Trompetleikur, hákarl, harðfiskur, ópal, möndlur og kóngabrjóstsykur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2020 19:45 Ingibjörg Lárusdóttir var fararstjóri hópsins en hún bjó, sem barn í nokkur ár í Grikklandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Trompetleikur, hákarl, harðfiskur, ópal, möndlur og kóngabrjóstsykur heillaði ferðamenn frá Grikklandi upp úr skónum í lok hringferðar þeirra um landið. Síðasti viðkomustaður þeirra var brúin milli heimsálfa á Reykjanesi. Sautján Grikkir voru í ferðinni sem lauk um síðustu helgi. Fararstjóri var Ingibjörg Lárusdóttir, sem bjó í Grikklandi, sem barn í nokkur ár og talar því tungumálið reiprennandi. Hópurinn kom víða við í hringferð sinni og var heillaður af landi og þjóð. Á síðasta viðkomustað hópsins, „Brú milli heimsálfa“ á Reykjanesi, kom Ingibjörg hópnum á óvart því hún spilaði á trompet og bauð í leiðinni upp á hákarl og íslenskt brennivín, ásamt tópas, kóngabrjóstsykri og möndlur - allt ekta íslenskt. Það vakti mikla athygli Grikkjanna þegar Ingibjörg spilaði á trompetinn sinn fyrir hópinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Því miður þá sjáum við kannski ekki mikið af ferðamönnum á næstunni en vonandi skiljum við eftir fallega minningu í hjarta þeirra um landið okkar fallega,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir það hafa verið mjög sérstakt að ferðast með hópinn um landið þegar lítið sem ekkert af öðrum erlendum ferðamönnum var á ferðinni. „Já, vonandi líður ekki á löngu þangað til að landið fyllist aftur. Allavega veit ég að þau eru ofboðslega hrifin og það er fullt af Grikkjum, sem bíða eftir því að koma til landsins.“ Grikkirnir ætluðu ekki að trúa því hvað veðrið gæti verið gott á Íslandi. Ingibjörg gat ekki hvatt hópinn án þess að spila þjóðsöng Grikkja . Panagiotis Iliadis, einn af ferðamönnunum frá Grikklandi, sem var heillaður af Íslandi og ekki síst veðrinu, sem hópurinn fékk á ferð sinni um landið, alls staðar var sól og blíða.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Tónlist Sælgæti Áfengi og tóbak Fiskur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Trompetleikur, hákarl, harðfiskur, ópal, möndlur og kóngabrjóstsykur heillaði ferðamenn frá Grikklandi upp úr skónum í lok hringferðar þeirra um landið. Síðasti viðkomustaður þeirra var brúin milli heimsálfa á Reykjanesi. Sautján Grikkir voru í ferðinni sem lauk um síðustu helgi. Fararstjóri var Ingibjörg Lárusdóttir, sem bjó í Grikklandi, sem barn í nokkur ár og talar því tungumálið reiprennandi. Hópurinn kom víða við í hringferð sinni og var heillaður af landi og þjóð. Á síðasta viðkomustað hópsins, „Brú milli heimsálfa“ á Reykjanesi, kom Ingibjörg hópnum á óvart því hún spilaði á trompet og bauð í leiðinni upp á hákarl og íslenskt brennivín, ásamt tópas, kóngabrjóstsykri og möndlur - allt ekta íslenskt. Það vakti mikla athygli Grikkjanna þegar Ingibjörg spilaði á trompetinn sinn fyrir hópinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Því miður þá sjáum við kannski ekki mikið af ferðamönnum á næstunni en vonandi skiljum við eftir fallega minningu í hjarta þeirra um landið okkar fallega,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir það hafa verið mjög sérstakt að ferðast með hópinn um landið þegar lítið sem ekkert af öðrum erlendum ferðamönnum var á ferðinni. „Já, vonandi líður ekki á löngu þangað til að landið fyllist aftur. Allavega veit ég að þau eru ofboðslega hrifin og það er fullt af Grikkjum, sem bíða eftir því að koma til landsins.“ Grikkirnir ætluðu ekki að trúa því hvað veðrið gæti verið gott á Íslandi. Ingibjörg gat ekki hvatt hópinn án þess að spila þjóðsöng Grikkja . Panagiotis Iliadis, einn af ferðamönnunum frá Grikklandi, sem var heillaður af Íslandi og ekki síst veðrinu, sem hópurinn fékk á ferð sinni um landið, alls staðar var sól og blíða.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Tónlist Sælgæti Áfengi og tóbak Fiskur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira