Ver frelsi til að vera berbrjósta í sólbaði Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2020 07:53 Sífellt færri konur kjósa að fara í sólbað berbrjósta og er iðjan fátíðari meðal franskra kvenna en til dæmis á Spáni og Þýskalandi. Getty Innanríkisráðherra Frakklands hefur varið þá iðju kvenna að vera berbrjósta í sólbaði eftir að lögreglumenn í landinu báðu hóp kvenna að hylja sig þar sem þær voru í sólbaði á strönd í suðurhluta landsins. BBC segir frá því að tveir lögreglumenn hafi nálgast þrjár konur á ströndinni í Sainte-Marie-La-Mer eftir kvörtun frá fjölskyldu á ströndinni sem hafði áhyggjur af því hvaða áhrif þetta kynni að hafa á börnin. Fréttir af viðbrögðum lögreglumannanna hafi valdið mikilli reiði á samfélagsmiðlum sem og víðar í landinu. „Frelsið er verðmætt,“ sagði innanríkisráðherrann Gérald Darmanin í tísti þar sem hann lýsti yfir stuðningi við konurnar. Rangt hafi verið að biðja konurnar um að hylja sig með klæðum. C est sans fondement qu il a été reproché à deux femmes leur tenue sur la plage.La liberté est un bien précieux. Et il est normal que l administration reconnaisse ses erreurs. #SainteMarielaMer https://t.co/eIWeOEBhBp— Gérald DARMANIN (@GDarmanin) August 25, 2020 Lögregla í Pyrenees-Orientales greindi frá atvikinu á Facebook, en það átti sér stað í síðustu viku. Ekki er bannað að stunda sólbað berbrjósta í Frakklandi, þó að einstaka sveitarfélög geti bannað þá iðju með reglugerðum. Engum slíkum reglum hefur hins vegar komið á í Sainte-Marie-La-Mer. Sífellt færri BBC vísar í könnun síðunnar VieHealthy frá árinu 2019 þar sem segir að sífellt færri franskar konur kjósi að fara í sólbað berbrjósta og að iðjan sé fátíðari meðal franskra kvenna en til dæmis á Spáni og Þýskalandi. Segir að 22 prósent franskra kvenna hafi farið í sólbað berbrjósta, samanborið við 48 prósent spænskra kvenna og 34 prósent þýskra kvenna. Frakkland Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Innanríkisráðherra Frakklands hefur varið þá iðju kvenna að vera berbrjósta í sólbaði eftir að lögreglumenn í landinu báðu hóp kvenna að hylja sig þar sem þær voru í sólbaði á strönd í suðurhluta landsins. BBC segir frá því að tveir lögreglumenn hafi nálgast þrjár konur á ströndinni í Sainte-Marie-La-Mer eftir kvörtun frá fjölskyldu á ströndinni sem hafði áhyggjur af því hvaða áhrif þetta kynni að hafa á börnin. Fréttir af viðbrögðum lögreglumannanna hafi valdið mikilli reiði á samfélagsmiðlum sem og víðar í landinu. „Frelsið er verðmætt,“ sagði innanríkisráðherrann Gérald Darmanin í tísti þar sem hann lýsti yfir stuðningi við konurnar. Rangt hafi verið að biðja konurnar um að hylja sig með klæðum. C est sans fondement qu il a été reproché à deux femmes leur tenue sur la plage.La liberté est un bien précieux. Et il est normal que l administration reconnaisse ses erreurs. #SainteMarielaMer https://t.co/eIWeOEBhBp— Gérald DARMANIN (@GDarmanin) August 25, 2020 Lögregla í Pyrenees-Orientales greindi frá atvikinu á Facebook, en það átti sér stað í síðustu viku. Ekki er bannað að stunda sólbað berbrjósta í Frakklandi, þó að einstaka sveitarfélög geti bannað þá iðju með reglugerðum. Engum slíkum reglum hefur hins vegar komið á í Sainte-Marie-La-Mer. Sífellt færri BBC vísar í könnun síðunnar VieHealthy frá árinu 2019 þar sem segir að sífellt færri franskar konur kjósi að fara í sólbað berbrjósta og að iðjan sé fátíðari meðal franskra kvenna en til dæmis á Spáni og Þýskalandi. Segir að 22 prósent franskra kvenna hafi farið í sólbað berbrjósta, samanborið við 48 prósent spænskra kvenna og 34 prósent þýskra kvenna.
Frakkland Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira