Lýsir ofsóknaræði og martröðum þar sem hann lá sofandi í öndunarvél með Covid Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 14:01 William ásamt konu sinni Jenný. Aðsend William Thomas Möller, sem greindist með kórónuveiruna í byrjun ágúst, veiktist mjög alvarlega af veirunni og lá sofandi í öndunarvél í fimm daga. Hann lýsir óþægilegum draumförum, ofsjónum og ofsóknaræði sem greip hann þegar hann var hvað veikastur í Facebook-færslu sem birtist í gærkvöldi. Þá glímir hann enn við erfið eftirköst sýkingarinnar – ekki síst andleg. William var lagður inn á gjörgæslu með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur, í byrjun ágúst. Hann er einn fárra sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús í þessari seinni bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. William losnaði úr öndunarvélinni 13. ágúst, eftir að hafa verið tengdur sofandi við hana í fimm daga, og var þá lagður inn á almenna deild. Ældi hálfum skúringadalli af vatni William segir í færslu sinni á Facebook að þann 4. ágúst hafi hann verið orðinn mjög veikur. Hann hafi hóstað þar til hann kúgaðist og ældi vatni. Jenný Guðnadóttir, eiginkona Williams, ók honum á bráðamóttöku strax og hún kom heim úr vinnunni þá um kvöldið. „Þá hafði ég ælt næstum hálfum skúringadalli af vatni á minna en 4 tímum. Ég var byrjaður að heyra ofheyrnir og jafnvel sjá ofsjónir, enda súrefnið í heilanum orðið lítið,“ skrifar William. Þar var honum tjáð að súrefnismettun hans væri orðin of lítil og grípa þyrfti til svæfingar. „Þeir sögðu að þeir þyrftu að svæfa mig og setja slöngu ofan í mig og láta mig vera á maganum svo ég fengi nægilegt súrefni. Það liðu varla fimmtán mínútur frá því að mér væri sagt þetta og að ég væri svæfður. Ég fékk engan tíma til að undirbúa mig, skammast mín, verða reiður, hræddur eða neitt. Fékk bara tíma til að hringja í Jenný og segja henni stöðuna,“ skrifar William. Þá lýsir hann óþægilegum og skrýtnum draumförum sem einkenndu legu hans á gjörgæslunni. „Nú hef ég verið svæfður oftar en flestir munu verða svæfðir á ævi sinni og aldrei hefur mig nokkurn tíman dreymt fyrr en núna. Í drauminum er alltaf myrkur, og ég er fastur á spítalanum, oftast er ég fastur í rúminu og eina sem ég get talað við er hjúkrunarfræðingur sem talar portúgölsku. Stundum man ég eftir mér á hlaupum á ganginum. Ég man að það voru gluggar í draumnum en úti var alltaf allt svart. Ég var sofandi í fimm daga.“ Annars kveðst William afar lítið muna eftir innlögninni á gjörgæsludeild. Síðasta daginn á deildinni hafi þó runnið á hann mikið ofsóknaræði og hann fengið ofsjónir og dreymt martraðir. Hann hafi vart náð að greina á milli draums og veruleika. „Martraðir sem voru svo raunverulegar og svo hræðilegar að í dag finnst mér ennþá eins og þær hafi gerst.“ Streita og þunglyndi eftir svæfinguna William var loks lagður inn á almenna deild og lá þar í nokkra daga. Hann segir dvölina þar hafa einkennst af einmanaleika þó að starfsfólk hafi hugsað vel um hann. Að endingu var hann svo útskrifaður af spítalanum, þar sem við tók endurhæfing. William segir hana hafa gengið vel þangað til að hann varð fyrir miklu bakslagi. „Ég byrjaði að fá mikil einkenni í brjósti og hjartanu ásamt svima og öðrum einkennum og þetta var svo nýtt fyrir mér að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall.“ William fór upp á bráðamóttöku aðfaranótt laugardags en ekkert kom út úr prófum sem hann gekkst undir þar. Hann var því útskrifaður en við heimkomu byrjaði hann að finna fyrir hausverk, doða í höndum og skjálfta. Á laugardag leitaði hann aftur á bráðamóttöku. „Þar sem það var dagur þá þurfti ég að bíða í rúmlega þrjá tíma á bráða móttökunni áður en ég fékk aðstoð. En í þetta skipti var læknirinn fljótari að koma og aðstoða mig. Hann tók viðtal við mig, skoðaði gögnin og ráðfærði sig við sérfræðing og þeir komust að því að ég væri með mjög alvarleg einkenni við streitu og þunglyndi sem ég hef þróað með mér eftir lífsreynslu mína varðandi svæfinguna, að vera næstum dáinn, gjörgæsluna og einmannaleikann sem fylgir þessu öllu að eiga bara samskipti við fólk með grímur og svo framvegis,“ skrifar William. Líðan Williams er að eigin sögn mun betri í dag en í gær. Hann kveðst ánægður með að hafa fengið greiningu á því sem hefur hrjáð hann síðustu daga og beinir því til fólks að fara áfram varlega með tilliti til sóttvarna. Enginn eigi að þurfa að leggjast inn á gjörgæslu eða fara í öndunarvél. „Niðurlagið í þessu öllu saman er að við þurfum að fara varlega, við einbeitum okkur svo mikið að enginn eigi að deyja úr þessari veiru, að við erum með frábært sjúkrahús og sjúkrateymi sem geta tekið við þeim veiku vegna kæruleysis okkar, en fyrir mér vil ég helst að enginn fari í öndunarvél eða á gjörgæslu. Enginn á að þurfa að upplifa það að óþörfu. Við þurfum að halda áfram að passa okkur, sérstaklega nálægt viðkvæmum hópum.“ Færslu Williams má lesa í heild hér ofar í fréttinni. Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þó greindust tveir með kórónuveirusmit á landamærunum, en bíða báðir mótefnamælingar. Þetta er í fyrsta sinn frá 10. ágúst þar sem enginn greinist innanlands. Enginn liggur nú á sjúkrahúsi af völdum veirunnar, samkvæmt tölum morgunsins á Covid.is. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
William Thomas Möller, sem greindist með kórónuveiruna í byrjun ágúst, veiktist mjög alvarlega af veirunni og lá sofandi í öndunarvél í fimm daga. Hann lýsir óþægilegum draumförum, ofsjónum og ofsóknaræði sem greip hann þegar hann var hvað veikastur í Facebook-færslu sem birtist í gærkvöldi. Þá glímir hann enn við erfið eftirköst sýkingarinnar – ekki síst andleg. William var lagður inn á gjörgæslu með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur, í byrjun ágúst. Hann er einn fárra sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús í þessari seinni bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. William losnaði úr öndunarvélinni 13. ágúst, eftir að hafa verið tengdur sofandi við hana í fimm daga, og var þá lagður inn á almenna deild. Ældi hálfum skúringadalli af vatni William segir í færslu sinni á Facebook að þann 4. ágúst hafi hann verið orðinn mjög veikur. Hann hafi hóstað þar til hann kúgaðist og ældi vatni. Jenný Guðnadóttir, eiginkona Williams, ók honum á bráðamóttöku strax og hún kom heim úr vinnunni þá um kvöldið. „Þá hafði ég ælt næstum hálfum skúringadalli af vatni á minna en 4 tímum. Ég var byrjaður að heyra ofheyrnir og jafnvel sjá ofsjónir, enda súrefnið í heilanum orðið lítið,“ skrifar William. Þar var honum tjáð að súrefnismettun hans væri orðin of lítil og grípa þyrfti til svæfingar. „Þeir sögðu að þeir þyrftu að svæfa mig og setja slöngu ofan í mig og láta mig vera á maganum svo ég fengi nægilegt súrefni. Það liðu varla fimmtán mínútur frá því að mér væri sagt þetta og að ég væri svæfður. Ég fékk engan tíma til að undirbúa mig, skammast mín, verða reiður, hræddur eða neitt. Fékk bara tíma til að hringja í Jenný og segja henni stöðuna,“ skrifar William. Þá lýsir hann óþægilegum og skrýtnum draumförum sem einkenndu legu hans á gjörgæslunni. „Nú hef ég verið svæfður oftar en flestir munu verða svæfðir á ævi sinni og aldrei hefur mig nokkurn tíman dreymt fyrr en núna. Í drauminum er alltaf myrkur, og ég er fastur á spítalanum, oftast er ég fastur í rúminu og eina sem ég get talað við er hjúkrunarfræðingur sem talar portúgölsku. Stundum man ég eftir mér á hlaupum á ganginum. Ég man að það voru gluggar í draumnum en úti var alltaf allt svart. Ég var sofandi í fimm daga.“ Annars kveðst William afar lítið muna eftir innlögninni á gjörgæsludeild. Síðasta daginn á deildinni hafi þó runnið á hann mikið ofsóknaræði og hann fengið ofsjónir og dreymt martraðir. Hann hafi vart náð að greina á milli draums og veruleika. „Martraðir sem voru svo raunverulegar og svo hræðilegar að í dag finnst mér ennþá eins og þær hafi gerst.“ Streita og þunglyndi eftir svæfinguna William var loks lagður inn á almenna deild og lá þar í nokkra daga. Hann segir dvölina þar hafa einkennst af einmanaleika þó að starfsfólk hafi hugsað vel um hann. Að endingu var hann svo útskrifaður af spítalanum, þar sem við tók endurhæfing. William segir hana hafa gengið vel þangað til að hann varð fyrir miklu bakslagi. „Ég byrjaði að fá mikil einkenni í brjósti og hjartanu ásamt svima og öðrum einkennum og þetta var svo nýtt fyrir mér að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall.“ William fór upp á bráðamóttöku aðfaranótt laugardags en ekkert kom út úr prófum sem hann gekkst undir þar. Hann var því útskrifaður en við heimkomu byrjaði hann að finna fyrir hausverk, doða í höndum og skjálfta. Á laugardag leitaði hann aftur á bráðamóttöku. „Þar sem það var dagur þá þurfti ég að bíða í rúmlega þrjá tíma á bráða móttökunni áður en ég fékk aðstoð. En í þetta skipti var læknirinn fljótari að koma og aðstoða mig. Hann tók viðtal við mig, skoðaði gögnin og ráðfærði sig við sérfræðing og þeir komust að því að ég væri með mjög alvarleg einkenni við streitu og þunglyndi sem ég hef þróað með mér eftir lífsreynslu mína varðandi svæfinguna, að vera næstum dáinn, gjörgæsluna og einmannaleikann sem fylgir þessu öllu að eiga bara samskipti við fólk með grímur og svo framvegis,“ skrifar William. Líðan Williams er að eigin sögn mun betri í dag en í gær. Hann kveðst ánægður með að hafa fengið greiningu á því sem hefur hrjáð hann síðustu daga og beinir því til fólks að fara áfram varlega með tilliti til sóttvarna. Enginn eigi að þurfa að leggjast inn á gjörgæslu eða fara í öndunarvél. „Niðurlagið í þessu öllu saman er að við þurfum að fara varlega, við einbeitum okkur svo mikið að enginn eigi að deyja úr þessari veiru, að við erum með frábært sjúkrahús og sjúkrateymi sem geta tekið við þeim veiku vegna kæruleysis okkar, en fyrir mér vil ég helst að enginn fari í öndunarvél eða á gjörgæslu. Enginn á að þurfa að upplifa það að óþörfu. Við þurfum að halda áfram að passa okkur, sérstaklega nálægt viðkvæmum hópum.“ Færslu Williams má lesa í heild hér ofar í fréttinni. Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þó greindust tveir með kórónuveirusmit á landamærunum, en bíða báðir mótefnamælingar. Þetta er í fyrsta sinn frá 10. ágúst þar sem enginn greinist innanlands. Enginn liggur nú á sjúkrahúsi af völdum veirunnar, samkvæmt tölum morgunsins á Covid.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira