Neville: Þetta Man. United lið getur ekki barist um titilinn á þessu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 14:00 Manchester United þarf sterkari leikmenn en þá Jesse Lingard, Brandon Williams, Timothy Fosu-Mensah eða Odion Ighalo EPA-EFE/Oli Scarff Manchester United hefur ekki gengið vel í að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar og það er ljóst á orðum Gary Neville að gamli fyrirliði United liðsins er ekki nægilega sáttur með þróun mála. Manchester United er við það að ganga frá kaupum á miðjumanninum Donny van de Beek frá Ajax og mun borga um 40 milljónir punda fyrir hann. Neville segir að liðið þurfi á miklu meiri liðstyrk að halda ætli það að berjast um enska meistaratitilinn á komandi tímabili. Gary Neville ræddi við Sky Sports News um komandi leiktíð hjá Manchester United sem gaf stuðningsmönnum sínum von með flottum endi þar sem liðið spilaði sig upp í Meistaradeildarsæti. „Þessi leikmannahópur Manchester United, eins og hann lítur út í dag, hefur ekki burði til að berjast um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð,“ sagði Gary Neville. "The #MUFC squad, as it stands today, cannot challenge for the Premier League title this season." @GNev2 has given his verdict on former club Manchester United ahead of the new Premier League season...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2020 „Hópurinn þurfti fjóra eða fimm nýja leikmenn og hann þarf ennþá á þessum fjórum eða fimm nýju leikmönnum að halda. Ég er búinn að segja þetta í eitt ár og hef meira segja talað um leikstöðurnar sem þarf að bæta,“ sagði Gary Neville. „Það er pirrandi sem stuðningsmaður United að félagið hafi ekki gengið frá sínum málum fyrr en það hafa komið upp tímapunktar á síðustu tíu árum þar sem félagið hefur farið á taugum á félagsskiptamarkaðnum. Þetta eru dæmi þegar menn hafa brugðust of hart við, borgað of mikið fyir menn og hreinlega valið vitlaust,“ sagði Gary Neville. „Þú verður því að vera skynsamur. Ef samningur er ekki í boði þá sleppir þú honum. Það er hins vegar að byggjast upp spenna á samfélagsmiðlum. Af hverju er ekki búið að kaupa Jadon Sancho? Af hverju náðu menn ekki í Thiago Alcantara? Af hverju erum við ekki að fá þessa menn sem eru að fara til hinna liðanna?,“ sagði Gary Neville. „Aðalmálið er að þeir þurfa nýja leikmenn. Þeir þurfa að ná í þessa menn til að komast upp í hóp tveggja efstu liðanna. Það hlýtur að vera markmið Ole Gunnars Solskjær á þessu tímabili og til að ná því þá þarf hann að fá meiri liðstyrk. Stjórnin gerir sér grein fyrir því,“ sagði Gary Neville. „Þeir eru hins vegar að eiga við klóka menn í hinum félögunum og þurfa að takast á við alla umboðsmennina sem eru á markaðnum. Það er ekki auðvelt en þetta er eitthvað sem þeir verða að gera,“ sagði Neville en það má lesa allt um hans skoðun hér. Enski boltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Manchester United hefur ekki gengið vel í að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar og það er ljóst á orðum Gary Neville að gamli fyrirliði United liðsins er ekki nægilega sáttur með þróun mála. Manchester United er við það að ganga frá kaupum á miðjumanninum Donny van de Beek frá Ajax og mun borga um 40 milljónir punda fyrir hann. Neville segir að liðið þurfi á miklu meiri liðstyrk að halda ætli það að berjast um enska meistaratitilinn á komandi tímabili. Gary Neville ræddi við Sky Sports News um komandi leiktíð hjá Manchester United sem gaf stuðningsmönnum sínum von með flottum endi þar sem liðið spilaði sig upp í Meistaradeildarsæti. „Þessi leikmannahópur Manchester United, eins og hann lítur út í dag, hefur ekki burði til að berjast um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð,“ sagði Gary Neville. "The #MUFC squad, as it stands today, cannot challenge for the Premier League title this season." @GNev2 has given his verdict on former club Manchester United ahead of the new Premier League season...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2020 „Hópurinn þurfti fjóra eða fimm nýja leikmenn og hann þarf ennþá á þessum fjórum eða fimm nýju leikmönnum að halda. Ég er búinn að segja þetta í eitt ár og hef meira segja talað um leikstöðurnar sem þarf að bæta,“ sagði Gary Neville. „Það er pirrandi sem stuðningsmaður United að félagið hafi ekki gengið frá sínum málum fyrr en það hafa komið upp tímapunktar á síðustu tíu árum þar sem félagið hefur farið á taugum á félagsskiptamarkaðnum. Þetta eru dæmi þegar menn hafa brugðust of hart við, borgað of mikið fyir menn og hreinlega valið vitlaust,“ sagði Gary Neville. „Þú verður því að vera skynsamur. Ef samningur er ekki í boði þá sleppir þú honum. Það er hins vegar að byggjast upp spenna á samfélagsmiðlum. Af hverju er ekki búið að kaupa Jadon Sancho? Af hverju náðu menn ekki í Thiago Alcantara? Af hverju erum við ekki að fá þessa menn sem eru að fara til hinna liðanna?,“ sagði Gary Neville. „Aðalmálið er að þeir þurfa nýja leikmenn. Þeir þurfa að ná í þessa menn til að komast upp í hóp tveggja efstu liðanna. Það hlýtur að vera markmið Ole Gunnars Solskjær á þessu tímabili og til að ná því þá þarf hann að fá meiri liðstyrk. Stjórnin gerir sér grein fyrir því,“ sagði Gary Neville. „Þeir eru hins vegar að eiga við klóka menn í hinum félögunum og þurfa að takast á við alla umboðsmennina sem eru á markaðnum. Það er ekki auðvelt en þetta er eitthvað sem þeir verða að gera,“ sagði Neville en það má lesa allt um hans skoðun hér.
Enski boltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira