Lýst eftir umhverfisáherslum! Hanna Katrín Friðriksson skrifar 28. ágúst 2020 14:45 Af hverju er áhersla á umhverfismál ekki alltumlykjandi í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem við ræðum nú á Alþingi? Af hverju er ekki verið að verja hluta fjármagnsins í atvinnuskapandi aðgerðir til að draga úr mengun í landbúnaði og samgöngum? Af hverju er ekki verið að leggja aukinn kraft í atvinnuskapandi rannsóknir á grænni tækni? Hvar eru umhverfissjónarmiðin þegar samningar standa yfir um ríkisábyrgð fyrir Icelandair? Hvar er umhverfisráðherra þegar offramboð er af ráðherrum ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlafundum þar sem fjallað er um kórónuveirutengd mál? Heimurinn „mun [...] aldrei verða á sama rólinu aftur. Við verðum að átta okkur á því að við munum ekki leita inn í nákvæmlega eins hagkerfi. [...] Þetta mun breyta mörgu í samskiptum í heiminum og hvernig menn munu hugsa.“ Þessi orð lét Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, falla á fyrsta blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í lok febrúar sl. Hann fékk sérstakt lof fyrir þessa framsýni, enda eigum við henni ekki að venjast hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. En voru þetta bara orðin tóm eða nær hin nýja hugsun ríkisstjórnarinnar ekki til umhverfisverndar? Umhverfismál, sér í lagi loftslagsmál þar sem við erum í miklum vanda varðandi það að mæta alþjóðlegum skuldbindingum, verða að vera í forgrunni hjá stjórnvöldum. Við stöndum frammi fyrir nýjum og krefjandi úrlausnarefnum sem kalla á nýjar lausnir. Þær lausnir eru mun líklegri til að verða til í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs þar sem nýsköpun og vöruþróun eru vænlegri til árangurs en eingöngu boð og bönn og skattar.Sjálfbærni, samkeppni og nýsköpun eru leiðarstef sem eiga að ríkja í öllum atvinnurekstri. Eitt af stærstu viðfangsefnum stjórnvalda er að skipa umgjörð sem gerir atvinnulífinu betur kleift að vera öflugur þátttakandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við í Viðreisn teljum að nú sé lag til að leggja virkilegan kraft í þessi mál. En þá þarf líka vilja stjórnvalda til. Er sá vilji til staðar? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Af hverju er áhersla á umhverfismál ekki alltumlykjandi í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem við ræðum nú á Alþingi? Af hverju er ekki verið að verja hluta fjármagnsins í atvinnuskapandi aðgerðir til að draga úr mengun í landbúnaði og samgöngum? Af hverju er ekki verið að leggja aukinn kraft í atvinnuskapandi rannsóknir á grænni tækni? Hvar eru umhverfissjónarmiðin þegar samningar standa yfir um ríkisábyrgð fyrir Icelandair? Hvar er umhverfisráðherra þegar offramboð er af ráðherrum ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlafundum þar sem fjallað er um kórónuveirutengd mál? Heimurinn „mun [...] aldrei verða á sama rólinu aftur. Við verðum að átta okkur á því að við munum ekki leita inn í nákvæmlega eins hagkerfi. [...] Þetta mun breyta mörgu í samskiptum í heiminum og hvernig menn munu hugsa.“ Þessi orð lét Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, falla á fyrsta blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í lok febrúar sl. Hann fékk sérstakt lof fyrir þessa framsýni, enda eigum við henni ekki að venjast hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. En voru þetta bara orðin tóm eða nær hin nýja hugsun ríkisstjórnarinnar ekki til umhverfisverndar? Umhverfismál, sér í lagi loftslagsmál þar sem við erum í miklum vanda varðandi það að mæta alþjóðlegum skuldbindingum, verða að vera í forgrunni hjá stjórnvöldum. Við stöndum frammi fyrir nýjum og krefjandi úrlausnarefnum sem kalla á nýjar lausnir. Þær lausnir eru mun líklegri til að verða til í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs þar sem nýsköpun og vöruþróun eru vænlegri til árangurs en eingöngu boð og bönn og skattar.Sjálfbærni, samkeppni og nýsköpun eru leiðarstef sem eiga að ríkja í öllum atvinnurekstri. Eitt af stærstu viðfangsefnum stjórnvalda er að skipa umgjörð sem gerir atvinnulífinu betur kleift að vera öflugur þátttakandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við í Viðreisn teljum að nú sé lag til að leggja virkilegan kraft í þessi mál. En þá þarf líka vilja stjórnvalda til. Er sá vilji til staðar? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar