Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2020 11:08 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum um valdarán gegn honum, samsæriskenningum um að verið sé að ýkja fjölda látinna vegna Covid-19 og að mótmæli gegn ofbeldi lögreglu í garð blökkumanna í Bandaríkjunum sé dulbúin valdaránstilraun gegn forsetanum. Hann deildi einnig ákalli um að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, yrði handtekinn, hótaði að senda öryggissveitir gegn mótmælendum fyrir utan hvíta húsið, lýsti yfir stuðningi við stuðningsmann sem sakaður er um morð og ýmislegt annað. Að morgni sunnudagsins, frá 5:49 til 8:04 um morguninn, að staðartíma, tísti Trump eða endurstísti alls 89 sinnum, áður en hann fór í golf í einkaklúbbi sínum í Virginíu. Bróðurpartur þessa tísta sneru að Portland, þar sem maður var skotinn til bana á laugardaginn. New York Times segir eitt umdeildasta endurtíst Trump hafa snúið að miðlinum One America News Network, sem dreifir reglulega samsæriskenningum og umdeildu efni til stuðnings forsetans. Þá endurtísti hann tísti OAN þar sem því er haldið fram að mótmælin séu vel skipulögð og fjármögnuð af leynilegum hópi anarkista, Markmiðið sé að velta Trump úr sessi. According to the mainstream media, the riots & extreme violence are completely unorganized. However, it appears this coup attempt is led by a well funded network of anarchists trying to take down the President.Tune in Saturday, August 29th at 10 p.m. EST / 7 p.m. PST! pic.twitter.com/UlbseVRInw— One America News (@OANN) August 27, 2020 Trump deildi einnig tístum um umfjöllun hins hægri sinnaða miðils Gatewaypundit. Þar er því haldið fram að einungis níu þúsund manns hafi dáið í Bandaríkjunum vegna Covid-19. ekki rúmlega 183 þúsund manns, eins og opinberar tölur segja til um. Í greininni eru forsvarsmenn sóttvarna í Bandaríkjunum, Anthony Fauci og Deborah L. Birx, gagnrýnd fyrir að vilja slökkva á efnahagi Bandaríkjanna vegna einungis níu þúsund dauðsfalla. Minnst einu þessara tísta hefur verið eytt af Twitter. 🚨🚨🚨🚨🚨🚨🚨🚨🚨 https://t.co/kcbyFcxoEL— Jenna Ellis (@JennaEllisEsq) August 30, 2020 Trump hélt því sömuleiðis fram á Twitter um helgina að hann væri í rauninni að koma betur út úr skoðanakönnunum en Joe Biden, mótframbjóðandi hans. Það er ekki rétt. Sömuleiðis hélt hann áfram að kalla eftir því að öryggissveitir yrðu sendar gegn mótmælendum, sem hann hefur ítrekað kallað anarkista og jafnvel hryðjuverkamenn. Nú í nótt kallaði hann mótmælendur, og sérstaklega þá sem tilheyra ANTIFA-hreyfingunni, anarkista, þrjóta og æsingamenn. When is Slow Joe Biden going to criticize the Anarchists, Thugs & Agitators in ANTIFA? When is he going to suggest bringing up the National Guard in BADLY RUN & Crime Infested Democrat Cities & States? Remember, he can’t lose the Crazy Bernie Super Liberal vote!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 31, 2020 Þá hrósaði hann stuðningsmönnum sínum, sem mynduðu bílalest og keyrðu í gegnum miðborg Portland um helgina, þar sem mótmæli gegn lögregluofbeldi fóru fram. Stuðningsmennirnir skutu á mótmælendur úr loft- og málningarbyssum. Þessum stuðningsmönnum lýsti Trump sem „MIKLUM FÖÐURLANDSVINUM“. Einn yfirlýstur stuðningsmaður öfgahægrisamtakanna Patriot Prayer, var svo skotinn til bana. Sá hét Aaron Danielsson er leitar lögreglan að Michael Forest Reinoehl, 48 ára gömlum manni sem áður hefur verið sakaður um að vera með hlaðna byssu á mótmælum í Portland, samkvæmt frétt Oregonian. Reinoehl kallar sig and-fasista og hefur verið viðloðinn mótmæli í Portland frá því í júní. Fjölskyldumeðlimir hans hafa borið kennsl á hann úr myndböndum af skotárásinni og hafa sömuleiðis lýst honum sem óskynsömum fíkli sem sé verulega skuldsettur. Hann er ekki búinn að vera í samskiptum við fjölskyldu sína í þrjú ár. Þann 5. júlí var hann ákærður fyrir að vera með hlaðna byssu á almannafæri, að hlýða ekki skipunum lögreglu og að hindra störf lögreglu. Ákærurnar voru þó felldar niður en samkvæmt Oregonian liggur ekki fyrir af hverju. Ekkert tjáð sig um mótmæli í Washington DC Trump hefur ekkert sagt um mjög fjölmenn og friðsöm mótmæli sem fóru fram í Washington DC um helgina. Þar komu tugir þúsunda saman til að mótmæla kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum og kalla eftir umbótum. Þar hvöttu ræðumenn fólk til að kjósa. Framtíð barna þeirra væri í húfi og jafnvel líf þeirra. Óreiða og stjórnleysi hjálpi Trump AP fréttaveitan segir ráðgjafa Trump sannfærða um að hörð afstaða hans „með lögum og reglu“ muni hjálpa honum og þá sérstaklega að ná til háskólamenntaðra kvenna, sem hafa snúist gegn forsetanum í skoðanakönnunum. Kellyanne Conway, einn helsti ráðgjafi Trump, sagði nýverið í viðtali á Fox News að óreiðan og stjórnleysið í Bandaríkjunum hjálpaði Trump. Fylgi hans væri að aukast vegna þessa. „Því meiri óreiða og stjórnleysi og skemmmdarverk og ofbeldi, því betra er það fyrir augljósa valið um hver er bestur til að tryggja lög og reglu,“ sagði hún. "The more chaos and anarchy and vandalism and violence reigns, the better it is for the very clear choice on who's best on public safety and law and order" -- Kellyanne Conway makes a case that the killings of peaceful protesters will benefit Trump politically pic.twitter.com/ClJ6ArrbkE— Aaron Rupar (@atrupar) August 27, 2020 Við fyrstu sýn, virðist það rétt hjá Conway. Trump hefur sótt á í skoðanakönnunum að undanförnu. Hann hefur í allt sumar haldið því fram að anarkistar sitji um borgir Bandaríkjanna og að Demókratar muni rústa Bandaríkjunum, verði Joe Biden kjörinn forseti. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 Þorri atburðarásarinnar í Kenosha fangaður á myndband Lögreglan í Kenosha í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Atburðarásin náðist að stórum hluta á myndbönd. 27. ágúst 2020 10:36 Segir Bandaríkjamenn ekki verða örugga í „Bandaríkjum Joe Biden“ Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, varaði í nótt við að ofbeldisverk og mótmæli munu dreifast til fleiri bandarískra borga, fari svo að Joe Biden vinni sigur í forsetakosningunum í nóvember. 27. ágúst 2020 08:20 „Fínpússaður“ Trump til sýnis Fínpússuð útgáfa af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var til sýnis á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins. Með því vilja Trump-liðar ná til kjósenda sem eru ekki sáttir við framferði forsetans. 26. ágúst 2020 10:32 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum um valdarán gegn honum, samsæriskenningum um að verið sé að ýkja fjölda látinna vegna Covid-19 og að mótmæli gegn ofbeldi lögreglu í garð blökkumanna í Bandaríkjunum sé dulbúin valdaránstilraun gegn forsetanum. Hann deildi einnig ákalli um að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, yrði handtekinn, hótaði að senda öryggissveitir gegn mótmælendum fyrir utan hvíta húsið, lýsti yfir stuðningi við stuðningsmann sem sakaður er um morð og ýmislegt annað. Að morgni sunnudagsins, frá 5:49 til 8:04 um morguninn, að staðartíma, tísti Trump eða endurstísti alls 89 sinnum, áður en hann fór í golf í einkaklúbbi sínum í Virginíu. Bróðurpartur þessa tísta sneru að Portland, þar sem maður var skotinn til bana á laugardaginn. New York Times segir eitt umdeildasta endurtíst Trump hafa snúið að miðlinum One America News Network, sem dreifir reglulega samsæriskenningum og umdeildu efni til stuðnings forsetans. Þá endurtísti hann tísti OAN þar sem því er haldið fram að mótmælin séu vel skipulögð og fjármögnuð af leynilegum hópi anarkista, Markmiðið sé að velta Trump úr sessi. According to the mainstream media, the riots & extreme violence are completely unorganized. However, it appears this coup attempt is led by a well funded network of anarchists trying to take down the President.Tune in Saturday, August 29th at 10 p.m. EST / 7 p.m. PST! pic.twitter.com/UlbseVRInw— One America News (@OANN) August 27, 2020 Trump deildi einnig tístum um umfjöllun hins hægri sinnaða miðils Gatewaypundit. Þar er því haldið fram að einungis níu þúsund manns hafi dáið í Bandaríkjunum vegna Covid-19. ekki rúmlega 183 þúsund manns, eins og opinberar tölur segja til um. Í greininni eru forsvarsmenn sóttvarna í Bandaríkjunum, Anthony Fauci og Deborah L. Birx, gagnrýnd fyrir að vilja slökkva á efnahagi Bandaríkjanna vegna einungis níu þúsund dauðsfalla. Minnst einu þessara tísta hefur verið eytt af Twitter. 🚨🚨🚨🚨🚨🚨🚨🚨🚨 https://t.co/kcbyFcxoEL— Jenna Ellis (@JennaEllisEsq) August 30, 2020 Trump hélt því sömuleiðis fram á Twitter um helgina að hann væri í rauninni að koma betur út úr skoðanakönnunum en Joe Biden, mótframbjóðandi hans. Það er ekki rétt. Sömuleiðis hélt hann áfram að kalla eftir því að öryggissveitir yrðu sendar gegn mótmælendum, sem hann hefur ítrekað kallað anarkista og jafnvel hryðjuverkamenn. Nú í nótt kallaði hann mótmælendur, og sérstaklega þá sem tilheyra ANTIFA-hreyfingunni, anarkista, þrjóta og æsingamenn. When is Slow Joe Biden going to criticize the Anarchists, Thugs & Agitators in ANTIFA? When is he going to suggest bringing up the National Guard in BADLY RUN & Crime Infested Democrat Cities & States? Remember, he can’t lose the Crazy Bernie Super Liberal vote!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 31, 2020 Þá hrósaði hann stuðningsmönnum sínum, sem mynduðu bílalest og keyrðu í gegnum miðborg Portland um helgina, þar sem mótmæli gegn lögregluofbeldi fóru fram. Stuðningsmennirnir skutu á mótmælendur úr loft- og málningarbyssum. Þessum stuðningsmönnum lýsti Trump sem „MIKLUM FÖÐURLANDSVINUM“. Einn yfirlýstur stuðningsmaður öfgahægrisamtakanna Patriot Prayer, var svo skotinn til bana. Sá hét Aaron Danielsson er leitar lögreglan að Michael Forest Reinoehl, 48 ára gömlum manni sem áður hefur verið sakaður um að vera með hlaðna byssu á mótmælum í Portland, samkvæmt frétt Oregonian. Reinoehl kallar sig and-fasista og hefur verið viðloðinn mótmæli í Portland frá því í júní. Fjölskyldumeðlimir hans hafa borið kennsl á hann úr myndböndum af skotárásinni og hafa sömuleiðis lýst honum sem óskynsömum fíkli sem sé verulega skuldsettur. Hann er ekki búinn að vera í samskiptum við fjölskyldu sína í þrjú ár. Þann 5. júlí var hann ákærður fyrir að vera með hlaðna byssu á almannafæri, að hlýða ekki skipunum lögreglu og að hindra störf lögreglu. Ákærurnar voru þó felldar niður en samkvæmt Oregonian liggur ekki fyrir af hverju. Ekkert tjáð sig um mótmæli í Washington DC Trump hefur ekkert sagt um mjög fjölmenn og friðsöm mótmæli sem fóru fram í Washington DC um helgina. Þar komu tugir þúsunda saman til að mótmæla kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum og kalla eftir umbótum. Þar hvöttu ræðumenn fólk til að kjósa. Framtíð barna þeirra væri í húfi og jafnvel líf þeirra. Óreiða og stjórnleysi hjálpi Trump AP fréttaveitan segir ráðgjafa Trump sannfærða um að hörð afstaða hans „með lögum og reglu“ muni hjálpa honum og þá sérstaklega að ná til háskólamenntaðra kvenna, sem hafa snúist gegn forsetanum í skoðanakönnunum. Kellyanne Conway, einn helsti ráðgjafi Trump, sagði nýverið í viðtali á Fox News að óreiðan og stjórnleysið í Bandaríkjunum hjálpaði Trump. Fylgi hans væri að aukast vegna þessa. „Því meiri óreiða og stjórnleysi og skemmmdarverk og ofbeldi, því betra er það fyrir augljósa valið um hver er bestur til að tryggja lög og reglu,“ sagði hún. "The more chaos and anarchy and vandalism and violence reigns, the better it is for the very clear choice on who's best on public safety and law and order" -- Kellyanne Conway makes a case that the killings of peaceful protesters will benefit Trump politically pic.twitter.com/ClJ6ArrbkE— Aaron Rupar (@atrupar) August 27, 2020 Við fyrstu sýn, virðist það rétt hjá Conway. Trump hefur sótt á í skoðanakönnunum að undanförnu. Hann hefur í allt sumar haldið því fram að anarkistar sitji um borgir Bandaríkjanna og að Demókratar muni rústa Bandaríkjunum, verði Joe Biden kjörinn forseti.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 Þorri atburðarásarinnar í Kenosha fangaður á myndband Lögreglan í Kenosha í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Atburðarásin náðist að stórum hluta á myndbönd. 27. ágúst 2020 10:36 Segir Bandaríkjamenn ekki verða örugga í „Bandaríkjum Joe Biden“ Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, varaði í nótt við að ofbeldisverk og mótmæli munu dreifast til fleiri bandarískra borga, fari svo að Joe Biden vinni sigur í forsetakosningunum í nóvember. 27. ágúst 2020 08:20 „Fínpússaður“ Trump til sýnis Fínpússuð útgáfa af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var til sýnis á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins. Með því vilja Trump-liðar ná til kjósenda sem eru ekki sáttir við framferði forsetans. 26. ágúst 2020 10:32 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00
Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31
Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00
„Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37
Þorri atburðarásarinnar í Kenosha fangaður á myndband Lögreglan í Kenosha í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Atburðarásin náðist að stórum hluta á myndbönd. 27. ágúst 2020 10:36
Segir Bandaríkjamenn ekki verða örugga í „Bandaríkjum Joe Biden“ Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, varaði í nótt við að ofbeldisverk og mótmæli munu dreifast til fleiri bandarískra borga, fari svo að Joe Biden vinni sigur í forsetakosningunum í nóvember. 27. ágúst 2020 08:20
„Fínpússaður“ Trump til sýnis Fínpússuð útgáfa af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var til sýnis á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins. Með því vilja Trump-liðar ná til kjósenda sem eru ekki sáttir við framferði forsetans. 26. ágúst 2020 10:32