Rekstarniðurstaðan neikvæð um rúma 4,5 milljarða Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2020 13:30 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft þau áhrif að tekjur hafa dregist saman en útgjöld aukist, segir í tilkynningu frá borginni. Vísir/Vilhelm Rekstrarniðurstaða A-hluta árshlutareiknings Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3,1 milljarða króna, en sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar var afgreiddur í borgarráði í dag. Í tilkynningu frá borginni segir að rekstrarniðurstaðan skýrist einkum af lægri skatttekjum og lægri tekjum af sölu byggingarréttar en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Aðstæður sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafa leitt til þess að afkoma A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar verður lakari en fjárhagsáætlun 2020 gerði ráð fyrir. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft þau áhrif að tekjur hafa dregist saman en útgjöld aukist,“ segir í tilkynningunni. Rekstrarniðurstaðan samstæðunnar neikvæð um 4,5 milljarða Ennfremur segir að rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, hafi verið neikvæð um 4,5 milljarða króna, en áætlanir hafi gert ráð fyrir talsvert betri afkomu. Má rekja lakari rekstrarniðurstöðu samstæðunnar einkum til áhrifa lækkaðs álverðs og gjaldfærslu gengismunar vegna veikingar krónunnar frá áramótum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 724.530 milljónir króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 378.064 milljónir króna. Eigið fé var 346.466 milljónir króna. Þar af var hlutdeild meðeigenda 18.859 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er nú 47,8% en var 49,9% um síðustu áramót,“ segir í tilkynningunni. Tekjusamdréttur og minni umsvif Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að borgin sjái nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. „Þyngst vegur tekjusamdráttur vegna atvinnuleysis og minni umsvifa í efnahagslífinu. Áberandi tekjufall er einnig hjá Strætó og Faxaflóahöfnum. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt viðbrögðum við Covid-19. Rekstur málaflokka hefur að öðru leyti gengið vel. Niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við sviðsmyndir og spár fjármálasviðs borgarinnar frá því í vor og undirstrika að standa þarf með sveitarfélögum við núverandi aðstæður enda bera þau uppi lykil grunnþjónustu í samfélaginu,“ er haft eftir Degi. Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Rekstrarniðurstaða A-hluta árshlutareiknings Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3,1 milljarða króna, en sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar var afgreiddur í borgarráði í dag. Í tilkynningu frá borginni segir að rekstrarniðurstaðan skýrist einkum af lægri skatttekjum og lægri tekjum af sölu byggingarréttar en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Aðstæður sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafa leitt til þess að afkoma A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar verður lakari en fjárhagsáætlun 2020 gerði ráð fyrir. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft þau áhrif að tekjur hafa dregist saman en útgjöld aukist,“ segir í tilkynningunni. Rekstrarniðurstaðan samstæðunnar neikvæð um 4,5 milljarða Ennfremur segir að rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, hafi verið neikvæð um 4,5 milljarða króna, en áætlanir hafi gert ráð fyrir talsvert betri afkomu. Má rekja lakari rekstrarniðurstöðu samstæðunnar einkum til áhrifa lækkaðs álverðs og gjaldfærslu gengismunar vegna veikingar krónunnar frá áramótum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 724.530 milljónir króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 378.064 milljónir króna. Eigið fé var 346.466 milljónir króna. Þar af var hlutdeild meðeigenda 18.859 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er nú 47,8% en var 49,9% um síðustu áramót,“ segir í tilkynningunni. Tekjusamdréttur og minni umsvif Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að borgin sjái nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. „Þyngst vegur tekjusamdráttur vegna atvinnuleysis og minni umsvifa í efnahagslífinu. Áberandi tekjufall er einnig hjá Strætó og Faxaflóahöfnum. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt viðbrögðum við Covid-19. Rekstur málaflokka hefur að öðru leyti gengið vel. Niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við sviðsmyndir og spár fjármálasviðs borgarinnar frá því í vor og undirstrika að standa þarf með sveitarfélögum við núverandi aðstæður enda bera þau uppi lykil grunnþjónustu í samfélaginu,“ er haft eftir Degi.
Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira