Nýstofnað stéttarfélag segist ranglega aðili að ASÍ og SGS Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2020 17:13 Bæði Drífa og Björn hafa hafnað því að Kópur sé aðili að ASÍ eða SGS. Vísir/Vilhelm Í fyrstu grein laga stéttarfélagsins Kóps segir að félagið sé aðili að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands sem sé aðili að Alþýðusambandi Íslands. Í samtali við Fréttastofu segir Drífa Snædal formaður ASÍ að það sé rangt. Kópur eigi enga aðild að ASÍ og engin samskipti hafi verið á milli sambandsins og nýja stéttarfélagsins. Alþýðusambandið sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem tekið var fram að Kópur væri ekki hluti sambandsins og væri ekki aðili að neinum kjarasamningum, VIRK, BJARGI, orlofssjóðum, fræðslusjóðum eða sjúkrasjóðum. „Félagar okkar sem fylgjast vel með pólskum síðum þar sem vinnumarkaðsmál eru rædd létu okkur vita af þessu og lýstu miklum áhyggjum af og óskuðu eftir því að við leiðréttum misskilning sem var kominn á flug þarna,“ segir Drífa Snædal formaður ASÍ í samtali við Vísi. ASÍ brást við með útgáfu yfirlýsingar á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. „Það er alvarlegt mál þegar það er verið að blekkja fólk, verið að fæla fólk til þess að verða af réttindum sem að þau stéttarfélög sem eru innan ASÍ geta boðið upp á. Þetta nýja félag getur ekki boðið upp á þau réttindi,“ segir Drífa. Eins og áður segir er greint frá því að Kópur sé aðili að Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Sjómannasambandi Íslands og þannig aðili að ASÍ. „Þetta er hreinlega ekki rétt,“ segir Drífa og hafnar því að nokkur samskipti hafi verið á milli ASÍ og Kóps. Í samtali við fréttastofu í dag hafnaði Björn Snæbjörnsson, formaður SGS að Kópur sé aðili að sambandinu og segir einnig að engin samskipti hafi verið á milli SGS og Kóps. Í fréttatilkynningu SGS vegna málsins hvetur sambandið launafólk til „að vera á varðbergi gagnvart boðum sem þessum og passa upp á að afsala sér ekki réttindum og kjörum sem félagsmenn í verkalýðshreyfingunni hafa byggt upp og tryggt með baráttu undanfarna áratugi.“ Fyrirheit Kóps séu algerlega úr lausu lofti gripin og til þess fallin að blekkja fólk. „Fyrsta aðgerðin er aðkoma þessum upplýsingum til þeirra sem verið er að reyna að fá til þessa félags undir fölskum forsendum. Koma þessu til okkar pólskumælandi félaga sem virðast hafa verið markhópurinn í þessu. Síðan hugsum við málið áfram ef tilefni er til,“ segir Drífa um næstu skref ASÍ í málinu. Þá segir hún hafa fengið fréttir af því að einhverjir meðlimir ASÍ hafi flutt sig yfir til Kóps en á Facebook síðu Kóps er ferlið sagt auðvelt og hugsanlegir meðlimir hvattir til að dreifa síðunni á meðal Facebook vina sinna. Þá segir stjórnarformaður félagsins, Stanley Pétur Kowal, í færslu dagsettri 30. maí síðastliðinn að loks hafi verið hægt að stofna verkalýðsfélagið Kóp fyrir Pólverja og aðra. Loks væri hægt að vernda réttindi vinnandi fólks. Ekki náðist í Stanley Pétur Kowal, stjórnarformann stéttarfélagsins Kóps, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu. Kjaramál Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Í fyrstu grein laga stéttarfélagsins Kóps segir að félagið sé aðili að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands sem sé aðili að Alþýðusambandi Íslands. Í samtali við Fréttastofu segir Drífa Snædal formaður ASÍ að það sé rangt. Kópur eigi enga aðild að ASÍ og engin samskipti hafi verið á milli sambandsins og nýja stéttarfélagsins. Alþýðusambandið sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem tekið var fram að Kópur væri ekki hluti sambandsins og væri ekki aðili að neinum kjarasamningum, VIRK, BJARGI, orlofssjóðum, fræðslusjóðum eða sjúkrasjóðum. „Félagar okkar sem fylgjast vel með pólskum síðum þar sem vinnumarkaðsmál eru rædd létu okkur vita af þessu og lýstu miklum áhyggjum af og óskuðu eftir því að við leiðréttum misskilning sem var kominn á flug þarna,“ segir Drífa Snædal formaður ASÍ í samtali við Vísi. ASÍ brást við með útgáfu yfirlýsingar á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. „Það er alvarlegt mál þegar það er verið að blekkja fólk, verið að fæla fólk til þess að verða af réttindum sem að þau stéttarfélög sem eru innan ASÍ geta boðið upp á. Þetta nýja félag getur ekki boðið upp á þau réttindi,“ segir Drífa. Eins og áður segir er greint frá því að Kópur sé aðili að Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Sjómannasambandi Íslands og þannig aðili að ASÍ. „Þetta er hreinlega ekki rétt,“ segir Drífa og hafnar því að nokkur samskipti hafi verið á milli ASÍ og Kóps. Í samtali við fréttastofu í dag hafnaði Björn Snæbjörnsson, formaður SGS að Kópur sé aðili að sambandinu og segir einnig að engin samskipti hafi verið á milli SGS og Kóps. Í fréttatilkynningu SGS vegna málsins hvetur sambandið launafólk til „að vera á varðbergi gagnvart boðum sem þessum og passa upp á að afsala sér ekki réttindum og kjörum sem félagsmenn í verkalýðshreyfingunni hafa byggt upp og tryggt með baráttu undanfarna áratugi.“ Fyrirheit Kóps séu algerlega úr lausu lofti gripin og til þess fallin að blekkja fólk. „Fyrsta aðgerðin er aðkoma þessum upplýsingum til þeirra sem verið er að reyna að fá til þessa félags undir fölskum forsendum. Koma þessu til okkar pólskumælandi félaga sem virðast hafa verið markhópurinn í þessu. Síðan hugsum við málið áfram ef tilefni er til,“ segir Drífa um næstu skref ASÍ í málinu. Þá segir hún hafa fengið fréttir af því að einhverjir meðlimir ASÍ hafi flutt sig yfir til Kóps en á Facebook síðu Kóps er ferlið sagt auðvelt og hugsanlegir meðlimir hvattir til að dreifa síðunni á meðal Facebook vina sinna. Þá segir stjórnarformaður félagsins, Stanley Pétur Kowal, í færslu dagsettri 30. maí síðastliðinn að loks hafi verið hægt að stofna verkalýðsfélagið Kóp fyrir Pólverja og aðra. Loks væri hægt að vernda réttindi vinnandi fólks. Ekki náðist í Stanley Pétur Kowal, stjórnarformann stéttarfélagsins Kóps, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu.
Kjaramál Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira