Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum.
Sara Björk kom eins og kunnugt er frá Wolfsburg til Lyon í sumar og líkt og í undanúrslitaleiknum var Hafnfirðingurinn í byrjunarliðinu hjá franska liðinu í dag sem hafði staðið uppi sem sigurvegari í keppninni síðustu fimm ár.
Evrópumeistararnir voru mikið sterkari aðilinn fyrsta stundarfjórðunginn og fengu nokkur fín færi en fyrsta markið kom á 25. mínútu er Eugenie Le Sommer skoraði.
Lyon komst upp hægri vænginn, Sommer skaut að marki en Friederike Abt varði boltann beint fyrir fætur Sommer á ný sem kom boltanum framhjá liggjandi Abt. Frönsku meistararnir komnir í 1-0.
With her first-half goal, Eugénie Le Sommer has gone ahead of legendary Brazilian forward Marta as fourth outright top goalscorer in the competition #UWCLfinal #UWCL pic.twitter.com/kfM0ysVdX1
— #UWCL (@UWCL) August 30, 2020
Saki Kumagai tvöfaldaði forystuna á 44. mínútu og það var afar verðskuldað. Hún fékk boltann rétt fyrir utan vítateigsbogann og þrumaði boltanum í hornið. Ansi laglegt mark og 2-0 í hálfleik.
Það voru ekki liðnar nema tíu mínútur af síðari hálfleik er Alexandra Popp minnkaði muninn fyrir Wolfsburg. Þær geystust upp vinstri vænginn, gáfu boltann fyrir markið og Popp kom boltanum í netið eftir darraðadans.
Leikurinn róaðist mikið eftir mark Wolfsburg og náðu þær ekki að skapa sér mörg hættuleg færi. Þær náðu ekki að jafna metin en Lyon voru ekki hættar.
Sara Björk gerði sér lítið fyrir og skoraði þriðja mark Lyon er 87. mínútur voru komnar á klukkuna. Eftir hornspyrnu, þá var hún fljót að hugsa og potaði boltanum yfir línuna. Magnað fyrir Söru og lokatölur 3-1.
HISTORIQUE. INCROYABLE. LÉGENDAIRE.
— OL Féminin (@OLfeminin) August 30, 2020
Avec cette victoire face à @VfLWob_Frauen (3 à 1) en #UWCLFinal, nos joueuses remportent la 7ème @uwcl du club et marquent à jamais l histoire du football avec ce cinquième sacre consécutif ! #WOLOL
CHAMP7ONNES ! pic.twitter.com/wDYEVHg7Q9
Sara Björk spilaði allan leikinn fyrir Lyon og gerði afar vel. Hún stóð sig vel á miðjunni, sinnti góðri varnarskyldu og skilaði boltanum vel frá sér. Markið var svo punkturinn yfir i-ið á frammistöðu Söru.