Jafn miklum krafti verði eytt í geðheilbrigðismál og að berjast við veiruna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 14:30 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Vísir Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar leggur til að jafn miklum krafti verði eytt í að rannsaka orsakaþætti geðheilbrigðis og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar eins og að berjast við veiruna. Fréttastofa greindi frá því á dögunum að fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári sé farinn að nálgast það sem oft sést á heilu ári. Heimildir fréttastofu herma að sjálfsvíg séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segist meðvitaður um stöðuna. Grímur Atlason.Geðhjálp „Við erum meðvituð um það og höfum heyrt af því að þetta gæti verið hærri tala en oft áður. Einangrun og lokanir og efnahagslegar áhyggjur hafa vissulega haft áhrif á geðheilsu fólks. Deildir eru lokaðar, úrræði eru færri og lokuð jafnvel og sjálfshjálparhópar eins og AA hafa verið með skerta starfsemi og ekki geta tekið við fólki vegna fjöldtakmarkana,“ segir Grímur. Hann vill að horft sé á orsakaþætti geðheilbrigðis í þessu samhengi, hvernig almennt sé hægt að bæta geðheilsu. Þá hefur Grímur áhyggjur af því að nú séu sveitarfélögin að gera fjárhagsáætlanir með miklum niðurskurði. „Þá mun líklega vera skert þjónusta en frekar og við verðum að koma í veg fyrir það,“ segir Grímur. Ættum að vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar Garðar Sölvi Helgason, maður sem geðklofa sem er fastagestur á VIN dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann hefði gríðarlegar áhyggjur af félögum sínum sem einnig sækja Vin. Vegna skertrar þjónustu hafi fólk einangrast sem geti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. „Garðar er svo sannarlega ekki einn með þessar áhyggjur,“ segir Grímur. „Við erum í lok ágúst og það eru nokkrir mánuðir eftir af árinu. Tölfræðilega er þetta ekki uppbyggilegt að heyra töluna því þá má búast við því að fleiri bætist við,“ segir Grímur. Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. „Á tveimur áratugum eru þetta kannski þúsund manns (sem falla fyrir eigin hendi). Afhverju notum við ekki jafn mikinn kraft í að rannsaka og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar og fara í orsakaþættina og skoða þá. Við gætum gert það til dæmis með því að setja jafn mikið púður í þetta eins og að berjast við veiruna því þetta er svo sannarlega mikil veira,“ segir Grímur Atlason. Geðheilbrigði Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar leggur til að jafn miklum krafti verði eytt í að rannsaka orsakaþætti geðheilbrigðis og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar eins og að berjast við veiruna. Fréttastofa greindi frá því á dögunum að fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári sé farinn að nálgast það sem oft sést á heilu ári. Heimildir fréttastofu herma að sjálfsvíg séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segist meðvitaður um stöðuna. Grímur Atlason.Geðhjálp „Við erum meðvituð um það og höfum heyrt af því að þetta gæti verið hærri tala en oft áður. Einangrun og lokanir og efnahagslegar áhyggjur hafa vissulega haft áhrif á geðheilsu fólks. Deildir eru lokaðar, úrræði eru færri og lokuð jafnvel og sjálfshjálparhópar eins og AA hafa verið með skerta starfsemi og ekki geta tekið við fólki vegna fjöldtakmarkana,“ segir Grímur. Hann vill að horft sé á orsakaþætti geðheilbrigðis í þessu samhengi, hvernig almennt sé hægt að bæta geðheilsu. Þá hefur Grímur áhyggjur af því að nú séu sveitarfélögin að gera fjárhagsáætlanir með miklum niðurskurði. „Þá mun líklega vera skert þjónusta en frekar og við verðum að koma í veg fyrir það,“ segir Grímur. Ættum að vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar Garðar Sölvi Helgason, maður sem geðklofa sem er fastagestur á VIN dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann hefði gríðarlegar áhyggjur af félögum sínum sem einnig sækja Vin. Vegna skertrar þjónustu hafi fólk einangrast sem geti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. „Garðar er svo sannarlega ekki einn með þessar áhyggjur,“ segir Grímur. „Við erum í lok ágúst og það eru nokkrir mánuðir eftir af árinu. Tölfræðilega er þetta ekki uppbyggilegt að heyra töluna því þá má búast við því að fleiri bætist við,“ segir Grímur. Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. „Á tveimur áratugum eru þetta kannski þúsund manns (sem falla fyrir eigin hendi). Afhverju notum við ekki jafn mikinn kraft í að rannsaka og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar og fara í orsakaþættina og skoða þá. Við gætum gert það til dæmis með því að setja jafn mikið púður í þetta eins og að berjast við veiruna því þetta er svo sannarlega mikil veira,“ segir Grímur Atlason.
Geðheilbrigði Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira