Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2020 09:01 Vala Ósk Bergsveinsdóttir greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor. Aðsend/Vísir/Sigurjón Uppfært klukkan 13:43 : Fréttin hefur verið leiðrétt samkvæmt nýjum upplýsingum frá Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið sér um hópskimun fyrir brjóstakrabbameini. Brjóstamiðstöðin sem staðsett er í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð tekur við þegar skimun leiðir í ljós að viðkomandi kona þarfnist frekari skoðunar. Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsfélags Íslands og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. Krabbamein í hægra brjósti hennar hafi sést í skimun hjá félaginu árið 2018 en ekki hafi verið talin ástæða til að skoða það betur. Ekki hafi því verið tekið sýni fyrr en hún fór í myndatöku hjá Landspítalanum vegna krabbameins í hinu brjóstinu. Ítarlega hefur verið fjallað um málefni Krabbameinsfélagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu daga. Fyrst var greint frá því um helgina að kona um fimmtugt hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að hafa fengið rangar niðurstöður úr skoðun leghálssýnis hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018. Í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor, þar sem krabbameinið kom í ljós. Talið er að koma hefði mátt í veg fyrir meinið ef hún hefði fengið rétta niðurstöðu úr sýnatökunni 2018. Ekki litið út fyrir að vera krabbamein 2018 Mál Völu Óskar Bergsveinsdóttur tengist máli umræddrar konu ekki beint, og er heldur ekki jafnalvarlegt, en hún segir þó að svo virðist sem ýmislegt hafi misfarist í greiningarferli sínu hjá Krabbameinsfélaginu. Vala fór í fyrstu brjóstamyndatökuna hjá félaginu árið 2018. Ekkert hafi kom út úr myndatökunni og allt virst í góðu lagi. Í mars síðastliðnum, átján mánuðum eftir fyrri myndatökuna, fór hún aftur í skimun til Krabbameinsfélagsins; bæði brjóstamyndatöku og leghálsskimun. „Þá sást eitthvað í vinstra brjóstinu. Þau taka sýni og það er sent í greiningu. Það er krabbamein og ég er send upp á Landspítala í sneiðmyndatöku til að sjá nákvæmlega hvar það er staðsett. Þar sést eitthvað í hægra brjóstinu líka og þau vilja láta taka sýni úr því, sem er gert hjá Krabbameinsfélaginu,“ segir Vala í samtali við Vísi. Vala fór því aftur í sýnatöku, sem samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu var framkvæmd af Brjóstamiðstöð Landspítala í húsnæði félagsins, en var jafnframt í samskiptum við skurðlækni á Landspítalanum. „Skurðlæknirinn segir að þeim finnist þetta í hægra brjóstinu ekki líta út eins og krabbamein, þannig sé myndin. En svo líður vika og þá kemur í ljós að þetta var krabbamein. Og skurðlæknirinn segir mér þegar ég kem að hitta hann uppi á Landspítala að þetta hafi verið þarna líka 2018 og þá ekki litið út fyrir, ekki frekar en núna, að vera krabbamein. Þess vegna hafi það ekki verið skoðað nánar.“ Tvær vikur liðnar og ekki haft samband Vala fékk þannig krabbameinsgreininguna nú í apríl. Hún kveðst setja ákveðið spurningamerki við reynslu sína af greiningarferlinu, til dæmis vöntun á eftirfylgni eftir að fyrra meinið fannst. „Ég fer í tékkið 9. mars og þeir segja að niðurstöður komi inn á Ísland.is. En svo gleymi ég þessu, það er mikið annað að gera – Covid og svona. Um mánaðamótin mars, apríl þá allt í einu man ég eftir þessu og hugsa með mér að ég þyrfti að kíkja inn á Ísland.is. Ég fer þangað inn og þá er bréf þar frá 16. mars um það að eitthvað hafi sést í vinstra brjósti og þau muni hafa samband við mig. Þarna eru liðnar tvær vikur og þeir hafa ekki enn haft samband við mig um að koma til þeirra í frekari skoðun. Ég hringi þá sjálf og fæ tíma strax daginn í eftir í skoðun tvö, þar sem er tekið sýni og þetta reynist krabbamein. Mér finnst það svolítið sérstakt,“ segir Vala. Krabbameinsfélagið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins nú síðdegis, þar sem m.a. er bent á að Brjóstamiðstöð Landspítala beri ábyrgð á að kalla konu í sérskoðun til að fylgja máli hennar eftir. Þá hafi félagið ítrekað gert athugasemdir við langa biðlista eftir sérskoðunum hjá miðstöðinni. Yfirlýsinguna má sjá í heild hér fyrir neðan. Í tilfellum eins og því sem hér er lýst þegar eitthvað kemur fram í skimun sem kallar á frekari skoðun, kemur það fram í rafrænu bréfi sem sent er til viðkomandi í gegnum mínar síður island.is. Þar segir að haft verði samband við viðkomandi konu. Á þeim tímapunkti er hlutverki Krabbameinsfélagsins lokið og Brjóstamiðstöð Landspítala tekur yfir og ber ábyrgð á að kalla viðkomandi konu í sérskoðun og fylgja málinu eftir. Þetta kemur fram í bréfinu sem konurnar fá. Tekið skal fram að Krabbameinsfélagið hefur ítrekað gert athugasemdir við langa biðlista eftir sérskoðunum hjá Brjóstamiðstöð Landspítala. Í sumar tókst í fyrsta sinn í langan tíma að tæma biðlistann og félagið fagnaði því sérstaklega í ágústmánuði. Óumbeðnar ráðlegginar í sýnatöku Þá segir hún upplifun sína af sýnatöku, sem er á ábyrgð Brjóstamiðstöðvar Landspítala í húsnæði Krabbameinsfélagsins, á hægra brjóstinu hafa verið sérstaka. „Sú sem tekur sýnið þar veit að ég er að koma með síðara brjóstið í sýnatöku, að það hafi fundist mein í vinstra brjóstinu. Og þá segir hún, án þess að hún hafi verið beðin um það, að hún myndi láta taka bæði brjóstin af því að þegar maður greinist svona ungur þá sé svo líklegt að þetta komi aftur. Fer að bjóða mér alls konar upplýsingar sem er ekki í hennar verkahring að láta mig fá, hún er bara þarna til að taka sýni.“ Vala kveðst ekki hafa gert neitt mál úr þessu heldur einfaldlega bent á að skurðlæknir hennar hefði raunar tjáð henni að það væri nóg að taka fleygskurð og minnka brjóstin. En þessi atvik hafi setið í henni. „Sérstaklega með það að annað meinið hefði ekki uppgötvast nema hitt uppgötvaðist. Og að þetta hafi bara verið látið líða hjá. Sérstaklega í seinna skiptið, þegar sást eitthvað í vinstra [brjóstinu], að enginn hafi hugsað. Eigum við ekki að tékka líka á þessu í hægra? En það þurfti Landspítalann og lækna þar til að segja: Heyrðu jú, við viljum sýnatöku úr þessu hægra líka.“ Bæði meinin voru sem betur fer lítil og staðbundin, að sögn Völu. Hún fór í stóra skurðaðgerð þar sem meinin voru fjarlægð og brjóstin minnkuð. Þá tók við geislameðferð sem hún kláraði fyrir rúmri viku. „Þannig að nú er ég að jafna mig eftir geislana og á þá að vera orðin næstum eins og ný.“ Tugir fengið ranga niðurstöðu Embætti landlæknis er nú með mál konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein til rannsóknar. Gefið hefur verið út að um alvarleg mistök starfsmanns Krabbameinsfélagsins hafi verið að ræða. Þá hefur nú komið í ljós að hið minnsta 30 konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018. Hvorki framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins né yfirlæknir hafa fengist til viðtals síðasta sólarhringinn og félagið hefur ekki viljað svara því hvort mistökin megi öll rekja til sama starfsmanns. Samkvæmt heimildum fréttastofu greindi sami starfsmaður og greindi sýni konunnar að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. Krabbameinsfélagið vinnur nú að því að endurskoða um 6000 leghálssýni. Krabbameinsfélagið hefur sagst harma málið mjög og það var ítrekað í yfirlýsingu frá félaginu í gær. Fjölskylda konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hefði aldrei fengið upplýsingar um frumubreytingar sem greindust í sýni úr henni árið 2016. Þau krefjast skýrari svara frá Krabbameinsfélaginu. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Uppfært klukkan 13:43 : Fréttin hefur verið leiðrétt samkvæmt nýjum upplýsingum frá Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið sér um hópskimun fyrir brjóstakrabbameini. Brjóstamiðstöðin sem staðsett er í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð tekur við þegar skimun leiðir í ljós að viðkomandi kona þarfnist frekari skoðunar. Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsfélags Íslands og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. Krabbamein í hægra brjósti hennar hafi sést í skimun hjá félaginu árið 2018 en ekki hafi verið talin ástæða til að skoða það betur. Ekki hafi því verið tekið sýni fyrr en hún fór í myndatöku hjá Landspítalanum vegna krabbameins í hinu brjóstinu. Ítarlega hefur verið fjallað um málefni Krabbameinsfélagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu daga. Fyrst var greint frá því um helgina að kona um fimmtugt hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að hafa fengið rangar niðurstöður úr skoðun leghálssýnis hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018. Í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor, þar sem krabbameinið kom í ljós. Talið er að koma hefði mátt í veg fyrir meinið ef hún hefði fengið rétta niðurstöðu úr sýnatökunni 2018. Ekki litið út fyrir að vera krabbamein 2018 Mál Völu Óskar Bergsveinsdóttur tengist máli umræddrar konu ekki beint, og er heldur ekki jafnalvarlegt, en hún segir þó að svo virðist sem ýmislegt hafi misfarist í greiningarferli sínu hjá Krabbameinsfélaginu. Vala fór í fyrstu brjóstamyndatökuna hjá félaginu árið 2018. Ekkert hafi kom út úr myndatökunni og allt virst í góðu lagi. Í mars síðastliðnum, átján mánuðum eftir fyrri myndatökuna, fór hún aftur í skimun til Krabbameinsfélagsins; bæði brjóstamyndatöku og leghálsskimun. „Þá sást eitthvað í vinstra brjóstinu. Þau taka sýni og það er sent í greiningu. Það er krabbamein og ég er send upp á Landspítala í sneiðmyndatöku til að sjá nákvæmlega hvar það er staðsett. Þar sést eitthvað í hægra brjóstinu líka og þau vilja láta taka sýni úr því, sem er gert hjá Krabbameinsfélaginu,“ segir Vala í samtali við Vísi. Vala fór því aftur í sýnatöku, sem samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu var framkvæmd af Brjóstamiðstöð Landspítala í húsnæði félagsins, en var jafnframt í samskiptum við skurðlækni á Landspítalanum. „Skurðlæknirinn segir að þeim finnist þetta í hægra brjóstinu ekki líta út eins og krabbamein, þannig sé myndin. En svo líður vika og þá kemur í ljós að þetta var krabbamein. Og skurðlæknirinn segir mér þegar ég kem að hitta hann uppi á Landspítala að þetta hafi verið þarna líka 2018 og þá ekki litið út fyrir, ekki frekar en núna, að vera krabbamein. Þess vegna hafi það ekki verið skoðað nánar.“ Tvær vikur liðnar og ekki haft samband Vala fékk þannig krabbameinsgreininguna nú í apríl. Hún kveðst setja ákveðið spurningamerki við reynslu sína af greiningarferlinu, til dæmis vöntun á eftirfylgni eftir að fyrra meinið fannst. „Ég fer í tékkið 9. mars og þeir segja að niðurstöður komi inn á Ísland.is. En svo gleymi ég þessu, það er mikið annað að gera – Covid og svona. Um mánaðamótin mars, apríl þá allt í einu man ég eftir þessu og hugsa með mér að ég þyrfti að kíkja inn á Ísland.is. Ég fer þangað inn og þá er bréf þar frá 16. mars um það að eitthvað hafi sést í vinstra brjósti og þau muni hafa samband við mig. Þarna eru liðnar tvær vikur og þeir hafa ekki enn haft samband við mig um að koma til þeirra í frekari skoðun. Ég hringi þá sjálf og fæ tíma strax daginn í eftir í skoðun tvö, þar sem er tekið sýni og þetta reynist krabbamein. Mér finnst það svolítið sérstakt,“ segir Vala. Krabbameinsfélagið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins nú síðdegis, þar sem m.a. er bent á að Brjóstamiðstöð Landspítala beri ábyrgð á að kalla konu í sérskoðun til að fylgja máli hennar eftir. Þá hafi félagið ítrekað gert athugasemdir við langa biðlista eftir sérskoðunum hjá miðstöðinni. Yfirlýsinguna má sjá í heild hér fyrir neðan. Í tilfellum eins og því sem hér er lýst þegar eitthvað kemur fram í skimun sem kallar á frekari skoðun, kemur það fram í rafrænu bréfi sem sent er til viðkomandi í gegnum mínar síður island.is. Þar segir að haft verði samband við viðkomandi konu. Á þeim tímapunkti er hlutverki Krabbameinsfélagsins lokið og Brjóstamiðstöð Landspítala tekur yfir og ber ábyrgð á að kalla viðkomandi konu í sérskoðun og fylgja málinu eftir. Þetta kemur fram í bréfinu sem konurnar fá. Tekið skal fram að Krabbameinsfélagið hefur ítrekað gert athugasemdir við langa biðlista eftir sérskoðunum hjá Brjóstamiðstöð Landspítala. Í sumar tókst í fyrsta sinn í langan tíma að tæma biðlistann og félagið fagnaði því sérstaklega í ágústmánuði. Óumbeðnar ráðlegginar í sýnatöku Þá segir hún upplifun sína af sýnatöku, sem er á ábyrgð Brjóstamiðstöðvar Landspítala í húsnæði Krabbameinsfélagsins, á hægra brjóstinu hafa verið sérstaka. „Sú sem tekur sýnið þar veit að ég er að koma með síðara brjóstið í sýnatöku, að það hafi fundist mein í vinstra brjóstinu. Og þá segir hún, án þess að hún hafi verið beðin um það, að hún myndi láta taka bæði brjóstin af því að þegar maður greinist svona ungur þá sé svo líklegt að þetta komi aftur. Fer að bjóða mér alls konar upplýsingar sem er ekki í hennar verkahring að láta mig fá, hún er bara þarna til að taka sýni.“ Vala kveðst ekki hafa gert neitt mál úr þessu heldur einfaldlega bent á að skurðlæknir hennar hefði raunar tjáð henni að það væri nóg að taka fleygskurð og minnka brjóstin. En þessi atvik hafi setið í henni. „Sérstaklega með það að annað meinið hefði ekki uppgötvast nema hitt uppgötvaðist. Og að þetta hafi bara verið látið líða hjá. Sérstaklega í seinna skiptið, þegar sást eitthvað í vinstra [brjóstinu], að enginn hafi hugsað. Eigum við ekki að tékka líka á þessu í hægra? En það þurfti Landspítalann og lækna þar til að segja: Heyrðu jú, við viljum sýnatöku úr þessu hægra líka.“ Bæði meinin voru sem betur fer lítil og staðbundin, að sögn Völu. Hún fór í stóra skurðaðgerð þar sem meinin voru fjarlægð og brjóstin minnkuð. Þá tók við geislameðferð sem hún kláraði fyrir rúmri viku. „Þannig að nú er ég að jafna mig eftir geislana og á þá að vera orðin næstum eins og ný.“ Tugir fengið ranga niðurstöðu Embætti landlæknis er nú með mál konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein til rannsóknar. Gefið hefur verið út að um alvarleg mistök starfsmanns Krabbameinsfélagsins hafi verið að ræða. Þá hefur nú komið í ljós að hið minnsta 30 konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018. Hvorki framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins né yfirlæknir hafa fengist til viðtals síðasta sólarhringinn og félagið hefur ekki viljað svara því hvort mistökin megi öll rekja til sama starfsmanns. Samkvæmt heimildum fréttastofu greindi sami starfsmaður og greindi sýni konunnar að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. Krabbameinsfélagið vinnur nú að því að endurskoða um 6000 leghálssýni. Krabbameinsfélagið hefur sagst harma málið mjög og það var ítrekað í yfirlýsingu frá félaginu í gær. Fjölskylda konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hefði aldrei fengið upplýsingar um frumubreytingar sem greindust í sýni úr henni árið 2016. Þau krefjast skýrari svara frá Krabbameinsfélaginu. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira