Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. ágúst 2020 11:38 Styttan sem um ræðir. Mynd/Getty Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. Mótmælendurnir segja hann hafa verið hluta af mótun grimmilegrar stefnu sem leiddi til dauða fjölda innfæddra Kanadabúa seint á 19. öld. Á samfélagsmiðlum hafa birst myndbönd af því þegar styttan var rifin niður. Við það losnaði höfuð styttunnar af og heyra mátti mikinn fögnuð viðstaddra þegar hún féll til jarðar. Statue taken down today in so-called #Montreal #BlackLivesMatter #DefundPolice #manifencours #decolonize Kanada pic.twitter.com/0TYGayWUiK— Nore (@noreornot) August 29, 2020 Forsætisráðherra Québec, fylkisins þar sem Montreal er staðsett, hefur fordæmt athæfi mótmælendanna. „Að eyðileggja hluta úr sögu okkar er engin lausn,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir François Legault forsætisráðherra. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn vegna málsins. Macdonald var forsætisráðherra Kanada á árunum 1867 til 1873 og aftur frá 1878 til 1891. Hann lagði meðal annars grunninn að svæðisskólakerfi Kanada. Í meira en öld var kerfið notað til þess að fjarlægja yfir 150.000 innfædd börn af heimilum sínum og flytja þau í heimavistarskóla á vegum ríkisins. Í skólunum var innfæddum börnum bannað að tala móðurmál sitt og lifa eftir sinni menningu. Þá voru mörg barnanna misnotuð og sum dóu í skólunum. Í skýrslu sem kanadíska ríkisstjórnin gaf út árið 2015 voru aðfarirnar kallaðar „menningarlegt þjóðarmorð.“ Þá hefur Macdonald verið sakaður um að leyfa hungursneyð og sjúkdómum að grassera í samfélögum innfæddra. Ríkisstjórn hans er sögð hafa neytt samfélög innfæddra til þess að yfirgefa heimaslóðir sínar með því að neita þeim um mat og vistir uns fólkið færði sig um set. Kanada Tengdar fréttir Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Unnu skemmdarverk á styttu af umdeildum rithöfundi sem þau kalla rasista og nauðgara Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á. 14. júní 2020 22:28 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45 Rifu niður styttu af hershöfðingja Suðurríkjanna Lítill hópur mótmælanda reif niður styttu af suðurríkjaleiðtoganum Williams Carter Wickham hershöfðingja sem stóð í borginni Richmond í Virginíu. 7. júní 2020 15:18 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. Mótmælendurnir segja hann hafa verið hluta af mótun grimmilegrar stefnu sem leiddi til dauða fjölda innfæddra Kanadabúa seint á 19. öld. Á samfélagsmiðlum hafa birst myndbönd af því þegar styttan var rifin niður. Við það losnaði höfuð styttunnar af og heyra mátti mikinn fögnuð viðstaddra þegar hún féll til jarðar. Statue taken down today in so-called #Montreal #BlackLivesMatter #DefundPolice #manifencours #decolonize Kanada pic.twitter.com/0TYGayWUiK— Nore (@noreornot) August 29, 2020 Forsætisráðherra Québec, fylkisins þar sem Montreal er staðsett, hefur fordæmt athæfi mótmælendanna. „Að eyðileggja hluta úr sögu okkar er engin lausn,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir François Legault forsætisráðherra. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn vegna málsins. Macdonald var forsætisráðherra Kanada á árunum 1867 til 1873 og aftur frá 1878 til 1891. Hann lagði meðal annars grunninn að svæðisskólakerfi Kanada. Í meira en öld var kerfið notað til þess að fjarlægja yfir 150.000 innfædd börn af heimilum sínum og flytja þau í heimavistarskóla á vegum ríkisins. Í skólunum var innfæddum börnum bannað að tala móðurmál sitt og lifa eftir sinni menningu. Þá voru mörg barnanna misnotuð og sum dóu í skólunum. Í skýrslu sem kanadíska ríkisstjórnin gaf út árið 2015 voru aðfarirnar kallaðar „menningarlegt þjóðarmorð.“ Þá hefur Macdonald verið sakaður um að leyfa hungursneyð og sjúkdómum að grassera í samfélögum innfæddra. Ríkisstjórn hans er sögð hafa neytt samfélög innfæddra til þess að yfirgefa heimaslóðir sínar með því að neita þeim um mat og vistir uns fólkið færði sig um set.
Kanada Tengdar fréttir Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Unnu skemmdarverk á styttu af umdeildum rithöfundi sem þau kalla rasista og nauðgara Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á. 14. júní 2020 22:28 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45 Rifu niður styttu af hershöfðingja Suðurríkjanna Lítill hópur mótmælanda reif niður styttu af suðurríkjaleiðtoganum Williams Carter Wickham hershöfðingja sem stóð í borginni Richmond í Virginíu. 7. júní 2020 15:18 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21
Unnu skemmdarverk á styttu af umdeildum rithöfundi sem þau kalla rasista og nauðgara Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á. 14. júní 2020 22:28
Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45
Rifu niður styttu af hershöfðingja Suðurríkjanna Lítill hópur mótmælanda reif niður styttu af suðurríkjaleiðtoganum Williams Carter Wickham hershöfðingja sem stóð í borginni Richmond í Virginíu. 7. júní 2020 15:18