Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2020 21:30 Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við lið í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. vísir/getty Svo virðist sem landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en hann er orðaður við bandaríska félagið DC United. Talið er að James Rodriguez skrifi undir hjá Everton á næstu dögum. Þá ku Gonzalo Higuain einnig vera á óskalista DC United. Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á leið í MLS-deildina í Bandaríkjunum ef marka má heimildir vefmiðilsins The Athletic. Þær herma að félagið hafi þegar sett sig í samband við þá sem sjá um mál Gylfa og stefni að því að fá hann í sínar raðir. Það er þó tekið fram að Gylfi gæti verið hjá Everton þangað til samningur hans rennur út árið 2022. Þá er sagt að ekkert lið í MLS-deildinni geti borgað honum sömu laun og hann er með hjá Everton, rúmlega 100 þúsund pund á viku. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Gylfa Þórs undanfarna mánuði en hann segir að svo lengi sem Carlo Ancelotti - þjálfari liðsins - sé sáttur þá sé honum alveg sama hvað er sagt í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Argentíski framherjinn Gonzalo Higuaín einnig á óskalista DC United sem og annarra liða í deildinni en hann er án félags eftir að hafa verið látinn fara frá Ítalíumeisturum Juventus á dögunum. Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær Everton staðfestir kaup sín á James Rodriguez, kólumbíska miðjumanni Real Madrid. Hvaða áhrif það hefur á stöðu Gylfa hjá félaginu verður að koma í ljós en Rodrigues líður iðulega best í stöðunni á bakvið fremsta mann. Everton have agreed to a three-year deal for Real Madrid s James Rodriguez, according to @JBurtTelegraph Soon pic.twitter.com/4RKYzmGR27— B/R Football (@brfootball) September 1, 2020 Wayne Rooney spilaði með DC United frá 2018 til 2020. Skoraði hann 23 mörk í 48 leikjum fyrir félagið. Fótbolti Enski boltinn MLS Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Svo virðist sem landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en hann er orðaður við bandaríska félagið DC United. Talið er að James Rodriguez skrifi undir hjá Everton á næstu dögum. Þá ku Gonzalo Higuain einnig vera á óskalista DC United. Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á leið í MLS-deildina í Bandaríkjunum ef marka má heimildir vefmiðilsins The Athletic. Þær herma að félagið hafi þegar sett sig í samband við þá sem sjá um mál Gylfa og stefni að því að fá hann í sínar raðir. Það er þó tekið fram að Gylfi gæti verið hjá Everton þangað til samningur hans rennur út árið 2022. Þá er sagt að ekkert lið í MLS-deildinni geti borgað honum sömu laun og hann er með hjá Everton, rúmlega 100 þúsund pund á viku. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Gylfa Þórs undanfarna mánuði en hann segir að svo lengi sem Carlo Ancelotti - þjálfari liðsins - sé sáttur þá sé honum alveg sama hvað er sagt í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Argentíski framherjinn Gonzalo Higuaín einnig á óskalista DC United sem og annarra liða í deildinni en hann er án félags eftir að hafa verið látinn fara frá Ítalíumeisturum Juventus á dögunum. Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær Everton staðfestir kaup sín á James Rodriguez, kólumbíska miðjumanni Real Madrid. Hvaða áhrif það hefur á stöðu Gylfa hjá félaginu verður að koma í ljós en Rodrigues líður iðulega best í stöðunni á bakvið fremsta mann. Everton have agreed to a three-year deal for Real Madrid s James Rodriguez, according to @JBurtTelegraph Soon pic.twitter.com/4RKYzmGR27— B/R Football (@brfootball) September 1, 2020 Wayne Rooney spilaði með DC United frá 2018 til 2020. Skoraði hann 23 mörk í 48 leikjum fyrir félagið.
Fótbolti Enski boltinn MLS Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira