Ánægður þegar ég lít á það sem ég hefði misst af með Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2020 15:00 Lars Lagerbäck stýrði Íslandi á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni, þar sem liðið komst í 8-liða úrslit. VÍSIR/GETTY Lars Lagerbäck fékk það verkefni í hendurnar að koma norska karlalandsliðinu í fótbolta á sitt fyrsta stórmót í heila tvo áratugi. Hann sér ekki eftir því að hafa snúið aftur í þjálfun, líkt og þegar hann tók við Íslandi. Lagerbäck er orðinn 72 ára gamall en segist njóta þess í botn að vinna með „gullkynslóð“ Norðmanna – mönnum á borð við Erling Braut Haaland og Martin Ödegaard. Noregur leikur, líkt og Ísland, í umspili um sæti á EM nú í haust. Norðmenn fá landslið Serbíu í heimsókn í október og sigurliðið mætir svo Skotlandi eða Ísrael í nóvember í úrslitaleik um sæti á EM. Lagerbäck hugðist hætta þjálfun eftir að hafa stýrt Nígeríu á HM 2010, en tók svo við Íslandi undir lok árs 2011. Aftur ætlaði hann að hætta eftir að hafa stýrt Íslandi, en tók þess í stað við Noregi 2017. Aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan „Þetta er bara stórkostlegt starf og ég fæ enn mikið út úr því að vinna með ungum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Lagerbäck í viðtali við FIFA.com. „Það er rétt að margir í kringum mig telja að ég sé eitthvað klikkaður. En það eru ekki mörg störf sem að gefa manni það sama og þjálfunin, og þegar ég lít á það sem ég hefði misst af ef ég hefði hætt áður en ég tók við Íslandi, þá er ég ansi ánægður með ákvörðun mína,“ sagði Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni kom Íslandi á sitt fyrsta stórmót og gott betur, eða í 8-liða úrslit EM. „Þetta er eins með Noreg núna. Það er langt síðan að liðið komst á stórmót og ég var spenntur yfir þeirri áskorun að breyta því. Og það eru frábærir, ungir leikmenn í liðinu. Ég hef þjálfað í mjög langan tíma og ég held að ég hafi aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan,“ sagði Svíinn. Stjörnurnar setja liðið í algjöran forgang Hann hrósar Haaland og Ödegaard í hástert og segir þessar ungu knattspyrnustjörnur ekki láta velgengnina stíga sér til höfuðs. Haaland sé eins og blanda af Henrik Larsson og Zlatan Ibrahimovic, og Ödegaard sé ekki bara með einstaka tækni og auga fyrir spili heldur mjög góður í að verjast. Lagerbäck var spurður út í þá áskorun að finna réttu blönduna af ungum leikmönnum og þeim reynslumeiri. „Sem þjálfari þarf maður alltaf að finna jafnvægi en ég er heppinn með alla þessa leikmenn – unga sem aldna – að þeir eru góðir karakterar sem njóta þess að koma saman í landsliðinu. Þeir ná allir mjög vel saman og, sem betur fer, setja þeir liðið í fyrsta sæti í öllu sem þeir gera. Ég held að það sé karaktereinkenni fólks á Norðurlöndunum og ég tel mig heppinn að vera með leikmenn með svona hugarfar.“ EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Tengdar fréttir „Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. 21. mars 2020 15:30 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Lars Lagerbäck fékk það verkefni í hendurnar að koma norska karlalandsliðinu í fótbolta á sitt fyrsta stórmót í heila tvo áratugi. Hann sér ekki eftir því að hafa snúið aftur í þjálfun, líkt og þegar hann tók við Íslandi. Lagerbäck er orðinn 72 ára gamall en segist njóta þess í botn að vinna með „gullkynslóð“ Norðmanna – mönnum á borð við Erling Braut Haaland og Martin Ödegaard. Noregur leikur, líkt og Ísland, í umspili um sæti á EM nú í haust. Norðmenn fá landslið Serbíu í heimsókn í október og sigurliðið mætir svo Skotlandi eða Ísrael í nóvember í úrslitaleik um sæti á EM. Lagerbäck hugðist hætta þjálfun eftir að hafa stýrt Nígeríu á HM 2010, en tók svo við Íslandi undir lok árs 2011. Aftur ætlaði hann að hætta eftir að hafa stýrt Íslandi, en tók þess í stað við Noregi 2017. Aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan „Þetta er bara stórkostlegt starf og ég fæ enn mikið út úr því að vinna með ungum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Lagerbäck í viðtali við FIFA.com. „Það er rétt að margir í kringum mig telja að ég sé eitthvað klikkaður. En það eru ekki mörg störf sem að gefa manni það sama og þjálfunin, og þegar ég lít á það sem ég hefði misst af ef ég hefði hætt áður en ég tók við Íslandi, þá er ég ansi ánægður með ákvörðun mína,“ sagði Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni kom Íslandi á sitt fyrsta stórmót og gott betur, eða í 8-liða úrslit EM. „Þetta er eins með Noreg núna. Það er langt síðan að liðið komst á stórmót og ég var spenntur yfir þeirri áskorun að breyta því. Og það eru frábærir, ungir leikmenn í liðinu. Ég hef þjálfað í mjög langan tíma og ég held að ég hafi aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan,“ sagði Svíinn. Stjörnurnar setja liðið í algjöran forgang Hann hrósar Haaland og Ödegaard í hástert og segir þessar ungu knattspyrnustjörnur ekki láta velgengnina stíga sér til höfuðs. Haaland sé eins og blanda af Henrik Larsson og Zlatan Ibrahimovic, og Ödegaard sé ekki bara með einstaka tækni og auga fyrir spili heldur mjög góður í að verjast. Lagerbäck var spurður út í þá áskorun að finna réttu blönduna af ungum leikmönnum og þeim reynslumeiri. „Sem þjálfari þarf maður alltaf að finna jafnvægi en ég er heppinn með alla þessa leikmenn – unga sem aldna – að þeir eru góðir karakterar sem njóta þess að koma saman í landsliðinu. Þeir ná allir mjög vel saman og, sem betur fer, setja þeir liðið í fyrsta sæti í öllu sem þeir gera. Ég held að það sé karaktereinkenni fólks á Norðurlöndunum og ég tel mig heppinn að vera með leikmenn með svona hugarfar.“
EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Tengdar fréttir „Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. 21. mars 2020 15:30 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
„Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. 21. mars 2020 15:30