13 prósent vilja vægari aðgerðir innanlands, 24 prósent harðari en meirihluti, tæp 63 prósent, vill óbreyttar aðgerðir. Um 13 prósent vilja vægari aðgerðir á landamærum, 34 prósent vilja harðari aðgerðir og rúmlega 50 prósent óbreyttar aðgerðir. „Þegar við biðjum almenning um að velja á milli harðari aðgerða á landamærum eða innanlands, þá vill langhæsta hlutfallið, eða tæp 67% harðari aðgerðir á landamærunum, í samanburði við tæp 18% sem kjósa slíkt innanlands og tæp 16% sem vilja ekki að aðgerðir séu hertar, hvorki á landamærum né innanlands,“ segir í niðurstöðu könnunarinnar. Þá birtist sama mynd þegar nýjustu niðurstöður eru skoðaðar sérstaklega. Þær gefi til kynna að mikill meirihluti svarenda, eða tveir af hverjum þremur, kjósi óbreyttar aðgerðir, hvort sem er á landamærum eða innanlands. Niðurstöðurnar eru settar fram á myndrænan hátt hér fyrir neðan. Mynd 1 sýnir afstöðu til aðgerða innanlands eftir dögum, og sjá má að viðhorfin hafa ekki breyst mikið yfir tímabilið. Þeir sem vilja vægari aðgerðir eru á bilinu 7-19%, harðari aðgerðir vilja 18-35% en stærsti hlutinn er sáttur við aðgerðir, eða frá 49 til 71%. Það er því alltaf um eða vel yfir helmingur landsmanna sem eru sáttir við aðgerðir innanlands. Mynd 1. Mynd 2 sýnir afstöðu til aðgerða á landamærunum eftir dögum, en þar má sjá að á bilinu 7-21% vilja vægari aðgerðir á landamærunum, 37-68% vilja óbreyttar aðgerðir, en 19-61% vilja hertari aðgerðir. „Þarna má sjá verulegan mun eftir dögum, sem væntanlega skýrist að því að svarendur um miðjan ágúst eru líklegir til að hafa í huga vægari aðgerðir sem voru í sumar og vildu sjá aðgerðir hertar. Þegar aðgerðir eru svo hertar 19. ágúst þá er meirihlutinn sáttur við þær aðgerðir,“ segir í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar. Mynd 2. Mynd 3 sýnir að á bilinu 56-78% Íslendinga vilja frekar herða aðgerðir á landamærunum, á meðan einungis 14-21% vilja frekar herða aðgerðir innanlands. Á bilinu 7-26% vilja ekki hertar aðgerðir. „Af þessu má draga þá ályktun að tiltölulega mikil sátt hafi ríkt á meðal Íslendinga varðandi hertar aðgerðir, að minnsta kosti fram til 30. ágúst.“ Mynd 3. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Almenningur virðist almennt ánægður með sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem verið hafa í gildi undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Þá vilja fleiri harðari aðgerðir en vægari aðgerðir, bæði innanlands og á landamærum, en flestir eru sáttir við núverandi fyrirkomulag. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem birtar voru á Vísindavefnum í dag. Könnunin var lögð fyrir netpanel Félagsvísindastofnunar dagana 13. ágúst til 30. ágúst. Sendur var út spurningalisti á 500 einstaklinga á hverjum degi svo hægt væri að merkja mun á svörum milli daga ef einhver yrði. ágúst. Þátttakendur voru annars vegar spurðir um viðhorf til þeirra sóttvarnaraðgerða sem í gildi eru innanlands og hins vegar um viðhorf til sóttvarnaraðgerða sem í gildi eru á landamærum Íslands. Þátttakendur gátu svarað á þá leið að þeir vildu hertar aðgerðir, óbreyttar eða vægari aðgerðar. Samkvæmt könnuninni reyndist almenningur ánægður með þær aðgerðir sem settar voru um miðjan ágúst. Frá og með 19. ágúst hafa allir komufarþegar til landsins verið skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka er á landamærum og að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga fram að seinni sýnatöku. Þegar tímabilið í heild er skoðað kemur í ljós að um 13 prósent vilja vægari aðgerðir innanlands, 24 prósent harðari en meirihluti, tæp 63 prósent, vill óbreyttar aðgerðir. Um 13 prósent vilja vægari aðgerðir á landamærum, 34 prósent vilja harðari aðgerðir og rúmlega 50 prósent óbreyttar aðgerðir. „Þegar við biðjum almenning um að velja á milli harðari aðgerða á landamærum eða innanlands, þá vill langhæsta hlutfallið, eða tæp 67% harðari aðgerðir á landamærunum, í samanburði við tæp 18% sem kjósa slíkt innanlands og tæp 16% sem vilja ekki að aðgerðir séu hertar, hvorki á landamærum né innanlands,“ segir í niðurstöðu könnunarinnar. Þá birtist sama mynd þegar nýjustu niðurstöður eru skoðaðar sérstaklega. Þær gefi til kynna að mikill meirihluti svarenda, eða tveir af hverjum þremur, kjósi óbreyttar aðgerðir, hvort sem er á landamærum eða innanlands. Niðurstöðurnar eru settar fram á myndrænan hátt hér fyrir neðan. Mynd 1 sýnir afstöðu til aðgerða innanlands eftir dögum, og sjá má að viðhorfin hafa ekki breyst mikið yfir tímabilið. Þeir sem vilja vægari aðgerðir eru á bilinu 7-19%, harðari aðgerðir vilja 18-35% en stærsti hlutinn er sáttur við aðgerðir, eða frá 49 til 71%. Það er því alltaf um eða vel yfir helmingur landsmanna sem eru sáttir við aðgerðir innanlands. Mynd 1. Mynd 2 sýnir afstöðu til aðgerða á landamærunum eftir dögum, en þar má sjá að á bilinu 7-21% vilja vægari aðgerðir á landamærunum, 37-68% vilja óbreyttar aðgerðir, en 19-61% vilja hertari aðgerðir. „Þarna má sjá verulegan mun eftir dögum, sem væntanlega skýrist að því að svarendur um miðjan ágúst eru líklegir til að hafa í huga vægari aðgerðir sem voru í sumar og vildu sjá aðgerðir hertar. Þegar aðgerðir eru svo hertar 19. ágúst þá er meirihlutinn sáttur við þær aðgerðir,“ segir í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar. Mynd 2. Mynd 3 sýnir að á bilinu 56-78% Íslendinga vilja frekar herða aðgerðir á landamærunum, á meðan einungis 14-21% vilja frekar herða aðgerðir innanlands. Á bilinu 7-26% vilja ekki hertar aðgerðir. „Af þessu má draga þá ályktun að tiltölulega mikil sátt hafi ríkt á meðal Íslendinga varðandi hertar aðgerðir, að minnsta kosti fram til 30. ágúst.“ Mynd 3.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira