Ungmenni vilja svansvottaðar byggingar í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. ágúst 2020 17:20 Egill Örnuson Hermannsson, sem á sæti í ungmennaráði Sveitarfélagsins Árborgar og fer fyrir málinu um svansvottunina. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ungmennaráð Árborgar hefur lagt það til við bæjarstjórn Árborgar að allar byggingar, sem byggðar eru á vegum sveitarfélagsins séu svansvottaðar en svansvottun er opinbert norrænt umhverfismerki. Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að vísað erindi ungmennaráðs til fræðslunefndar, eigna- og veitunefndar og umhverfisnefndar til skoðunar. Ungmennaráð vill að allar byggingar, sem byggðar eru á vegum Árborgar séu Svansvottaðar og segir að góð byrjun væri nýr grunnskóli sem er verið að byggja á Selfossi. „Þeir sem sækja um vottunina þurfa að sýna fram á að varan sé umhverfisvæn allt frá framleiðslu og þar til henni er fargað. Þetta er vottun sem norræna ráðherranefndin kom á fót 1989 og Umhverfisstofnun sér um þetta hér á Íslandi,“ segir Egill Örnuson Hermannsson, sem á sæti í ungmennaráði Árborgar. En hvað kemur til að ungmennaráð Árborgar er að spá í þessi mál? „Við brennum mikið fyrir umhverfismálum og ungt fólk nú til dagsins. Innblásturinn fyrir þetta var að ráðið komast að því að nýr skóli í Kópavogi, nýr Kársnesskóli átti að vera byggður af hefðbundnum hætti, þar að segja steinsteypu og svo kom sú hugmynd upp á borðið hjá þeim að húsið yrði frekar byggt úr timbureiningum og skólinn yrði þá allur svansvottaður. Þá ætluðum við nú ekki að vera númer tvö í Árborg, við ætluðum bara að vera best og þá að byggja okkar eigin skóla Svansvottaðan,“ segir Egill. Um 10 þúsund manns búa í Sveitarfélaginu Árborg í dag en hér er loftmynd af Selfossi, sem er alltaf að þenjast meira og meira út. Ungmennaráð leggur til að allar byggingar sveitarfélagsins í framtíðinni verði svansvottaðar.Mats Wibe Lund Egill segir að nýr miðbær, sem er verið að byggja á Selfossi af einkaaðilum sé svansvottaður og því ætti Árborg að fara létt með það að svansvotta sínar byggingar, sem verða byggðar í framtíðinni. En hvernig hefur bæjarstjórn Árborgar tekið bókun ungmennaráðsins? „Þau tóku ágætlega í það á síðsta fundi bæjarstjórnar, þau samþykktu samhljóða að setja málið í nefndir og ætla svo að skoða hvað þetta þýðir fyrir sveitarfélagið,“ segir Egill. Árborg Umhverfismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Ungmennaráð Árborgar hefur lagt það til við bæjarstjórn Árborgar að allar byggingar, sem byggðar eru á vegum sveitarfélagsins séu svansvottaðar en svansvottun er opinbert norrænt umhverfismerki. Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að vísað erindi ungmennaráðs til fræðslunefndar, eigna- og veitunefndar og umhverfisnefndar til skoðunar. Ungmennaráð vill að allar byggingar, sem byggðar eru á vegum Árborgar séu Svansvottaðar og segir að góð byrjun væri nýr grunnskóli sem er verið að byggja á Selfossi. „Þeir sem sækja um vottunina þurfa að sýna fram á að varan sé umhverfisvæn allt frá framleiðslu og þar til henni er fargað. Þetta er vottun sem norræna ráðherranefndin kom á fót 1989 og Umhverfisstofnun sér um þetta hér á Íslandi,“ segir Egill Örnuson Hermannsson, sem á sæti í ungmennaráði Árborgar. En hvað kemur til að ungmennaráð Árborgar er að spá í þessi mál? „Við brennum mikið fyrir umhverfismálum og ungt fólk nú til dagsins. Innblásturinn fyrir þetta var að ráðið komast að því að nýr skóli í Kópavogi, nýr Kársnesskóli átti að vera byggður af hefðbundnum hætti, þar að segja steinsteypu og svo kom sú hugmynd upp á borðið hjá þeim að húsið yrði frekar byggt úr timbureiningum og skólinn yrði þá allur svansvottaður. Þá ætluðum við nú ekki að vera númer tvö í Árborg, við ætluðum bara að vera best og þá að byggja okkar eigin skóla Svansvottaðan,“ segir Egill. Um 10 þúsund manns búa í Sveitarfélaginu Árborg í dag en hér er loftmynd af Selfossi, sem er alltaf að þenjast meira og meira út. Ungmennaráð leggur til að allar byggingar sveitarfélagsins í framtíðinni verði svansvottaðar.Mats Wibe Lund Egill segir að nýr miðbær, sem er verið að byggja á Selfossi af einkaaðilum sé svansvottaður og því ætti Árborg að fara létt með það að svansvotta sínar byggingar, sem verða byggðar í framtíðinni. En hvernig hefur bæjarstjórn Árborgar tekið bókun ungmennaráðsins? „Þau tóku ágætlega í það á síðsta fundi bæjarstjórnar, þau samþykktu samhljóða að setja málið í nefndir og ætla svo að skoða hvað þetta þýðir fyrir sveitarfélagið,“ segir Egill.
Árborg Umhverfismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði