Óvenju mörg sjálfsvíg það sem af er ári Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. ágúst 2020 18:40 Fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári er farin að nálgast árlegan fjölda síðustu ára. Meira en þrefalt fleiri hafa leitað til Píeta samtakana í ár og hefur sumarið verið mjög þungt. Ekki hafa verið gefnar út opinberar tölur um sjálfsvíg á árinu en heimildir fréttastofu herma að þau séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Síðastliðinn áratug hafa sjálfsvíg verið að meðaltali 39 á ári. Til Píeta samtakanna leitar fólk með sjálfsvígshuganir og aðstandendur þeirra, sem og aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. „Júlí var mjög þungur hjá okkur og það komu nokkur erfið mál inn. Það voru tæplega 300 viðtöl í húsi og yfir fjörutíu nýir einstaklingar sem leituðu sér aðstoðar hjá okkur þannig það er klárlega aukning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta Samtakanna. Í júlí voru tekin 289 viðtöl hjá samtökunum miðað við 134 í júlí í fyrra. Það sem af er ágúst hafa verið tekin 289 viðtöl miðað við 134 í ágúst í fyrra. „Þetta sumar hefur reynst mörgum erfitt en það er okkar ábyrgð að sýna fólki fram á það að það er til von, það er hjálp,“ segir Kristín. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Píeta samtakanna.Vísir/Egill Þungt hljóð í samfélaginu Það virðist sem fólk sé nú viljugra að leita sér hjálpar. Kristín telur að mikil neikvæð umræða geti haft áhrif á þróunina. „Samfélagið hefur verið rosalega þungt og það er vinsælt að tala um Covid. Það er sama hvað þú lest eða horfir á eða sérð þá er allt neikvætt og erfitt. En burt séð frá því þá upplifa allir erfiðleika og fólk er misjafnlega í stakk búið til að takast á við þá og stundum eru erfiðleikarnir það miklir að þú getur ekki komist yfir þá einn," segir Kristín. „Það eru fullt af úrræðum sem fólk getur snúið sér til vegna þess að sjálfvíg er aldrei lausnin. Aldrei.“ Þá hefur orðið nokkur auking á sjálfsvígssímtölum til Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Símtölin eru orðin 680 í ár og hefur fjölgað um 100 símtöl á milli ára eða nærri 20 prósent. 232 sjálfsvígssímtöl hafa komið inn í sumar, eða frá júní til 24. ágúst, sem er nokkur fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Geðheilbrigði Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári er farin að nálgast árlegan fjölda síðustu ára. Meira en þrefalt fleiri hafa leitað til Píeta samtakana í ár og hefur sumarið verið mjög þungt. Ekki hafa verið gefnar út opinberar tölur um sjálfsvíg á árinu en heimildir fréttastofu herma að þau séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Síðastliðinn áratug hafa sjálfsvíg verið að meðaltali 39 á ári. Til Píeta samtakanna leitar fólk með sjálfsvígshuganir og aðstandendur þeirra, sem og aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. „Júlí var mjög þungur hjá okkur og það komu nokkur erfið mál inn. Það voru tæplega 300 viðtöl í húsi og yfir fjörutíu nýir einstaklingar sem leituðu sér aðstoðar hjá okkur þannig það er klárlega aukning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta Samtakanna. Í júlí voru tekin 289 viðtöl hjá samtökunum miðað við 134 í júlí í fyrra. Það sem af er ágúst hafa verið tekin 289 viðtöl miðað við 134 í ágúst í fyrra. „Þetta sumar hefur reynst mörgum erfitt en það er okkar ábyrgð að sýna fólki fram á það að það er til von, það er hjálp,“ segir Kristín. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Píeta samtakanna.Vísir/Egill Þungt hljóð í samfélaginu Það virðist sem fólk sé nú viljugra að leita sér hjálpar. Kristín telur að mikil neikvæð umræða geti haft áhrif á þróunina. „Samfélagið hefur verið rosalega þungt og það er vinsælt að tala um Covid. Það er sama hvað þú lest eða horfir á eða sérð þá er allt neikvætt og erfitt. En burt séð frá því þá upplifa allir erfiðleika og fólk er misjafnlega í stakk búið til að takast á við þá og stundum eru erfiðleikarnir það miklir að þú getur ekki komist yfir þá einn," segir Kristín. „Það eru fullt af úrræðum sem fólk getur snúið sér til vegna þess að sjálfvíg er aldrei lausnin. Aldrei.“ Þá hefur orðið nokkur auking á sjálfsvígssímtölum til Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Símtölin eru orðin 680 í ár og hefur fjölgað um 100 símtöl á milli ára eða nærri 20 prósent. 232 sjálfsvígssímtöl hafa komið inn í sumar, eða frá júní til 24. ágúst, sem er nokkur fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Geðheilbrigði Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira