Alfreð vill koma sjálfum sér á ról: Ekki verið gaman að geta ekki sýnt sitt rétta andlit Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2020 15:00 Alfreð Finnbogason í landsleik gegn Andorra í fyrra. VÍSIR/GETTY Alfreð Finnbogason segist hafa ákveðið að fórna landsleikjunum við England og Belgíu í von um að það gagnist bæði sér og landsliðinu til framtíðar. Þetta segir Alfreð í viðtali við Fótbolta.net en auk Alfreðs gáfu þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson ekki kost á sér í leikina í Þjóðadeildinni í september. Alfreð segir í raun glórulaust að láta leikmenn mæta í landsleiki á þessum tímapunkti, nú þegar undirbúningstímabil sé í gangi. Hann hafi síðustu fjögur ár ýmist verið að koma úr meiðslum eða spila meiddur með landsliðinu og vilji geta einbeitt sér að því að komast í toppform. „Ég tek þessa ákvörðun út frá því að ég vil koma sjálfum mér á ról. Ég hef ekki spilað 90 mínútna keppnisleik á þessu ári og vil fara í grunninn og spila í hverri viku. Ég er að reyna að hugsa þetta til lengri tíma, ég vonast til að nýtast landsliðinu meira næstu árin ef ég er í toppformi og spila í hverri viku með mínu liði. Það hefur ekki verið gaman til lengri tíma að vera hálflaskaður og geta ekki sýnt sitt rétta andlit. Ég tek þessa ákvörðun fyrir mig en vonandi getur landsliðið hagnast á því til lengri tíma að ég sé í betra formi, það hefur forgang hjá mér akkúrat núna,“ segir Alfreð við Fótbolta.net. Alfreð er leikmaður Augsburg í þýsku 1. deildinni en þar lauk síðustu leiktíð, sem dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins, ekki fyrr en 27. júní. Ný leiktíð hefst 18. september og áður en að því kemur verður leikið í þýska bikarnum. Meiðst nokkuð oft upp á síðkastið með landsliðinu Alfreð viðurkennir að landsliðsþjálfararnir hafi verið svekktir með ákvörðunina enda sjái þeir leikina einnig fyrir sér sem undirbúningsleiki fyrir EM-umspilið mikilvæga í október. Hann vonast þó eftir skilningi á sinni stöðu. „Á sama tíma finnst mér það gríðarlega ósanngjarnt gagnvart mínu liði að fara svona stuttu fyrir mót. Ég myndi ná fyrstu æfingu þegar ég kæmi til baka á fimmtudegi og svo er fyrsti keppnisleikur á laugardegi. Maður hefur meiðst nokkuð oft uppá síðkastið með landsliðinu og maður fann það aðeins frá félaginu að þolinmæðin væri á þrotum. Mér finnst ég hafa ákveðna skuldbindingu gagnvart félaginu mínu, sem ég framlengdi samning minn við fyrir ári síðan. Ég þarf að borga til baka og standa mig þar,“ segir Alfreð en ítarlegt viðtal við hann má sjá á Fótbolta.net. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46 Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Alfreð Finnbogason segist hafa ákveðið að fórna landsleikjunum við England og Belgíu í von um að það gagnist bæði sér og landsliðinu til framtíðar. Þetta segir Alfreð í viðtali við Fótbolta.net en auk Alfreðs gáfu þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson ekki kost á sér í leikina í Þjóðadeildinni í september. Alfreð segir í raun glórulaust að láta leikmenn mæta í landsleiki á þessum tímapunkti, nú þegar undirbúningstímabil sé í gangi. Hann hafi síðustu fjögur ár ýmist verið að koma úr meiðslum eða spila meiddur með landsliðinu og vilji geta einbeitt sér að því að komast í toppform. „Ég tek þessa ákvörðun út frá því að ég vil koma sjálfum mér á ról. Ég hef ekki spilað 90 mínútna keppnisleik á þessu ári og vil fara í grunninn og spila í hverri viku. Ég er að reyna að hugsa þetta til lengri tíma, ég vonast til að nýtast landsliðinu meira næstu árin ef ég er í toppformi og spila í hverri viku með mínu liði. Það hefur ekki verið gaman til lengri tíma að vera hálflaskaður og geta ekki sýnt sitt rétta andlit. Ég tek þessa ákvörðun fyrir mig en vonandi getur landsliðið hagnast á því til lengri tíma að ég sé í betra formi, það hefur forgang hjá mér akkúrat núna,“ segir Alfreð við Fótbolta.net. Alfreð er leikmaður Augsburg í þýsku 1. deildinni en þar lauk síðustu leiktíð, sem dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins, ekki fyrr en 27. júní. Ný leiktíð hefst 18. september og áður en að því kemur verður leikið í þýska bikarnum. Meiðst nokkuð oft upp á síðkastið með landsliðinu Alfreð viðurkennir að landsliðsþjálfararnir hafi verið svekktir með ákvörðunina enda sjái þeir leikina einnig fyrir sér sem undirbúningsleiki fyrir EM-umspilið mikilvæga í október. Hann vonast þó eftir skilningi á sinni stöðu. „Á sama tíma finnst mér það gríðarlega ósanngjarnt gagnvart mínu liði að fara svona stuttu fyrir mót. Ég myndi ná fyrstu æfingu þegar ég kæmi til baka á fimmtudegi og svo er fyrsti keppnisleikur á laugardegi. Maður hefur meiðst nokkuð oft uppá síðkastið með landsliðinu og maður fann það aðeins frá félaginu að þolinmæðin væri á þrotum. Mér finnst ég hafa ákveðna skuldbindingu gagnvart félaginu mínu, sem ég framlengdi samning minn við fyrir ári síðan. Ég þarf að borga til baka og standa mig þar,“ segir Alfreð en ítarlegt viðtal við hann má sjá á Fótbolta.net.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46 Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
„Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46
Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51
Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15