Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2020 12:00 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft umtalsverðar breytingar í för með sér. Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard, segir stjórnvöld þurfa að tryggja að ekki verði gengið of langt í að skerða frelsi borgaranna. Vísir/Vilhelm Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi fólks. Hann óttast að fólk hætti að fara eftir reglunum ef gengið er of langt í aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í grein sem Jón Ívar skrifar í Morgunblaðið í dag. Hann telur Íslendingum hafa tekist vel til í baráttunni við veiruna, þá sérstaklega með aðstoð þríeykisins, Kára Stefánssonar og Íslenskrar erfðagreiningar og heilbrigðisstarfsfólks um allt land. Ákvarðanatökur hafi verið að skynsamlegar til þessa en nú sé staðan önnur. Hann segir það hafa verið viðbúið að með opnun landamæranna þann 15. júní myndu koma upp hópsmit hér innanlands. Þó þyrfti að taka tillit til þess að enginn hefði látist í annarri bylgju faraldursins hér á landi, rúmlega 200 hefðu smitast og færri þyrftu að leggjast inn á sjúkrahús. „Líklegasta skýringin á vægari einkennum er að nú eru yngri einstaklingar að sýkjast, en þeim farnast mun betur en þeim sem eru eldri eða með undirliggjandi sjúkdóma,“ skrifar Jón Ívar. Dánartíðnin sé lág hér á landi en hún sé enn lægri ef tekið sé mið af mótefnamælingum, þar sem 1,3 prósent landsmanna hefðu myndað mótefni. „Sem er reyndar vanmat þar sem ekki allir sem smitast mælast með mótefni.“ Dánarlíkur 1/500 Jón Ívar fer yfir dánarlíkur þeirra sem greinast með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 hér á landi og setur þær í samhengi við aðrar mögulegar dánarorsakir. Þannig séu líkurnar á því að deyja vegna kórónuveirusmits hér á landi 1/500. Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook „Til að setja þetta í samhengi eru ævilíkur á að deyja af hjarta- og æðasjúkdómi u.þ.b. 1/7, í bílslysi 1/114 og sem gangandi vegfarandi 1/647,“ skrifar Jón Ívar en bendir á að dánarlíkur séu einstaklingsbundnar. Þær megi þó reikna út hér. Hann segir baráttuna við farsóttina þó ekki aðeins snúast um dauðsföll heldur einnig aðra afleidda kvilla. Hann sé því ekki að gera lítið úr kórónuveirufaraldrinum en telur umræðu fjölmiðla vera til þess fallna að ala á ótta. Neikvæðu fréttirnar séu mun fleiri en þær jákvæðu. „Til dæmis voru viðbrögð vegna faraldursins vestra ekki til fyrirmyndar og Covid hefur í raun brunnið þar í gegn eins og sinueldur. En, án þess að það fari hátt í fjölmiðlum, þá hefur tilfellum í Bandaríkjunum farið fækkandi og lífið hér úti gengur almennt sinn vanagang.“ Jón Ívar segir fólk þurfa að búa sig undir það að lifa með veirunni í einhvern tíma, enda sé ekki hægt að segja til um hvenær bóluefni verði tilbúið og þá hversu áhrifaríkt og öruggt það verði. „Það er óraunhæf útópía að búa í veirufríu landi því það er ekki hægt að loka veiruna úti til lengdar eins og nýleg dæmi frá Færeyjum og Nýja-Sjálandi sanna. Það er skynsamlegra að gæta meðalhófs og vernda lýðheilsu, og þá sérstaklega að vernda viðkvæma hópa, en jafnframt að hlúa að frelsi einstaklinga og finna leiðir til að lágmarka skaðann fyrir alla.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm innanlandssmit og tvö virk á landamærunum Fimm innanlandssmit greindust í gær og voru öll þau sem greindust í sóttkví. 29. ágúst 2020 10:59 „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12 Eitt smit nóg til þess að hefja nýja bylgju Kári Stefánsson telur bestu leiðina til þess að verjast því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins gangi yfir landið með reglulegu millibili vera að skima fólk við komuna til landsins, skikka það í sóttkví og skima það svo aftur líkt 18. ágúst 2020 14:09 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi fólks. Hann óttast að fólk hætti að fara eftir reglunum ef gengið er of langt í aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í grein sem Jón Ívar skrifar í Morgunblaðið í dag. Hann telur Íslendingum hafa tekist vel til í baráttunni við veiruna, þá sérstaklega með aðstoð þríeykisins, Kára Stefánssonar og Íslenskrar erfðagreiningar og heilbrigðisstarfsfólks um allt land. Ákvarðanatökur hafi verið að skynsamlegar til þessa en nú sé staðan önnur. Hann segir það hafa verið viðbúið að með opnun landamæranna þann 15. júní myndu koma upp hópsmit hér innanlands. Þó þyrfti að taka tillit til þess að enginn hefði látist í annarri bylgju faraldursins hér á landi, rúmlega 200 hefðu smitast og færri þyrftu að leggjast inn á sjúkrahús. „Líklegasta skýringin á vægari einkennum er að nú eru yngri einstaklingar að sýkjast, en þeim farnast mun betur en þeim sem eru eldri eða með undirliggjandi sjúkdóma,“ skrifar Jón Ívar. Dánartíðnin sé lág hér á landi en hún sé enn lægri ef tekið sé mið af mótefnamælingum, þar sem 1,3 prósent landsmanna hefðu myndað mótefni. „Sem er reyndar vanmat þar sem ekki allir sem smitast mælast með mótefni.“ Dánarlíkur 1/500 Jón Ívar fer yfir dánarlíkur þeirra sem greinast með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 hér á landi og setur þær í samhengi við aðrar mögulegar dánarorsakir. Þannig séu líkurnar á því að deyja vegna kórónuveirusmits hér á landi 1/500. Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook „Til að setja þetta í samhengi eru ævilíkur á að deyja af hjarta- og æðasjúkdómi u.þ.b. 1/7, í bílslysi 1/114 og sem gangandi vegfarandi 1/647,“ skrifar Jón Ívar en bendir á að dánarlíkur séu einstaklingsbundnar. Þær megi þó reikna út hér. Hann segir baráttuna við farsóttina þó ekki aðeins snúast um dauðsföll heldur einnig aðra afleidda kvilla. Hann sé því ekki að gera lítið úr kórónuveirufaraldrinum en telur umræðu fjölmiðla vera til þess fallna að ala á ótta. Neikvæðu fréttirnar séu mun fleiri en þær jákvæðu. „Til dæmis voru viðbrögð vegna faraldursins vestra ekki til fyrirmyndar og Covid hefur í raun brunnið þar í gegn eins og sinueldur. En, án þess að það fari hátt í fjölmiðlum, þá hefur tilfellum í Bandaríkjunum farið fækkandi og lífið hér úti gengur almennt sinn vanagang.“ Jón Ívar segir fólk þurfa að búa sig undir það að lifa með veirunni í einhvern tíma, enda sé ekki hægt að segja til um hvenær bóluefni verði tilbúið og þá hversu áhrifaríkt og öruggt það verði. „Það er óraunhæf útópía að búa í veirufríu landi því það er ekki hægt að loka veiruna úti til lengdar eins og nýleg dæmi frá Færeyjum og Nýja-Sjálandi sanna. Það er skynsamlegra að gæta meðalhófs og vernda lýðheilsu, og þá sérstaklega að vernda viðkvæma hópa, en jafnframt að hlúa að frelsi einstaklinga og finna leiðir til að lágmarka skaðann fyrir alla.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm innanlandssmit og tvö virk á landamærunum Fimm innanlandssmit greindust í gær og voru öll þau sem greindust í sóttkví. 29. ágúst 2020 10:59 „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12 Eitt smit nóg til þess að hefja nýja bylgju Kári Stefánsson telur bestu leiðina til þess að verjast því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins gangi yfir landið með reglulegu millibili vera að skima fólk við komuna til landsins, skikka það í sóttkví og skima það svo aftur líkt 18. ágúst 2020 14:09 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Fimm innanlandssmit og tvö virk á landamærunum Fimm innanlandssmit greindust í gær og voru öll þau sem greindust í sóttkví. 29. ágúst 2020 10:59
„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12
Eitt smit nóg til þess að hefja nýja bylgju Kári Stefánsson telur bestu leiðina til þess að verjast því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins gangi yfir landið með reglulegu millibili vera að skima fólk við komuna til landsins, skikka það í sóttkví og skima það svo aftur líkt 18. ágúst 2020 14:09
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent