Stöndum vörð um fjölskyldur langveikra barna Árný Ingvarsdóttir skrifar 2. september 2020 07:30 Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar eins og heimsbyggðin öll kynnst því hvaða áhrif viðvarandi heilsufarsleg ógn hefur á athafnir, líðan og afkomu. Óvissan er mörgum óbærileg og enginn veit hvað gerist næst. Því miður er slíkur veruleiki heimavöllur foreldra og fjölskyldna margra langveikra barna hvað svo sem kórónuveirunni líður. Þessi viðkvæmi hópur býr í mörgum tilvikum við stöðuga óvissu árum saman, háður utanaðkomandi þjónustu alla daga. Oft er um langvarandi tekjuskerðingu að ræða vegna umönnunar barna svo ekki sé minnst á þær sálrænu afleiðingar sem viðvarandi álag og áföll hafa á foreldra og systkini langveikra barna. Hvaða áhrif ætli Covid19 faraldurinn hafi á þennan hóp? Jú, aðstæður verða enn erfiðari. Frá því í mars hafa margir foreldrar langveikra barna þurft að vera með börn sín í varnarsóttkví með tilheyrandi vinnutapi og röskun á rútínu. Þar sem hluti þessa hóps er nú þegar utan vinnumarkaðar vegna umönnunarþarfar barnanna, og aðrir sem eru á vinnumarkaði hafa þurft að vera frá vinnu vegna varnarsóttkvíar án þess að eiga rétt á sóttkvíarframfærslu, má ætla að fjárhagsleg staða sé víða grafalvarleg. Fjölskyldur hafa auk þess margar orðið fyrir ítrekuðu þjónusturofi vegna samkomubanns og sóttkvíar starfsfólks. Skólaganga barnanna hefur raskast og frístundastarf, þjálfun og dagleg rútína verið í uppnámi. Eftir langa einangrun í vor er ekki skrýtið að kvíðinn sæki að nú þegar framundan er þungur vetur og veiran aftur komin á stjá í samfélaginu. Þegar ógnin er alltumlykjandi og viðvarandi er eðlilegt að vera í samfelldri varnar- og viðbragðsstöðu. Í slíkum aðstæðum brennur fólk út, einkum þeir sem eru löngu búnir með þá orku sem eitt sinn var á tankinum. Því köllum við hjá Umhyggju - félagi langveikra barna, eftir því að fjölskyldur langveikra barna verði hafðar í algerum forgangi í öllum þeim aðgerðum sem miða að því að stemma stigu við áhrifum veirunnar á líf okkar á komandi misserum. Það er lykilatriði að búið sé svo um hnúta að þjónusturof verði ekki hjá þessum hópi og möguleikar langveikra og fatlaðra barna til að sækja skóla í staðnámi, frístund og önnur úrræði verði hafðir í forgangi. Brýnt er að allir þeir sem veita langveikum börnum þjónustu séu með skýra varaáætlun komi upp smit eða aðgerðir verði hertar. Tryggja þarf aðgengi þessa hóps að sálrænum stuðningi og takmarka óvissuna eins og mögulegt er með virkri upplýsingagjöf um stöðu mála. Síðast en ekki síst þarf að sjá til þess að foreldrum sem geta vegna barna sinna ekki sinnt vinnu verði tryggð framfærsla þar til lífið kemst í eðlilegri skorður á ný. Hópurinn er ekki stór og það er skylda okkar sem velferðarsamfélags að tryggja að líf þessara fjölskyldna haldist eins eðlilegt og unnt er. Nægar eru samt áskoranirnar sem þessar fjölskyldur mæta. Höfundur er sálfræðingur og framkvæmdastjóri Umhyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Það er hægt Ragna Sigurðardóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar eins og heimsbyggðin öll kynnst því hvaða áhrif viðvarandi heilsufarsleg ógn hefur á athafnir, líðan og afkomu. Óvissan er mörgum óbærileg og enginn veit hvað gerist næst. Því miður er slíkur veruleiki heimavöllur foreldra og fjölskyldna margra langveikra barna hvað svo sem kórónuveirunni líður. Þessi viðkvæmi hópur býr í mörgum tilvikum við stöðuga óvissu árum saman, háður utanaðkomandi þjónustu alla daga. Oft er um langvarandi tekjuskerðingu að ræða vegna umönnunar barna svo ekki sé minnst á þær sálrænu afleiðingar sem viðvarandi álag og áföll hafa á foreldra og systkini langveikra barna. Hvaða áhrif ætli Covid19 faraldurinn hafi á þennan hóp? Jú, aðstæður verða enn erfiðari. Frá því í mars hafa margir foreldrar langveikra barna þurft að vera með börn sín í varnarsóttkví með tilheyrandi vinnutapi og röskun á rútínu. Þar sem hluti þessa hóps er nú þegar utan vinnumarkaðar vegna umönnunarþarfar barnanna, og aðrir sem eru á vinnumarkaði hafa þurft að vera frá vinnu vegna varnarsóttkvíar án þess að eiga rétt á sóttkvíarframfærslu, má ætla að fjárhagsleg staða sé víða grafalvarleg. Fjölskyldur hafa auk þess margar orðið fyrir ítrekuðu þjónusturofi vegna samkomubanns og sóttkvíar starfsfólks. Skólaganga barnanna hefur raskast og frístundastarf, þjálfun og dagleg rútína verið í uppnámi. Eftir langa einangrun í vor er ekki skrýtið að kvíðinn sæki að nú þegar framundan er þungur vetur og veiran aftur komin á stjá í samfélaginu. Þegar ógnin er alltumlykjandi og viðvarandi er eðlilegt að vera í samfelldri varnar- og viðbragðsstöðu. Í slíkum aðstæðum brennur fólk út, einkum þeir sem eru löngu búnir með þá orku sem eitt sinn var á tankinum. Því köllum við hjá Umhyggju - félagi langveikra barna, eftir því að fjölskyldur langveikra barna verði hafðar í algerum forgangi í öllum þeim aðgerðum sem miða að því að stemma stigu við áhrifum veirunnar á líf okkar á komandi misserum. Það er lykilatriði að búið sé svo um hnúta að þjónusturof verði ekki hjá þessum hópi og möguleikar langveikra og fatlaðra barna til að sækja skóla í staðnámi, frístund og önnur úrræði verði hafðir í forgangi. Brýnt er að allir þeir sem veita langveikum börnum þjónustu séu með skýra varaáætlun komi upp smit eða aðgerðir verði hertar. Tryggja þarf aðgengi þessa hóps að sálrænum stuðningi og takmarka óvissuna eins og mögulegt er með virkri upplýsingagjöf um stöðu mála. Síðast en ekki síst þarf að sjá til þess að foreldrum sem geta vegna barna sinna ekki sinnt vinnu verði tryggð framfærsla þar til lífið kemst í eðlilegri skorður á ný. Hópurinn er ekki stór og það er skylda okkar sem velferðarsamfélags að tryggja að líf þessara fjölskyldna haldist eins eðlilegt og unnt er. Nægar eru samt áskoranirnar sem þessar fjölskyldur mæta. Höfundur er sálfræðingur og framkvæmdastjóri Umhyggju.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun