Um 75% allrar mjólkur á Íslandi kemur frá kúm í lausagöngufjósum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2020 13:45 Meira en 75% allrar mjólkur á Íslandi kemur frá kúm í lausagöngufjósum. Básafjósum fækkað um 49% á síðastliðnum áratug. Landssamband kúabænda Í fyrsta skipti eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi en mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forystuna. Ekkert annað land í heiminum hafi jafn hátt hlutfall mjaltaþjónafjósa af heildarfjölda fjósa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um þróun fjósgerða og mjaltatækni sem Landssamband kúabænda gaf út í vikunni. Allt frá árinu 2003 hefur Landssamband kúabænda staðið fyrir því að taka saman upplýsingar um fjósgerðir á Íslandi og þróun þeirra ásamt ýmsum öðrum gagnlegum upplýsingum. Þetta hefur verið gert u.þ.b. annað hvert ár og nú liggur fyrir níunda skýrslan og tekur hún til árabilsins 2017-2019. Upplýsingar þar eru athyglisverðar en helstu tíðindin eru þau að í fyrsta skipti þá eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi því mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forustuna í þessum efnum. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. „Við sáum það fyrir tveimur árum að þá tóku lausagöngufjósin fram úr básafjósunum og þetta í rauninni gerist núna í framhaldinu. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart en þetta er að gerast nokkuð hratt og núna er það þannig að tæplega þrír fjórðu hlutar allra kúa á landinu eru í lausagöngufjósum en fyrir fjórum árum síðan var þetta hlutfall bara 60 prósent þannig að þetta gerist hratt.” Margrét segir engan vafa á því að kúnum líði mjög vel í lausagöngufjósum enda oftast rúmt á þeim og þær geta farið í mjaltaþjóninn allan sólarhringinn. “Þær allavega mjólka meira en það er margt sem spilar inn í varðandi líðanina, þeim getur liðið einstaklega vel í básafjósum líka. Lausagöngufjósin, sem eru með mjaltaþjónunum eru náttúrulega þess eðlis að starfsumhverfi bænda og kúnna er ólíkt. Þær fara þá bara sjálfar í mjaltaþjóninn og láta mjólka sig á þeirra tíma. Það eru ekki þessar morgun og kvöldmjaltir eins og við þekkjum”. Margrét Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.Landssamband kúabændaMargrét segir að kúabændum sé alltaf að fækka og fækka á Íslandi eins og í öðrum löndum í kringum okkur. “Já, kúabændum er að fækka. Ef við lítum til síðustu tveggja ára þá var fækkunin 5,4%. Núna eru fjósin sem eru í notkun 542 og fækkunin hér á Íslandi er keimlík því sem við erum að sjá annars staðar í Evrópu.” Í lokin má til gamans geta að kúabændur hafa nú efnt til skemmtilegs verkefnis á samfélagsmiðlum þar sem bændur eru að deilda myndum úr sveitinni hjá sér og af mjólk og mjólkurframleiðslu í tengslum við alþjóðlega mjólkurdaginn, sem verður 1. júní næstkomandi undir myllumerkinu drekkum mjólk. Landbúnaður Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Í fyrsta skipti eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi en mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forystuna. Ekkert annað land í heiminum hafi jafn hátt hlutfall mjaltaþjónafjósa af heildarfjölda fjósa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um þróun fjósgerða og mjaltatækni sem Landssamband kúabænda gaf út í vikunni. Allt frá árinu 2003 hefur Landssamband kúabænda staðið fyrir því að taka saman upplýsingar um fjósgerðir á Íslandi og þróun þeirra ásamt ýmsum öðrum gagnlegum upplýsingum. Þetta hefur verið gert u.þ.b. annað hvert ár og nú liggur fyrir níunda skýrslan og tekur hún til árabilsins 2017-2019. Upplýsingar þar eru athyglisverðar en helstu tíðindin eru þau að í fyrsta skipti þá eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi því mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forustuna í þessum efnum. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. „Við sáum það fyrir tveimur árum að þá tóku lausagöngufjósin fram úr básafjósunum og þetta í rauninni gerist núna í framhaldinu. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart en þetta er að gerast nokkuð hratt og núna er það þannig að tæplega þrír fjórðu hlutar allra kúa á landinu eru í lausagöngufjósum en fyrir fjórum árum síðan var þetta hlutfall bara 60 prósent þannig að þetta gerist hratt.” Margrét segir engan vafa á því að kúnum líði mjög vel í lausagöngufjósum enda oftast rúmt á þeim og þær geta farið í mjaltaþjóninn allan sólarhringinn. “Þær allavega mjólka meira en það er margt sem spilar inn í varðandi líðanina, þeim getur liðið einstaklega vel í básafjósum líka. Lausagöngufjósin, sem eru með mjaltaþjónunum eru náttúrulega þess eðlis að starfsumhverfi bænda og kúnna er ólíkt. Þær fara þá bara sjálfar í mjaltaþjóninn og láta mjólka sig á þeirra tíma. Það eru ekki þessar morgun og kvöldmjaltir eins og við þekkjum”. Margrét Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.Landssamband kúabændaMargrét segir að kúabændum sé alltaf að fækka og fækka á Íslandi eins og í öðrum löndum í kringum okkur. “Já, kúabændum er að fækka. Ef við lítum til síðustu tveggja ára þá var fækkunin 5,4%. Núna eru fjósin sem eru í notkun 542 og fækkunin hér á Íslandi er keimlík því sem við erum að sjá annars staðar í Evrópu.” Í lokin má til gamans geta að kúabændur hafa nú efnt til skemmtilegs verkefnis á samfélagsmiðlum þar sem bændur eru að deilda myndum úr sveitinni hjá sér og af mjólk og mjólkurframleiðslu í tengslum við alþjóðlega mjólkurdaginn, sem verður 1. júní næstkomandi undir myllumerkinu drekkum mjólk.
Landbúnaður Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira