Á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi búa í dag um 100 manns, fatlaðir og ófatlaðir. Kórónaveiran hefur sett strik sitt á 90 ára afmæli staðarins en nú á að fara að setja allt á fullt og bjóða upp á glæsilega menninga og listadagskrá í allt sumar. Skarphéðinn Guðmundsson er forstöðumaður ferðaþjónustu á Sólheimum.
„Já, þetta verður stórt sumar og eitthvað um að vera í allt sumar. Afmælisdagurinn sjálfur er 5. júlí og þá verður heljarinnar veisla og ég hvet alla landsmenn til að kíkja í 90 ára afmæli í sumar.“

„Mig langar eiginlega að segja allt, þetta er eins og borg í sveit hérna. Þú getur farið á listsýningar, það er verslun, það er kaffihús þar sem við brennum okkar eigið kaffi, geggjað kaffi, sem ég mæli með að fólk smakki. Svo getur þú komið og gist, þú getur haldið ættarmótið þitt hérna, þú getur leigt heilt gistiheimili undir þitt fólk,“ segir Skarphéðin.
Skarphéðinn segir að lífið á Sólheimum sé einstakt en hann er nýfluttur af Suðurnesjunum með fjölskyldu sinni á Sólheima.
„Ég flutti barna hérna fyrir áramót en mér líður eins og ég hafi búið hérna alla ævi, manni var tekið eins og maður væri partur af fjölskyldunni. Það besta viið Sólhema er náttúran sem er stórbrotin. Maður vaknar á morgnanna og það eina sem þú heyrir er fuglasöngur, það er þvílík kyrrð og orkan hér allt í kring, þar er varla hægt að lýsa því nema að þú komir og finnir það.“