Reynir Pétur gefur út munnhörpudisk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2020 20:00 Reynir Pétur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi fagnar því þessa dagana að nú eru 35 ár liðin frá því að hann gekk hringinn í kringum landið fyrstur manna. Reynir Pétur er enn duglegur að ganga en aðaláhugamálið hans í dag er þó munnhörpuleikur en hann er að fara að gefa út geisladisk þar sem hann spilar á munnhörpuna sína. Reynir Pétur Steinunnarson, sem er rúmlega sjötugur er alltaf á fleygiferð og alltaf meira en nóg að gera hjá honum á Sólheimum. Fyrir 35 árum síðan þá var hann að ganga hringinn í kringum landið en þá gekk hann 1472 kílómetra á 32 dögum í Íslandsgöngu sinni. „Mér þykir þetta lyginni líkast að þetta gerðist fyrir 35 árum og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að framkvæma þetta. Það var margt mjög skemmtilegt við gönguna, ég sá mikið af fallegu landslagi, og svo mætti ég fullt af flottu fólki á leiðinni,“ segir Reynir Pétur. Nú eru 35 ár frá því að Reynir Pétur gekk hringinn í kringum landið, fyrstur manna á Íslandi.EinkasafnEn myndi Reynir Pétur treysta sér að ganga aftur hringinn í dag? „Maður þyrfti þá að hafa allan aðbúnað eins og ég orða það, það yrði mikil fyrirhöfn og allt sem því fylgir, þannig að ég get ekki svarað því“. Reynir Pétur gengur enn mikið í dag og hann er líka duglegur að hjóla. En það sem á allan hug hans í dag er að spila á munnhörpuna sína. „Heyrðu, það er að koma út ný plata með sumrinu. Nú skalt þú vera fljótur að ná þér í eitt eintak þegar hún kemur. Það verður að koma í ljós hvernig diskur þetta verður, sjón eru sögu ríkari, ég vil ekkert gefa upp, þú verður bara að heimsækja karlinn“, segir Reynir Pétur. Ekki er ólíklegt að Reynir Pétur verði duglegur að spila á munnhörpuna fyrir gesti sem heimsækja Sólheima í sumar á 90 ára afmæli staðarins og þá reynir hann örugglega að koma nýja disknum líka út. Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Reynir Pétur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi fagnar því þessa dagana að nú eru 35 ár liðin frá því að hann gekk hringinn í kringum landið fyrstur manna. Reynir Pétur er enn duglegur að ganga en aðaláhugamálið hans í dag er þó munnhörpuleikur en hann er að fara að gefa út geisladisk þar sem hann spilar á munnhörpuna sína. Reynir Pétur Steinunnarson, sem er rúmlega sjötugur er alltaf á fleygiferð og alltaf meira en nóg að gera hjá honum á Sólheimum. Fyrir 35 árum síðan þá var hann að ganga hringinn í kringum landið en þá gekk hann 1472 kílómetra á 32 dögum í Íslandsgöngu sinni. „Mér þykir þetta lyginni líkast að þetta gerðist fyrir 35 árum og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að framkvæma þetta. Það var margt mjög skemmtilegt við gönguna, ég sá mikið af fallegu landslagi, og svo mætti ég fullt af flottu fólki á leiðinni,“ segir Reynir Pétur. Nú eru 35 ár frá því að Reynir Pétur gekk hringinn í kringum landið, fyrstur manna á Íslandi.EinkasafnEn myndi Reynir Pétur treysta sér að ganga aftur hringinn í dag? „Maður þyrfti þá að hafa allan aðbúnað eins og ég orða það, það yrði mikil fyrirhöfn og allt sem því fylgir, þannig að ég get ekki svarað því“. Reynir Pétur gengur enn mikið í dag og hann er líka duglegur að hjóla. En það sem á allan hug hans í dag er að spila á munnhörpuna sína. „Heyrðu, það er að koma út ný plata með sumrinu. Nú skalt þú vera fljótur að ná þér í eitt eintak þegar hún kemur. Það verður að koma í ljós hvernig diskur þetta verður, sjón eru sögu ríkari, ég vil ekkert gefa upp, þú verður bara að heimsækja karlinn“, segir Reynir Pétur. Ekki er ólíklegt að Reynir Pétur verði duglegur að spila á munnhörpuna fyrir gesti sem heimsækja Sólheima í sumar á 90 ára afmæli staðarins og þá reynir hann örugglega að koma nýja disknum líka út.
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira