Íslensk jarðarber og hindber slá í gegn hjá neytendum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2020 19:30 Ný íslensk jarðarber og hindber hafa heldur betur slegið í gegn hjá landsmönnum því eftir að þau komu á markað fyrir nokkrum vikum seljast þau eins og heitar lummur. Ræktunarstjóri segir ánægjulegt að sjá hvað Íslendingar eru sólgnir í afurðir garðyrkjubænda á tímum kórónuveirunnar. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er mikið að gerast þegar um ræktun berja er að ræða því Íslendingar virðast vera sólgnir í íslensk jarðarber og hindber. Það er gaman að koma í garðyrkjustöðina Kvista og sjá öll fallegu jarðarberin og hindberin, sem vaxa þar á plöntunum og sjá starfsfólkið týna berin í öskjurnar. Gróðurhúsin eru um fjögur þúsund fermetrar. „Það gengur bara mjög vel, við erum búin að vera heppin með sól í vor þannig að berin roðna mjög vel og eru mjög safarík, stór og fín,“ segir Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum. Sigurjón segir að landsmenn bíða alltaf eftir berjunum á vorin enda eru þau ekki á markaðnum yfir háveturinn. En verður til nóg af berjum í sumar? „Já, það verður algjörlega nóg fyrir sumarið, það verður alveg séð til þess,“ segir Sigurjón og hlær.Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segist ekki skilja af hverju það er verið að flytja inn til landsins jarðarber á meðan það er til nóg af íslenskum berjum. „Nei, því að kolefnisfótspor þessara berja, sem eru flutt hér inn er gríðarlega hátt. Við myndum bæði spara gjaldeyri og við myndum koma á móts við Parísarsamkomulagið ef við hugsuðum svolítið um okkur sjálf og værum svolítið meðvituð um það sem við erum að gera og það sem við erum að framleiða.“Það er nóg að gera hjá starfsmönnum við að tína jarðarberin og hindberin í öskjur áður en þau fara í verslanir til sölu. Það er einnig hægt að koma heim að Kvistum og kaupa berin beint þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segir skemmtilegt vinna við að rækta ber og hugsa um þau. „Jú, og sérstaklega að vera líka með býflugurnar hérna í kringum sig og heyra suðið í þeim á morgnanna þegar þær eru alveg á fullu að vinna fyrir okkur. Þetta er alveg yndislegt að geta alltaf verið inni í logni og góðu veðri,“ segir Sigurjón. Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Ný íslensk jarðarber og hindber hafa heldur betur slegið í gegn hjá landsmönnum því eftir að þau komu á markað fyrir nokkrum vikum seljast þau eins og heitar lummur. Ræktunarstjóri segir ánægjulegt að sjá hvað Íslendingar eru sólgnir í afurðir garðyrkjubænda á tímum kórónuveirunnar. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er mikið að gerast þegar um ræktun berja er að ræða því Íslendingar virðast vera sólgnir í íslensk jarðarber og hindber. Það er gaman að koma í garðyrkjustöðina Kvista og sjá öll fallegu jarðarberin og hindberin, sem vaxa þar á plöntunum og sjá starfsfólkið týna berin í öskjurnar. Gróðurhúsin eru um fjögur þúsund fermetrar. „Það gengur bara mjög vel, við erum búin að vera heppin með sól í vor þannig að berin roðna mjög vel og eru mjög safarík, stór og fín,“ segir Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum. Sigurjón segir að landsmenn bíða alltaf eftir berjunum á vorin enda eru þau ekki á markaðnum yfir háveturinn. En verður til nóg af berjum í sumar? „Já, það verður algjörlega nóg fyrir sumarið, það verður alveg séð til þess,“ segir Sigurjón og hlær.Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segist ekki skilja af hverju það er verið að flytja inn til landsins jarðarber á meðan það er til nóg af íslenskum berjum. „Nei, því að kolefnisfótspor þessara berja, sem eru flutt hér inn er gríðarlega hátt. Við myndum bæði spara gjaldeyri og við myndum koma á móts við Parísarsamkomulagið ef við hugsuðum svolítið um okkur sjálf og værum svolítið meðvituð um það sem við erum að gera og það sem við erum að framleiða.“Það er nóg að gera hjá starfsmönnum við að tína jarðarberin og hindberin í öskjur áður en þau fara í verslanir til sölu. Það er einnig hægt að koma heim að Kvistum og kaupa berin beint þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segir skemmtilegt vinna við að rækta ber og hugsa um þau. „Jú, og sérstaklega að vera líka með býflugurnar hérna í kringum sig og heyra suðið í þeim á morgnanna þegar þær eru alveg á fullu að vinna fyrir okkur. Þetta er alveg yndislegt að geta alltaf verið inni í logni og góðu veðri,“ segir Sigurjón.
Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira