Óvenju mörg sjálfsvíg það sem af er ári Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. ágúst 2020 18:40 Fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári er farin að nálgast árlegan fjölda síðustu ára. Meira en þrefalt fleiri hafa leitað til Píeta samtakana í ár og hefur sumarið verið mjög þungt. Ekki hafa verið gefnar út opinberar tölur um sjálfsvíg á árinu en heimildir fréttastofu herma að þau séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Síðastliðinn áratug hafa sjálfsvíg verið að meðaltali 39 á ári. Til Píeta samtakanna leitar fólk með sjálfsvígshuganir og aðstandendur þeirra, sem og aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. „Júlí var mjög þungur hjá okkur og það komu nokkur erfið mál inn. Það voru tæplega 300 viðtöl í húsi og yfir fjörutíu nýir einstaklingar sem leituðu sér aðstoðar hjá okkur þannig það er klárlega aukning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta Samtakanna. Í júlí voru tekin 289 viðtöl hjá samtökunum miðað við 134 í júlí í fyrra. Það sem af er ágúst hafa verið tekin 289 viðtöl miðað við 134 í ágúst í fyrra. „Þetta sumar hefur reynst mörgum erfitt en það er okkar ábyrgð að sýna fólki fram á það að það er til von, það er hjálp,“ segir Kristín. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Píeta samtakanna.Vísir/Egill Þungt hljóð í samfélaginu Það virðist sem fólk sé nú viljugra að leita sér hjálpar. Kristín telur að mikil neikvæð umræða geti haft áhrif á þróunina. „Samfélagið hefur verið rosalega þungt og það er vinsælt að tala um Covid. Það er sama hvað þú lest eða horfir á eða sérð þá er allt neikvætt og erfitt. En burt séð frá því þá upplifa allir erfiðleika og fólk er misjafnlega í stakk búið til að takast á við þá og stundum eru erfiðleikarnir það miklir að þú getur ekki komist yfir þá einn," segir Kristín. „Það eru fullt af úrræðum sem fólk getur snúið sér til vegna þess að sjálfvíg er aldrei lausnin. Aldrei.“ Þá hefur orðið nokkur auking á sjálfsvígssímtölum til Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Símtölin eru orðin 680 í ár og hefur fjölgað um 100 símtöl á milli ára eða nærri 20 prósent. 232 sjálfsvígssímtöl hafa komið inn í sumar, eða frá júní til 24. ágúst, sem er nokkur fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Geðheilbrigði Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári er farin að nálgast árlegan fjölda síðustu ára. Meira en þrefalt fleiri hafa leitað til Píeta samtakana í ár og hefur sumarið verið mjög þungt. Ekki hafa verið gefnar út opinberar tölur um sjálfsvíg á árinu en heimildir fréttastofu herma að þau séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Síðastliðinn áratug hafa sjálfsvíg verið að meðaltali 39 á ári. Til Píeta samtakanna leitar fólk með sjálfsvígshuganir og aðstandendur þeirra, sem og aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. „Júlí var mjög þungur hjá okkur og það komu nokkur erfið mál inn. Það voru tæplega 300 viðtöl í húsi og yfir fjörutíu nýir einstaklingar sem leituðu sér aðstoðar hjá okkur þannig það er klárlega aukning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta Samtakanna. Í júlí voru tekin 289 viðtöl hjá samtökunum miðað við 134 í júlí í fyrra. Það sem af er ágúst hafa verið tekin 289 viðtöl miðað við 134 í ágúst í fyrra. „Þetta sumar hefur reynst mörgum erfitt en það er okkar ábyrgð að sýna fólki fram á það að það er til von, það er hjálp,“ segir Kristín. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Píeta samtakanna.Vísir/Egill Þungt hljóð í samfélaginu Það virðist sem fólk sé nú viljugra að leita sér hjálpar. Kristín telur að mikil neikvæð umræða geti haft áhrif á þróunina. „Samfélagið hefur verið rosalega þungt og það er vinsælt að tala um Covid. Það er sama hvað þú lest eða horfir á eða sérð þá er allt neikvætt og erfitt. En burt séð frá því þá upplifa allir erfiðleika og fólk er misjafnlega í stakk búið til að takast á við þá og stundum eru erfiðleikarnir það miklir að þú getur ekki komist yfir þá einn," segir Kristín. „Það eru fullt af úrræðum sem fólk getur snúið sér til vegna þess að sjálfvíg er aldrei lausnin. Aldrei.“ Þá hefur orðið nokkur auking á sjálfsvígssímtölum til Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Símtölin eru orðin 680 í ár og hefur fjölgað um 100 símtöl á milli ára eða nærri 20 prósent. 232 sjálfsvígssímtöl hafa komið inn í sumar, eða frá júní til 24. ágúst, sem er nokkur fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Geðheilbrigði Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu