Sunnudagslægð í kortunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 06:49 Landsmenn ættu að búa sig undir bleytu. vísir/vilhelm Fólk á vestanverðu landinu ætti að búa sig undir stöku skúrir í dag. Rigningin er upphitun fyrir það sem koma skal en kort Veðurstofunnar bera með sér vætu eins langt og spárnar ná. Þá mun jafnframt hvessa á sunnudag, svo mikið að ökumenn með aftanívagna gætu þurft að hafa varann á. Veðurfræðingur segir að það verði vestlæg átt í dag. Víða skýjað og sums staðar súld eða rigning um landið vestanvert, en yfirleitt þurrt á austurhelmingi landsins. Hitinn verði á bilinu 8 til 16 stig að deginum og hlýjast á Suðausturlandi. Það verði þó hægari vindur á morgun, „en annars svipað“ eins og veðurfræðingurinn orðar það. Það verði skýjað að mestu og sums staðar lítilsháttar væta en líklega muni haldast þurrt á suðausturhorninu. Hitinn verði jafnframt á svipuðu slóðum og í dag eða á bilinu 10 til 15 stig. Landsmenn ættu jafnframt að búast við því að það hvessi eftir því sem líður á helgina. „Sunnudagslægð“ sé í kortunum og segir veðurfræðingur að þau sem „ætla sér að ferðast með aftanívagna og eða bíla sem taka á sig mikinn vind [eigi að] hafa það í huga að aðstæður gætu orðið mjög krefjandi, einkum við fjöll, þar sem strengir myndast.“ Að öðru leyti verði fremur milt veður. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, skýjað að mestu og sums staðar lítilsháttar væta, en þurrt suðaustantil. Hiti 10 til 15 stig. Á sunnudag: Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en hægari og þurrt NA-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-lands. Á mánudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og rigning á köflum. Hiti 10 til 15 stig. Á þriðjudag: Breytileg og síðar N-læg átt og rigning með köflum, en þurrt að kalla suðaustanlands. Kólnar heldur á N-landi. Á miðvikudag: Norðlæg átt með dálítilli vætu fyrir norðan og líkum á síðdegisskúrum syðra. Hiti 7 til 15 stig, svalast fyrir norðan. Á fimmtudag: Útlit fyrir norðaustanátt. Léttskýja og milt SV-til, en annars skýjað og mun svalara. Veður Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Fólk á vestanverðu landinu ætti að búa sig undir stöku skúrir í dag. Rigningin er upphitun fyrir það sem koma skal en kort Veðurstofunnar bera með sér vætu eins langt og spárnar ná. Þá mun jafnframt hvessa á sunnudag, svo mikið að ökumenn með aftanívagna gætu þurft að hafa varann á. Veðurfræðingur segir að það verði vestlæg átt í dag. Víða skýjað og sums staðar súld eða rigning um landið vestanvert, en yfirleitt þurrt á austurhelmingi landsins. Hitinn verði á bilinu 8 til 16 stig að deginum og hlýjast á Suðausturlandi. Það verði þó hægari vindur á morgun, „en annars svipað“ eins og veðurfræðingurinn orðar það. Það verði skýjað að mestu og sums staðar lítilsháttar væta en líklega muni haldast þurrt á suðausturhorninu. Hitinn verði jafnframt á svipuðu slóðum og í dag eða á bilinu 10 til 15 stig. Landsmenn ættu jafnframt að búast við því að það hvessi eftir því sem líður á helgina. „Sunnudagslægð“ sé í kortunum og segir veðurfræðingur að þau sem „ætla sér að ferðast með aftanívagna og eða bíla sem taka á sig mikinn vind [eigi að] hafa það í huga að aðstæður gætu orðið mjög krefjandi, einkum við fjöll, þar sem strengir myndast.“ Að öðru leyti verði fremur milt veður. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, skýjað að mestu og sums staðar lítilsháttar væta, en þurrt suðaustantil. Hiti 10 til 15 stig. Á sunnudag: Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en hægari og þurrt NA-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-lands. Á mánudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og rigning á köflum. Hiti 10 til 15 stig. Á þriðjudag: Breytileg og síðar N-læg átt og rigning með köflum, en þurrt að kalla suðaustanlands. Kólnar heldur á N-landi. Á miðvikudag: Norðlæg átt með dálítilli vætu fyrir norðan og líkum á síðdegisskúrum syðra. Hiti 7 til 15 stig, svalast fyrir norðan. Á fimmtudag: Útlit fyrir norðaustanátt. Léttskýja og milt SV-til, en annars skýjað og mun svalara.
Veður Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira