Álfarnir á Húsavík fóðraðir með smákökum og bjór Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2020 20:45 Álfahúsið góða. Þeir sem heimsótt hafa Húsavík í sumar vegna Eurovision-myndar Will Ferrel hafa meðal annars tekið upp á því að fóðra „álfana“ sem léku hlutverk í myndinni með smákökum og bjór. Þetta segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hóteleigandi á Húsavík, sem ræddi sumarið og þau áhrif sem myndin hefur haft á Húsavík í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum inn í sumar sem að vissum ekkert hvernig yrði. En við fundum það strax eftir að myndin kom út að fólk fór að gera sér ferð til Húsavíkur sérstaklega út af myndinni,“ sagði Örlygur Hnefill. Líkt og kunnugt er leikur Húsavík stórt hlutverk í myndinni og hafa bæði Íslendingar og þeir erlendir ferðamenn sem komið hafa hingað til lands í sumar streymt í bæinn, fyrst Íslendingarnir, svo erlendu ferðamennirnir. Örlygur Hnefill Örlygsson og Leonardo Piccione, báðir miklir Eurovision aðdáendur og veitingamenn á Jaja Ding Dong HúsavíkAðsend „Svo seinni part sumars þegar var farið af sjást meira af erlendu ferðafólki urðum við svolítið vör við það. Við urðum svolítið vör við það að fólk sem var komið til Íslands, ætlaði kannski ekki á Húsavík en hafði séð myndina og lagði leið sína sérstaklega norður út af henni,“ sagði Örlygur Hnefill. Ferðamennirnir séu mikið í því að mynda þá staði sem sjást í myndinni og þar á meðal álfahús sem Örlygur Hnefill og félagar byggðu eftir fyrirmyndinni sem bregður fyrir í myndinni sjálfri. „Það er búið að vera gríðarlegur straumur að húsinu í sumar. Og fólk er að skilja eftir, leikföng hafa verið skilinn eftir, smákökur líka og í tvo skipti bjór,“ sagði Örlygur Hnefill sem tók eftir bjórnum eitt kvöldið. Hugsaði hann þá með sér að hann myndi sækja bjórinn daginn eftir, en þá var búið að drekka hann. „Hvort það voru álfarnir eða einhver annar það verður að koma í ljós seinna.“ Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Bakvið tjöldin við tökur á Eurovision-myndinni Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 10. ágúst 2020 13:30 Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. 28. júlí 2020 23:23 Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31 Netflix gefur út tíu klukkustunda útgáfu af Jaja Ding Dong Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. 17. júlí 2020 15:29 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Þeir sem heimsótt hafa Húsavík í sumar vegna Eurovision-myndar Will Ferrel hafa meðal annars tekið upp á því að fóðra „álfana“ sem léku hlutverk í myndinni með smákökum og bjór. Þetta segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hóteleigandi á Húsavík, sem ræddi sumarið og þau áhrif sem myndin hefur haft á Húsavík í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum inn í sumar sem að vissum ekkert hvernig yrði. En við fundum það strax eftir að myndin kom út að fólk fór að gera sér ferð til Húsavíkur sérstaklega út af myndinni,“ sagði Örlygur Hnefill. Líkt og kunnugt er leikur Húsavík stórt hlutverk í myndinni og hafa bæði Íslendingar og þeir erlendir ferðamenn sem komið hafa hingað til lands í sumar streymt í bæinn, fyrst Íslendingarnir, svo erlendu ferðamennirnir. Örlygur Hnefill Örlygsson og Leonardo Piccione, báðir miklir Eurovision aðdáendur og veitingamenn á Jaja Ding Dong HúsavíkAðsend „Svo seinni part sumars þegar var farið af sjást meira af erlendu ferðafólki urðum við svolítið vör við það. Við urðum svolítið vör við það að fólk sem var komið til Íslands, ætlaði kannski ekki á Húsavík en hafði séð myndina og lagði leið sína sérstaklega norður út af henni,“ sagði Örlygur Hnefill. Ferðamennirnir séu mikið í því að mynda þá staði sem sjást í myndinni og þar á meðal álfahús sem Örlygur Hnefill og félagar byggðu eftir fyrirmyndinni sem bregður fyrir í myndinni sjálfri. „Það er búið að vera gríðarlegur straumur að húsinu í sumar. Og fólk er að skilja eftir, leikföng hafa verið skilinn eftir, smákökur líka og í tvo skipti bjór,“ sagði Örlygur Hnefill sem tók eftir bjórnum eitt kvöldið. Hugsaði hann þá með sér að hann myndi sækja bjórinn daginn eftir, en þá var búið að drekka hann. „Hvort það voru álfarnir eða einhver annar það verður að koma í ljós seinna.“ Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Bakvið tjöldin við tökur á Eurovision-myndinni Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 10. ágúst 2020 13:30 Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. 28. júlí 2020 23:23 Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31 Netflix gefur út tíu klukkustunda útgáfu af Jaja Ding Dong Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. 17. júlí 2020 15:29 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Bakvið tjöldin við tökur á Eurovision-myndinni Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 10. ágúst 2020 13:30
Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. 28. júlí 2020 23:23
Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31
Netflix gefur út tíu klukkustunda útgáfu af Jaja Ding Dong Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. 17. júlí 2020 15:29